Hvað á fjárkúgunin að ganga langt?

Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum á Icesave reikningum miklu hærri upphæðir en lágmarkstrygginguna, sem þeir áttu rétt á, samkvæmt tilskipun ESB og íslenskum lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og píndu svo Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson til að samþykkja, að þessi umframgreiðsla væri rétthá kröfu tryggingasjóðsins í þrotabú Landsbankans.  Það þýðir að tryggingasjóðurinn verður helmingi lengur að fá upp í sína kröfu, en íslenskir skattgreiðendur eiga að borga 5,55% vexti af tryggingasjóðshlutanum í helmingi lengri tíma, en annars hefði orðið.  Raunar kemur þetta mál íslenskum skattgreiðendum akkúrat ekkert við, enda er hér um hreina fjárkúgun að ræða af hendi Breta og Hollendinga.

Svo bíta Bretar höfuðið af skömminni með því að leggja allt sem innheimtist af eignum Landsbankans í Bretlandi inn á vaxtalausan reikning í Englandsbanka og neita að afhenda peningana inn í þrotabú Landsbankans.

Í auðmýkt hins kúgaða, hafa íslensk stjórnvöld farið þess vinsamlega á leit við Breta, að upphæðin verði flutt á reikninga sem myndu bera einhverja vexti, en eins og fjárkúgara er siður, hlusta Bretar ekki á neitt slíkt væl.

Bretar liggja nú þegar með 200 milljarða króna á þessum vaxtalausa reikningi, en á sama tíma eru vextirnir, sem Bretar ætla skattgreiðendum hér á landi að borga komnir upp í a.m.k. 60 milljarða króna.

Hvað á að láta þessa fjárkúgara ganga langt og á aumingjaskapur íslenskra ráðamanna sér engin takmörk?


mbl.is Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef samt fulla trú á að ríkisstjórnin geri sitt besta til þess að koma þessum málstað Íslendinga ekki á framfæri eins og áður, og fari áfram leynt með allt sem gæti sýnt öðrum ríkjum hvaða kúgun er í gangi hérna.

Samkvæmt fréttinni herma upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu að það hafi "komið til tals" að flytja upphæðina á reikning með vöxtum.

KOMIÐ TIL TALS !!!!!

Bjarni (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, Indriði H. hefur sennilega minnst á þetta, svona í framhjáhlaupi, en Bretarnir bara hlegið að honum og smellt á hann auka svipuhöggi, þannig að honum hefur aldrei dottið í hug að nefna þetta aftur, enda aumur í bakhlutanum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Þetta mál allt er með svo miklum ólíkindunum að það er eina huggunin að hjá þeim börnum og barnabörnum okkar sem eiga eftir að fara í sagnfærði og skyldar greinar þá verður nóg að gera næstu áratugina í að greina þennan tíma í mannkynssögunni.

Það var "fróðlegt" að heyra í Svavari Gestssyni í síðdegisútvarpi rásar2 í gær.  Auðvitað voru fréttamenn vel inn í málum og gerðu enga athugasemd við það þegar Svavar fór með kolrangar staðreyndir í fjárhæðum í lok viðtals.   Þar segir Svavar að heildarskuldin sé á núvirði um 700 ma. og ef við gefum okkur það að 90% af eignum Landsbankans innheimtist upp í kröfuna þá sé skuldin sem falli á okkur 70 ma. og af því greiðist 5,55% vextir.

Málið er að skuldin er (skv. skilgreiningu Breta og Hollendina) 700 ma. og okkur ætlað að greiða strax af þeirri fjárhæð vexti frá og með byrjun árs 2009.   Á milli þessara talna er himin og haf.   Það er grundvallarmunur á því að greiða árlega tæpa 3,9 milljarða í vexti eða tæpa 39 milljarða.

Það sýnir hvað Svavar var vel hæfur samningamaður að hann skuli trúi því sjálfur að við séum bara að greiða vexti af endanlegri "nettófjárhæð".

Málið varðandi inneign í Englandsbanka snýst því ekki um það hvort peningarnir eru þar á vaxtalausum reikningi eða hvort "hugsanlega" megi færa þá á bankareikning með einhverjum smá innlánsvöxtum, heldur því að lágmarkskrafan hlýtur að vera að innborganir þangað teljist vera innborganir á heildarskuldina frá og með þeim dögum sem hver greiðsla er lögð inn og þannig sé ekki verið að borga annars vegar vexti af skuld og eigum á sama tíma inni fjármuni vaxtalausa.

Eftir situr og í raun óháð ofangreindu að við eigum aldrei að sætta okkur við það að greiða meira en lágmarkstrygginguna (EUR 20.887) en Svavar og fleiri reyna alltaf að segja okkur að við séum bara með samningum að samþykkja að greiða það sem okkur ber þrátt fyrir að þeir beri með sér útreikninga sem sýna annað og opinbert sé að bæði Bretar og Hollendingar greiddu út mun hærri fjárhæð.

Auðvitað væri það hið besta mál að innlánseigendur myndu fá á endanum sem allra mest upp í sínar inneignir, en það á einfaldlegast að gerast í gegnum endanlegt uppgjör á þrotabúi Landsbankans en ekki vera mál Íslenska ríkisins né okkar skattborgara þessa lands.

Jón Óskarsson, 10.2.2010 kl. 10:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt hárrétt sem þú segir Jón.

Ég heyrði ekki nema brot af viðtalinu við Svavar, en er það rétt sem mér heyrðist, að hann hefði sagt að Bretar og Hollendingar hefðu verið búnir "að stilla upp" samningsdrögum í desember 2008, sem ekki hefðu breyst mikið fram að undirskrift?

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 11:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað gerum við sitjum heima og bloggum það gengur ekki við verðum að fara að láta heyra í okkur!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 13:54

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Athyglisvert er að skoða tölur í samhengi við fréttir dagsins í dag.  Búðarhálsvirkjun mun kosta um 27 milljarða.  Mismunur á vaxtafjárhæð af nettóskuld og heildarskuld sbr. tölur sem Svavar nefni í viðtalinu eru um 35 milljarðar.  Það mætti því byggja 4 svona virkjanir á 3 árum fyrir mismuninn einann og sér. 

Ef stuðningsmenn Icesave frumvarpsins telja þetta ekki vera neitt mál, þá ættu þeir hinir sömu að veita Landsvirkjun góð ráð um fjármögnun.

Jón Óskarsson, 10.2.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband