Til hvers var skipuð ný samninganefnd?

Indriði H. Þorláksson var hægri hönd Svavars Gestssonar í samninganefndínni, sem Steingrímur J., setti í Icesave málið, eftir að hann leysti upp eldri nefndina, vegna þess að taka átti máið upp frá grunni, þar sem Steingrímur þóttist ætla að láta gera nýjan samning, enda væri öll fyrri vinna í raun úr sögunni, eftir samkomulagið um Brusselviðmiðin.

Svavarsnefndin var skipuð í mars 2009 og skilaði af sér undirrituðum "samningi" í endaðan júní 2009 og kynnti hann sem glæsilegan fyrir íslendinga og þann besta, sem mögulegt hefði verið að ná, eftir þessa þriggja mánaða vinnu.

Nú ryðst Indriði H. fram á völlinn og segir að Bretar og Hollendingar hafi verið búnir að senda samningsdrög til undirritunar í desember 2008 og hafi það verið gert að undirlægi Össurar Skarphéðinssonar og Kristrúnar Heimisdóttur, sem hafi farið með málið af hálfu Íslands.

Til hvers var skipuð ný samninganefnd, ef Össur og Kristrún voru búin að samþykkja samningsdrögin, sem Bretar og Hollendingar skrifuðu einhliða og án funda við íslenska samningamenn?  Hvað var nýja nefndin að gera í þessa þrjá mánuði, ef hún var ekkert að semja við Breta og Hollendinga?

Er rétt, að Svavar og Indriði hafi alls ekki lesið "samninginn" yfir, áður en þeir spurðu hvar þeir ættu að skrifa undir?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að það hafi verið mistök, að setja þá félaga í samninganefndina og réttara hefði verið að fela málið hæfum einstaklingi, helst erlendum.

Svavari og Indriða H. hefur tekist að sanna þessi orð Jóhönnu síðustu daga, með eigin framgöngu í fjölmiðlum.


mbl.is Icesave-samningar í raun gerðir í desember 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel er spurt og vel ígrundað að þínum hætti að vanda, Axel Jóhann.

Ég skrifa líka um þessar frétti á vefsíðu minni.

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég las líka greinina þín, Jón Valur, og þú bregst ekki þar, frekar en vanalega.  Alltaf rökfastur og með pottþéttar tilvísanir.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Jón Sveinsson

 Jón Valur og Axel Jóhann.

Já þið tveir standið ykkur svo sannarlega í stykkinu fyrir okkur hin og takk fyrir mig.

Jón Sveinsson, 10.2.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér hrökklaðist frá Vanhæf Ríkisstjórn,  þessvegna var skipuð ný samninganefnd.  Það hefði kannski verið viðeigandi að hafa Baldur Guðlaugsson í nefndinni áfram?

Þú ættir kannski að bera saman innihald þessara samninga beggja.  Auðvitað hefur þessi samningagerð verið unnin í samfellu.  Eitt skref tekið við á eftir öðru.  Ég hef ítrekað birt samninginn þar sem hin svokölluðu Brüssel-viðmið koma fram.  Það hefur Jón Valur kallað gamla tuggu og ekkert viljað með hafa, enda málinu óviðkomandi!  Málið er, þó það hljómi kannski undarlega í þessari umræðu allri, eins skrýtin og hún er, að við vorum að semja við Breta og Hollendinga.  Þar af leiðir að við réðum ekki öllu um samningsferlið og samningsniðurstöðuna.  Einsog ætla mætti af skrifum manna. 

Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 14:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, í fyrsta lagi hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var utanríkisráðherra, eins og þú mannst kannski, lýst því yfir í skýrslu, að allt samningaferlið hefði verið sett á núllpunkt við undirritun Brusselviðmiðanna og þar með voru eldri samningsdrög ekki gild lengur.  Þess vegna er þetta gömul tugga og málinum óviðkomandi.

Baldur Guðlaugsson hefði örugglega ekki getað gert verri samning en Svavar og Indriði H., það hefði bókstaflega ekki verið hægt.  Samninganefndin átti að vera að semja við Breta og Hollendinga, en var ekki skipuð til að skrifa undir texta sem Bretar og Hollendingar höfðu sent í tölvupósti í desember 2008.

Þú segir að Íslendingar hafi ekki ráðið öllu samningaferlinu og samningsniðurstöðunni.  Það má rétt vera, en alvöru samningamenn skrifa ekki undir samninga fyrr en þeir eru ornir sæmilega ánægðir með niðurstöðuna.  Í Svavarssamningnum var ekkert tillit tekið til lagalegrar stöðu Íslands í málinu, enda viðurkenna allir að hann sé pólitískur, en ekki byggður á lagalegum grunni.

Hafi Svavar og Indriði skilið texta samningsins og ekki verið yfir sig ánægðir með verk sín, hefðu þeir væntanlega aldrei skrifað undir, heldur haldið samningaviðræðunum áfram, þar til viðunandi niðurstaða hefði náðst.

Það skal að lokum viðurkennt, að þú ert bæði duglegur og staðfastur talsmaður Breta og Hollendinga í þessu máli.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 15:02

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Þessvegna er þetta gömul tugga..."    Hér eru þessi blessuðu viðmið sem Kristrún er að tala um  Og þau eru í samningnum sem Indriði,  Ingibjörg, Svavar, Kristrún og fleiri eru að tala um.  Það er vonandi að það náist betri niðurstaða nú.  En tónninn er óbreyttur hjá Bretum og Hollendingum.  Þeir vilja fá lágmarks innistæðutrygginguna greidda í samræmi við samninginn frá 13. nóvember!

RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS

FRÉ T TAT ILKYNNING

Samkomulag næst við Evrópusambandsríki

Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

Mikilvægur áfangi að lausn deilunnar um innstæðutryggingar

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra

bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við

nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í

Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari

samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur

mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs

vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna.

Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í

að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu

sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur.

Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og

hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um

Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB.

Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina

um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið

og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna

þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum

hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og

knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálaog

efnahagskerfi sitt.

3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt

í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík, 16. nóvember 2008

Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 15:29

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Er það að tefla fram  staðreyndum um málið það sema og að vera talsmaður Breta og Hollendinga!  Hvílík heimska! 

"Það skal að lokum viðurkennt, að þú ert bæði duglegur og staðfastur talsmaður Breta og Hollendinga í þessu máli."

Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 15:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, lestu liði nr. 1. og 2. og veltu svo fyrir þér hvaða þýðingu það hefur, að allir aðilar viðurkenni þá lagalegu stöðu Íslands, að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi verið felld inn í íslensk lög og viðurkenning á því eigi að greiða fyrir skjótri lausn.

Þegar þú ert búinn að velta þessu fyrir þér, lestu  þá tilskipunina sjálfa og íslensku lögin og bentu svo lesendum á hvað þar er sagt um ríkisábyrgðir á þessum tryggingasjóðum.

Ef þú getur fundið ákvæðið um ríkisábyrgðina, þá ertu besti stuðnigsmaður Breta og Hollendinga, til viðbótar við staðfestuna og dugnaðinn.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 15:35

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott svar, Axel Jóhann. En er þessi Auðun kannski í liði með Bretunum?

Það er einmitt sjálf tilskipunin sem sannar sakleysi okkar í Icesave-málinu!

Svo má ekki gleyma því, að ríkisstjórnin hafði ekki samþykki Alþingis fyrir neinum milljarðagreiðslum af þessu tagi, hvað þá milljarðahundraða!

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 16:22

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, það er einmitt málið, tilskipunin sjálf er okkar helsta vopn í baráttunni.  Það er í raun óskiljanlegt, að ekki skuli vera hægt að fá ESB þjóðir til að fara eftir sínum eigin tilskipunum.

Varðandi Auðunn, þá er hann mikill baráttumaður fyrir því, að fallist verði á Icesave samninginn skilyrðislaust, enda hafi verið búið að samþykkja það haustið 2008.  Kannski er hann bara svona mikill stuðningsmaður Geirs Haarde, Össurar og Ingibjargar Sólrúnar, að honum finnist, að ef þau hafi verið búin að samþykkja eitthvað, þá séu þau óskeikul og þeirra orð séu jafngildi laga og þar með þurfi ekki að ræða málið meira.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 16:36

11 identicon

Ekki skil ég hvers vegna það sé ekki löngu búið að fá þessa snillinga Axel Jóhann og Jón Val til að fara fyrir nýrri sendinefnd og láta þá taka Breta og Hollendinga í karphúsið.

Samkvæmt þeirra skrifum vita þeir allt um þetta mál, og ef einhver er ekki sammála þeim er hann í liði með bretum.

Einnig sýnist mér á þeirra skrifum að Baldur Guðlaugsson ætti að vera með þeim í nefndinni.

Skyldu þetta vera sjálfstæðismenn?

jón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 16:48

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axel, þetta var gott svar hjá þér. Svo mætir einhver Jón, sem spyrðir mig að ósekju við Baldur Guðlaugsson. Skyldi hann vera Samfylkingarmaður, Jón þessi? Við Axel skrifum hins vegar umfram allt um málefnin, ekki í flokksfari, og ekki er ég Sjálfstæðismaður.

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 16:55

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, það eru tveir aðilar að þessum samningum, Íslendingar annarsvegar og Bretar og Hollendingar hinsvegar.  Þeir síðarnefndu njóta stuðnings norðulandanna, AGS og ESB.  Samningurinn er ekki byggður á lagalegum forsendum, heldur pólitískum, það viðurkennir ríkisstjórnin, þar með talin bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Í þessum pólitíska samningi var hagsmuna Íslands ekki gætt og því höfum við Jón Valur báðir barist fyrir lagalegum málstað Íslendinga.  Eru þeir, sem taka afstöðu gegn íslenskum hagsmunum ekki að styðja hagsmuni hinna?

Ekki þekki ég Baldur Guðlaugsson, en hef heyrt að hann sé hinn vænsti drengur.

Já, ég er Sjálfstæðismaður, hef verið það lengi og er stoltur af.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 17:21

14 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Sænski Ríkisbankinn 2006........"For example, it is conceivable that there could be cases where the cross-border banking operation is of such a nature that the home country authority is unable to take the full responsibility. Arrangements that enable burden sharing between home and host countries might in such cases be developed. The same could apply when the responsibility for topping-up coverage is very large for the host country".  In your opinion, is there a need to further converge deposit guarantee schemes within the EEA?  Yes, as cross-border integration of the banking sector is likely to progress, it becomes increasingly important to consider the interplay between the deposit guarantee regulation and the functioning of the internal market. Based on what is said above (in question 1-3) there are several issues that show that the current regime can be questioned and thus there is a strong case for considering further convergence of the deposit guarantee schemes within the EEA. The overriding objective for such a work is to find a level of convergence that satisfies the interest of consumer protection, financial stability and the aim to establish a level playing field. As the existing EU-regulation mainly focuses on the level of consumer protection and not on the financing arrangements the most urgent need for harmonisation action lies within the design of the financing principles. If such harmonisation is not achieved the need for harmonisation in other areas becomes of greater relevance, such for example the scope and level of the schemes. Furthermore, it is desirable to find measures to prevent the practical problems that may arise in cross-border restitution cases involving different schemes, i.e. due to differences in set-off and co-insurance mechanisms.http://www.riksbank.se/templates/Page.aspx?id=20376

Hólmsteinn Jónasson, 10.2.2010 kl. 17:35

15 identicon

Þú hefur heyrt að hann sé hinn vænsti maður.

Er maðurinn ekki sakaður um að hafa nýtt sér upplýsingar sem aðrir höfðu ekki?

Búið að kyrrsetja eigur hans.

Það eru að sjálfsögðu bara öðlingar sem svo gera og koma tapinu yfir á aðra, svoleiðis menn á að sjálfsögðu að verðlauna eða hvað?

En af hverju eruð þið félsgarnir ekki skipaðir í samninganefndina fyrst þið vitið allt um þetta mál miklu betur en aðrir?

Jón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:37

16 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

HUmmm........varla nema von að leikmenn í samninganefndinni ruglist í ríminu !

DOES THE RELATIONSHIP BETWEEN THE STATE, THE NATIONAL CENTRAL BANK AND THE DEPOSIT GUARANTEE SCHEMES HAVE ANY CROSS-BORDER IMPLICATIONS, FOR DEPOSITORS, FOR CREDIT INSTITUTIONS AND OR FROM A SUPERVISORY PERSPECTIVE? It has often been remarked that the Directive is rather contradictory regarding the roleof the Member States government vis-à-vis a depositor guarantee scheme: Whereasthis Directive may not result in the Member States' or their competent authorities'being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or moreschemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring thecompensation or protection of depositors under the conditions prescribed in thisDirective have been introduced and officially recognized. Even if a government has recognised a scheme operating in its country, it seems itdoes not have an obligation to support it financially, possibly even in a crisis. It seemsthat they are not even liable if the Scheme fails. Deposit guarantee schemes are only one piece of the safety net of the banking system.There is a “lender of last resort” function that must be clarified, especially when thereare significant banks involved. The ECB must be transparent on the agreements withcentral banks and banking supervisors on this issue. From multiple studies which have been carried out, it is clear that Schemes in the EUare underfunded and in time of crisis may not be able to discharge their duties underthe Directive. This is rather disturbing and certainly not conducive to depositorconfidence. REVIEW OF THE DEPOSIT GUARANTEE SCHEMES DIRECTIVE (94/19/EC)Response To The Commission’s Consultative Working Paper On Deposit Guarantee Schemes The argument has always been that a government will never allow a bank to createhavoc in a financial system and will have no option but to find ways and means tosolve the problem. But problems are not confined to a particular Member State andmay have cross-border consequences. If almost 80% of deposits are covered by low orunfunded schemes, who will foot the bill when the push comes to shove? It would bevery unrealistic to satisfy one’s answer by stating that some banks are “too big tofail”. Entire countries deemed “too big to fail” have failed leaving investors lickingtheir wounds. http://ec.europa.eu/internal_market/fin-use_forum/docs/deposit_guar_schemes-2005_10_14.pdf

Hólmsteinn Jónasson, 10.2.2010 kl. 17:52

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það gæti verið einhver dulin eða mystísk merking í margræddum brussel viðmiðum.

Hugsa það.

Eigum við ekki bara að láta ESB sjá um þetta ?  Málið dautt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband