Þjóðaratkvæðagreiðslan hræðir

Nýja samninganefndin í Icsave málinu hamrar á því í viðræðunum, að líklegast sé, að Icesavelögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni og virðist það vera vopn sem kúgararnir hræðast mjög.

Þar með er komið í ljós, að það sem skelfir Breta og Hollendinga mest eru dómstólarnir og lýðræðið.  Þeir hafa algerlega hafnað dómstólaleið í málinu og lýðræðislega kosningu um þrælasamninginn geta þeir ekki hugsað sér. 

Ekki bendir þetta til, að þessir "viðsemjendur" telji sig hafa sterkan málstað að verja.

Það, sem er einkennilegra, er að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki heldur geta hugsað sér neitt skelfilegra, en þjóðaratkvæðagreiðsluna og vilji allt til vinna, að koma í veg fyrir hana.

Það er ekki mikil bardagalist, að kasta frá sér sínum bestu vopnum í upphafi átaka.


mbl.is Bjartsýni um árangur í viðræðunum ytra um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt hjá þér Axel, Samspillingin er ekki stjórntæk, "RuslFlokkur" og stórhættulegur "land & þjóð" - málið er nú ekki flóknara en svo.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 17.2.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverskonar ríki er það þar sem stjórnvöld vilja beinlínis forðast lýðræðislegar leikreglur réttarríkisins?

Slíkt getur aðeins endað á tvo vegu: annað hvort fara stjórnvöld frá eða ríkja áfram í skjóli harðstjórnar og ótta.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur þessi vinnubrögð eru til háborinnar skammar má kalla það aðför að lýðræðinu.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 10:08

4 identicon

Alveg dæmigerð frétt frá skíthúsi Morgunblaðsins, "þetta óttast Bretar og Hollendingar"

Auðvitað eru það sameinað alþingi sem óttast þetta en ekki Bretar og Hollendingar.

Heilaþvegin þjóð í afneitun sannleikans ætlar að kjósa algjöra stöðnun atvinnulífsins, heldur en að sætta sig við raunveruleikann.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 10:30

5 identicon

Heilaþvegin þjóð í afneitun sannleikans ætlar að kjósa áframhaldandi stöðnun og einangrun sem kostar 70 milljarða á mánuði, í staðin fyrir að ganga frá skuld sem nemur 10% af heildarskuldum samfélagsins.

Glórulaus heimska, og kynnt undir henni frá höfundi hrunsins. Davíð Oddssyni.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 10:37

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í Skotlandi til forna, sviptu menn sig klæðum fyrir orustur til að ögra andstæðingnum. Að míga framan í andskota sína þótti hámark lítisvirðingarinnar. Ætli Jóke-Hanna sé ekki að beita þessari tækni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.2.2010 kl. 11:11

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Slíkt getur aðeins endað á tvo vegu: annað hvort fara stjórnvöld frá eða ríkja áfram í skjóli harðstjórnar og ótta.

Mesta harðstjórn allra tíma? Munum við sætta okkur við slíka harðstjórn?

Er tilgangurinn hér hjá sumum að tala um að þessi stjórn eigi að fara frá svo að hinir flokkarnir komist að?

Eða eigum við að koma okkur saman að búa til þær aðstæður í þjóðfélaginu að almenningur geti við unað? Og sjá svo hvað setur?

Guðni Karl Harðarson, 17.2.2010 kl. 11:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fábjánalegum athugasemdum, eins og koma þarna frá Ragnari Thorissyni, ef það er rétta nafið, verður ekki svarað hér og framvegis verður svona órökstuddum vitlausum eytt út úr athugasemdalistanum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband