2.2.2010 | 13:16
Allt upp á borðið
Steingrímur J. segir aðspurður um hvort einhverju hafi verið logið í Seðlabanka Hollands um stöðu Landsbankans: Það er ýmislegt í bakgrunni málsins sem við höfum ekki getað notað og ekki getað verið með í opinberri umræðu, vegna þess hvað það er viðkvæmt og gæti skaðað hagsmuni landsins. Þannig að maður hefur eiginlega verið með hendur bundnar á bak aftur að verja sig þegar að manni er veist vegna þessa máls."
Enn og aftur kemur í ljós, að alls kyns gögnum hefur verið leynt fyrir almenningi í þessari endalausu Icesave sögu, vegna þess að þau séu svo "viðkvæm" og almenningur þoli ekki að heyra sannleikann umbúðalaust.
Þessum sama almenningi er ætlað að greiða atkvæði um uppgjafarskilmálana gagnvart Bretum og Hollendingum og þar með hvort íslenskur almenningur verði seldir í skattaánauð til þeirra um áratugaskeið, langt umfram lagalega skyldu. Til þess að mynda sér skoðun, þarf að birta öll gögn málsins, bæði þau sem Alþingismenn hafa fengið að sjá og hin, sem haldið hefur verið leyndum í læstum herbergjum.
Nú lætur Steingrímur eins og þetta muni allt koma fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, en í fyrsta lagi er ekki víst að skýrslan verði birt fyrir kosningar og í öðru lagi á Steingrímur J. að leggja fram öll gögn, sem máli skipta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Hafi einhver logið vísvitandi að hollenskum, breskum eða íslenskum yfirvöldum, þá á að láta hinn sama svara fyrir þær gerðir sínar fyrir dómstólum, ekki seinna en strax.
Erfið samningsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Klórar í bakkann, allt skal reyna nú til að réttlæta mistökin.
Ég fæ nú bara kjánahroll að sjá manninn reyna að réttlæta að hann ætlaði þjóðinni að skrifa undir ósamninginn ólesinn með öllum þeim afleiðingum sem það hefði haft.
Ef Einhver laug sem í opinberi stofnun var eða ef einhver laug í Landsbankanum þá á að draga þá fyrir rétt eins og gert er við fjárglæframenn í öðrum löndum. Það að einhver laug réttlætir ekki að við, skattgreiðendur, eigum að borga eitthvað sem er ekki lagalega okkar að borga.
Halla Rut , 2.2.2010 kl. 13:57
Að sjálfsögðu duga engar lygar einhverra starfsmanna einhversstaðar til að skuldbinda skattgreiðendur til að borga skuldir einhverra manna í útlöndum.
Ef einhver lagaleg krafa er fyrir hendi, þá á hún að koma upp á borðið, en ekki bjóða fólki áratuga þrældóm út á "pólitíska lausn", eins og Steingrímur J. hefur sjálfur sagt að Icesave samningurinn sé.
Ef svona rosalegar upplýsingar varðandi Icesave munu koma fram í rannsóknarskýrslunni, hvernig var þá hægt að láta Alþingi kjósa um málið tvisvar og nú þjóðina, án þess að þetta sé allt upplýst.
Þetta er náttúrlega eitt yfirklórið enn, frá manni sem er kominn algerlega upp að vegg.
Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 14:20
Þannig er þetta nú bara, Axel, sem þú segir.
Halla Rut , 2.2.2010 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.