Jafnast Kaupþing á við svikamyllu Madoffs?

Luxemborg hefur verið eitt lokaðasta bankaland heims og bankleynd svo ströng, að Luxemborg hefur verið draumaríki þeirra, sem hafa viljað fela peninga sína, hvort sem þeri hafa verið vel eða illa fengnir.  Frá Luxemborg hafa síðan legið þræðir til allra helstu peningafelustaðanna, svo sem til Tortola og annarra álíka fjármagnsfelustaða.

Ólafi Haukssyni, séstökum saksóknara, tókst að fá heimild yfirvalda í Luxemborg til að framkvæma leit í fyrrum höfuðstöðvum Kaupþings þar í landi, ásamt leit á a.m.k. einu einkaheimili, sem tengdist rannsókninni.  Aðeins einu sinni áður hefur slíkt leyfi verið veitt í Luxemborg og var það í tengslum við svikamyllu bandaríkjamannsins Bernards Madoffs, en viðskiptavinir hans töpuðu 65 milljörðum dollara á glæpum hans.

Að yfirvöld í Luxemborg skuli hafa heimilað leitina hjá Kaupþingi getur ekki bent til annars, en að Ólafi hafi getað sýnt fram á að hann væri að rannsaka meint svik Kaupþingsmanna, sem hægt væri að líkja við svik Madoffs, án þess þó að hægt sé að reikna með að hin meintu svik séu af sömu peningalegu stærðargráðu.

Húsleitirnar og samþykkið fyrir þeim, sýnir algerlega í hnotskurn hvaða mat lagt er á starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun.

Sýnir þetta ef til vill, að í íslenska bankakerfinu hafi starfað margir jafokar Madoffs í fjársvikum?


mbl.is Svipað leyfi og vegna Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vissulega voru okkar glæpamenn stærstu bankaræningjar Evrópu - tær snild eða hitt þó heldur.  Eva Jolly mun ná í skotið á þessu liði og vonandi elta uppi "illa fengið FÉ".  Eða með orðum Forseta Íslands: "...yOu ain´t seen nOthing yet..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 13.2.2010 kl. 14:08

2 identicon

.... og vonandi verða þeir dæmdir í 150 ára fangelsi svo að komandi kynslóðir verði ekki fyrir barðinu á þeim....

Arnar (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svarið við fyrirsögninni hjá þér er: JÁ... en íslenskt dómskerfi kemur aldrei til með að dæma glæpamennina samkvæmt því. Þar eru tengslin of mikil.

Haraldur Bjarnason, 13.2.2010 kl. 17:43

4 identicon

Sammála Haraldi.

Fjármagnsliðið á hauk í horni í dómskerfinu, sjáum bara til.

Jón (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur og Jón, dómstólarnir dæma eftir lögunum, sækjendur ákæra og leggja fram sannanir og verjendur verjast.  Þetta er spurning um frammistöðu sækjenda og verjenda, ekki dómstólanna.

Það eru engir haukar í horni hjá dómstólunum, bara dómarar.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband