James Bond og félagar í fullu fjöri

Leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hefur sýnt í gegnum tíðina, að hún er ein öflugasta leyniþjónusustofnun heims og líklega sú harðskeyttasta.  Útsendarar Mossad hafa á undanförnum áratugum myrt marga foringja í ýmsum herjum og andspyrnuhópum araba og oftast tekist ætlunarverkin, án þess að útsendararnir næðust, eða upp um þá kæmist.

Síðasta morð þeirra var framkvæmt í Dubai nýlega á háttsettum Hamasliða, sem var í vopnakaupaleiðangri í Dubai, en þrátt fyrir mikla eymd og fátækt á Gasa, virðist aldrei skorta þar fé til vopnakaupa til þess að  nota í hermdarverkaárásum á Ísrael.

Annað sem vekur athygli við fréttina, er hve vel leyniþjónusta Dubai getur fylgst vel með því hverjir koma inn í landið og hvað hún virðist geta rakið slóð þeirra með njósnamyndavélum, sem þar virðast vera um allar trissur.  Í þessu tilfelli getur hún rakið saman slóð "ferðamanna" með vegabréf frá nokkrum löndum og hvar og hvenær slóðir þeirra hafa legið saman, eftir komu þeirra til Dubai.

Þetta sýnir í hnotskurn að James Bond og félagar eru enn í fullu fjöri og láta ekki deigan síga í störfum sínum, líklega um allan heim.


mbl.is Böndin berast að Mossad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma því að án fjárstuðnings erlendra ríkja geta Ísraelar ekki rekið mennta eða heilbrigðiskerfi nema í um 3 mánuði.Það eru alltaf til peningar fyrir stríði þar á bæ.

ELÍAS RÚNAR (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru alltaf til peningar fyrir vopnum og stríði hvar sem er í heiminum.  Það er ekkert ríki svo fátækt, að það hafi ekki efni á að halda úti her.  Nema Ísland auðvitað.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2010 kl. 19:55

3 identicon

Yes, Axel Johann Axelsson, you are right, the Mossad´s finger is behind everything. I heard that the Mossad was behind the Titanic sunk, the awakening of most volcanos around the world ( look out for Hekla!), global warming, and most of the plagues in Europe during the Middle Ages.

Be careful when you sit somewhere, the Mossad´s finger could be there!!

Kassandra (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kassandra, ég var alls ekki að fordæma Mossad, frekar að lýsa aðdáun á því, að þetta skuli vera ein skilvirkasta og besta leyniþjónusta heims.  Auðvitað beita Ísraelar öllum ráðum, til að verja þjóð sína fyrir árásum hryðjuverkamanna.  Það er sjálfsögð sjálfsvörn.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband