Kúlulánadrottningar og -kóngar

Gylfi Magnússon, háskólakennari og starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, telur að braskið, lánaruglið, krosslántengslin og annað sukk og svínarí hefði orðið minna, en raunin var, ef fleira kvenfólk hefði verið í stjórnum og stjórnarstöðum í bönkum og öðrum fyrirtækjum hrunbarónanna.

Ekki er nú samt annað að sjá, en þær konur, sem í áhrifastöðum voru, hafi tekið fullan þátt í "gróðærinu" með töku stórra kúlulána til hlutabréfakaupa, alveg eins og karlpeningurinn.  Heyrst hafa háar tölum um lán sem konur tóku á þessum tíma, til að dansa með í hrunadansinum og sluppu sumar með skrekkinn, vegna þess að þær tóku ekki einu sinni eftir því, að það gleymdist að færa á þær hlutabréfaeign upp á eitt til tvöhundruð milljónir króna.

Aðrar stofnuðu fjárfestingafélög fyrir hagnað sem þær náðu að leysa út, vegna kúlulánaviðskipta sinna með bankahlutabréf, áður en hrunadansinn endaði með ósköpum.

Konur eru yfirleitt ráðdeildarsamari en karlar, en það aftraði þó þeim, sem voru í aðstöðu til þess, samt ekki að taka þátt í sukkinu af fullum krafti.


mbl.is Einsleitnin olli ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála,og finnst mér sem konu það rýra málstað kvenna og þeirra rannsókna sem hafa sýnt að konur séu hæfari og samviskusamari stjórnendur en karlar ,að þær hafa sýnt það að þær geta verið fjandanum ómerkilegri líka. En það má kannski segja að ef fleiri karlar hefðu verið við stjórnvölinn þá hefði skaðinn orðið meiri ?

Hulda Dagrún Grímsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hulda, kannski hefði skaðinn orðið ennþá meiri, ef eingöngu karlar hefðu verið við stjórnvölinn í þessum fyrirtækjum, því þeir hafa yfirleitt verið taldir áhættusæknari en konurnar.

Eftir sem áður virðast flestar þær konur, sem í aðstöðu voru til þess, tekið þátt í "gróð- og lánaærinu" af fullum krafti.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Hrun eins og hér hefur orðið á flestum sviðum skapar auðvitað ný tækifæri.  Þar með talið fyrir konur að komast í auknu mæli til áhrifa í atvinnulífinu.   Allt tal hins vegar og hugsanlegar lagasetningar um kynjakvóta í stjórnum félaga er hins vegar eitthvað sem ætti að forðast.  Að velja fólk til áhrifa út frá kynferði frekar en hæfileikum, reynslu og þekkingar á viðkomandi sviði er stór hættulegt.  Þetta gildir jafnt um stjórnir hlutafélaga, lífeyrissjóða, félagasamtaka og annarrar starfsemi sem og um uppstillingar á framboðslistum við sveitarstjórna- og Alþingskosningar.  Svona kynjakvótar á 21.öldinni í þjóðfélagi sem telur sig vel menntað og lýðræðislegt ættu ekki að eiga sér stað.  Hér eiga allir að hafa jöfn tækifæri og það þarf ekki lagasetningar til í þessum málum.

Tvær konur sem skyndilega voru settar til starfa sem bankastjórar banka í eigu ríkisins voru því miður ekki góð dæmi um ráðdeildarsama einstaklinga.  Önnur tók þátt í að lána Björgólfsfeðgum lán sem ennþá hefur ekki verið greitt af og fór síðan til starfa hjá þeim.  Hin varð þekkt á einni nóttu fyrir það að muna ekki eftir því að hvort hún greiddi eða greiddi ekki fyrir hlut í bankanum sem henni var síðar treyst fyrir.  Það er merkilegt að ráðherra bankamála skuli láta svona yfirlýsingar fara frá sér.  Er hann með jafnlítið skammtímaminni og aðrir ráðherrar og Alþingsmenn ?

Vel orðað Axel að kalla manninn "starfsmann í Viðskiptaráðuneytinu" :)

Jón Óskarsson, 10.2.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband