Umskurð kvenna verður að kveða niður

Það er hreit og beint ótrúlegt, að á 21. öldinni skuli umskurður kvenna ennþá viðgangast og að í heiminum séu a.m.k. 150 milljónir kvenna, sem hafa orðið að þola þessar misþyrmingar.  Eins er alveg óskiljanlegt, að allt að 90% kvenna í ákveðnum löndum, eins og Mali, vera umskornar.

Fyrir nokkrum árum kom hér út þýdd bók, eftir þekkta fyrirsætu frá Sómaliu, sem hafði þurft að þola svona limlestingar, þegar hún var ung stúlka, og afleiðingunum af þessari hroðalegu aðgerð.  Hún hafði aldrei borið þess bætur og gat t.d. ekki stundað kynlíf, eins og aðrar konur.

Ekki er þetta framkvæmt af trúarlegum ástæðum, því ekki boðar kristin trú þetta og ekki islam, þannig að þetta eru afleiðingar af eldgömlum kreddum feðraveldisins, sem tóku upp á þessum ótrúlegu aðgerðum, til þess að koma í veg fyrir að dætur þeirra færu að stunda kynlíf fyrir giftingu.

Svona forneskju verður að berjast gegn, með öllum tiltækum ráðum og sennilega er eina leiðin, að fræða karlmenn í þeim löndum, þar sem þetta viðgengst, um hvílíkum skaða aðgerðin veldur, bæði líkamlega og andlega.

Greinilega er þetta miklu útbreiddara vandamál, en flestir hefðu getað ímyndað sér.


mbl.is Karlar verða að berjast gegn umskurði kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem sagt það á að leyfa umskurði hjá körlum ennþá?

Ég er á móti umskurðum hjá bæði kynjum.

Trúlaus (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Algjör forneskja og ætti ekki að líðast.Líka óþörf umskurn á strákum t.d. í Bandaríkjunum .Umskurn á drengjum er  í raun óþörf af hreinlætisástæðum .

Hörður Halldórsson, 5.2.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Umskurður karla er hin sakleysislegast athöfn, miðað við umskurð kvenna og hefur engar hörmulegar afleiðingar, eins og hjá konunum.  Þetta tvennt á ekkert sameiginlegt, nema nafnið eitt. 

Umskurður karla átti að vera til aukins hreinlætis, en er auðvitað algerlega óþarfur.

Axel Jóhann Axelsson, 5.2.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband