Jóhanna er ótrúlega skarpskyggn

Í tilefni af eins árs afmæli ríkisstjórnarnefnunnar lagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, undir feld og eftir mikla og djúpa hugsun, uppgötvaði hún, að ekki væri hægt að reka ríkissjóð með gengdarlausum halla, ár eftir ár.

Þessa uppgötvun sína útskýrði hún á heimasíðu Samfylkingarinnar, sem enginn les, nema dyggustu flokksfélagar og hefur þessi tímamótauppgötvun Jóhönnu eflaust komið þeim gjörsamlega á óvart, enda héldu þeir að allann vanda ríkissjóðs væri búið að leysa með nýafstöðnu skattahækkanabrjálæði.

Nú er Jóhanna, sem sagt búin að sjá það ljós, að frekar verður ekki gengið fram í skattabrjálæði og því verði ríkið að fara að spara, ekki á þessu ári, heldur tveim næstu.  Þá á líka að skera hraustlega niður í ríkisrekstrinum, án þess þó, að það komi nokkurs staðar niður, eða að nokkur maður muni finna fyrir því.  Þannig útskýrir Jóhanna þetta og er viss um að a.m.k. Samfylkingarfólk trúi henni.

Ef svona heldur áfram, þá mun Jóhanna áður en yfir lýkur finna það út, að huga þurfi að endurreisn atvinnulífsins, til þess að draga úr atvinnuleysinu og jafnvel gæti hugsast, að henni dytti í hug að heimilin í landinu eigi við verulega erfiðleika að glíma, um þessar mundir.

En eins og kellingin sagði, þá lagast þetta allt saman, þegar búið verður að reka Davíð, sækja um aðild að ESB, skrifa undir stöðugleikasáttmála og stórhækka skattana.


mbl.is Verður að ná niður hallarekstri ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

örorka fyrir mig verður að duga af hverju ekki ykkur.

gisli (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi greinargerð Jóke-Hönnu er ótrúlega þunn, en var við öðru að búast ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.2.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband