Ofnæmi fyrir Svandísi og VG

Svandís Svavarsdóttir segir að viðbrögð við skemmdarverkaúrskurði sínum vegna skipulagsmála við neðri hluta Þjórsár, minni á ofnæmisviðbrögð.

Fram hefur komið, að hrepparnir voru löngu búnir að endurgreiða Landsvirkjun þennan skipulagskostnað, þannig að helstu rök Svandísar fyrir synjuninni voru alls ekki fyrir hendi lengur.

Það er ekkert svo vitlaus ályktun hjá Svandísi, að um ofnæmisviðbrögð hafi verið að ræða, þegar fólk sá hana og heyrði vegna þessa máls.  Ónæmiskerfi almennings er orðið stórskaddað, eftir heils árs skemmdarverkastarfsemi ríkisstjórnarinnar gegn atvinnulífinu í landinu.

Þess vegna lýsa viðbrögðin sér eins og um heiftarlegt ofnæmi sé að ræða.

Enda er líklegast að þetta sé í raun og veru ofnæmi fyrir svikum og lygum ráðherranna.


mbl.is Minnir á ofnæmisviðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef sagt það áður að Svandís er gjörsamlega vanhæf og óhæf í sínu starfi.  Hún er óheiðarleg og stendur í vegi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum.  Það verður að koma henni frá.  Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, faðir hennar er sami ónytjungurinn

Baldur (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband