Steingrímur J. skiptir um skoðun, hvort sem því verður trúað eða ekki.

Stór og mikilvægur áfangi náðist í dag í baráttu þeirra Íslendinga, sem barist hafa fyrir viðurkenningu á því, að skattgreiðendur bæru enga ábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda, samkvæmt tilskipun ESB um slíka sjóði.

Þessi merku tíðindi felast í því, að Steingrímur J. hefur nú viðurkennt opinberlega, að engin slík ábyrgð sé fyrir hendi, en fram að þessu hefur hann haldið því statt og stöðugt fram, að Icesave innistæðurnar væru á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda og var búinn að samþykkja fyrir sill leiti, að selja þá í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga næstu áratugi, til þess að greiða það sem hugsanlega innheimtist ekki úr þrotabúi Landsbankans og okurvexti að auki.

Fyrir þessari áþján hafa Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir barist hatramlega í þágu Breta og Hollendinga og því er þessi yfirlýsing Steingríms afar merkileg, eftir allan þennan tíma og þau stóru orð, sem þau skötuhjú hafa haft uppi um ábyrgð skattgreiðenda á gjaldþroti einkabanka.

Fyrst tekist hefur að snúa Steingrími J., sem er einhver þrjóskasti stjórnmálamaður þjóðarinnar og sá ólíklegasti til að viðurkenna mistök, þá ætti eftirleikurinn að verða auðveldur, þ.e. að sýna Bretum og Hollendingum hvað Íslendingum þykir um yfirgang þeirra og hundingja þeirra á norðurlöndunum, ESB og AGS.

Ef baráttan verður jafn snörp áfram, styttist í fullnaðarsigur.

 


mbl.is Steingrímur: Engin ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Í einhverri ósýnilegustu ríkisstjórn sem setið hefur á lýðveldistímanum, þá er þó einn sem sést og heyrist í og hann er ekki einu sinni forsætisráðherra. Ég dreg ekki í efa þá niðurstöðu þína að hann sé "einhver þrjóskasti stjórnmálamaður þjóðarinnar" og tilnefni hann hér með "algjöran nagla" en lengra verður ekki komist í mínum kreðsum

En það er eitt að vera kosinn á þing og skipaður í ríkisstjórn. Annað mál er það að hafa tögl eða hagldir. Slík amboð höfðu menn á árum áður, bæði hér á landi og í draumalandinu gerska. Þau merkistól er ég hræddur að hvíli í höndum annarra manna.

Flosi Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

 Hátíðisdagur að Skallagrími er að snúast hugur.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.2.2010 kl. 15:53

3 identicon

Vonum að samninganefndin sem nú berst ytra við að leiðrétta gamla samninginn - eða gera nýjan, eflist við þessar fréttir!

MG (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: corvus corax

Enga ríkisábyrgð! ALDREI! Og þjóðin á rétt á að kjósa um Icesavebullið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar og málið er því nú í höndum þjóðarinnar! Ekki ríkisstjórnarinnar!

corvus corax, 18.2.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Málið er að það þarf ekkert að semja um þessa vexti. 

Maður borgar vexti af lánum, en þetta lán sem Bretar vilja endilega koma á okkur viljum við ekki.  Vegna þess að það er ekki ætlunin að láta okkur fá það. 

Þeir Brown og Darling útdeildu þessum peningum til þegna hennar hátignar Bretadrottningar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 18.2.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband