Enn flækist Svandís fyrir atvinnuuppbyggingu

Svandis Svavarsdóttir gerir það ekki endasleppt í hörkulegri baráttu sinni gegn mögulegri atvinnuuppbyggingu í landinu.  Fyrst tafði hún afgreiðsu á málum Suðurstrandarlínu um tíu mánuði, sem varð til að tefja alla uppbyggingu á Suðurnesjum og nú á að beita öllum brögðum til að reyna að koma í veg fyrir virkjun neðri hluta Þjórsár.

Nú er gripið til þess ráðs, að synja staðfestingar allra skipulagsbreytinga, sem snúa að virkjunum í neðri hluta Þjórsár, vegna þess að Landsvirkjun greiddi fyrir skipulagsvinnuna, en ekki sveitarfélögin, sem í hlut eiga.

Þetta er langsótt, því Landsvirkjun hefði auðveldlega getað veitt fjármagni í sveitasjóðina, sem síðan hefðu greitt fyrir skipulagsvinnuna, þannig að þarna er verið að hengja sig í aukaatriði, en ekki aðalatriði.

Atlaga Vinstri grænna að atvinnulífi landsmanna virðist engan enda ætla að taka.


mbl.is Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær losna íslendingar við þessa kaffihúsapólitíkusa,sem eru að keyra atvinnuvegina í kaf?

magnús steinar (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þetta heita reyndar Suðvesturlínur.

..og við kusum þetta yfir okkur!

Dýrustu feðgin sem um getur. Stórkostlegt.

Höfundur ókunnur, 1.2.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nú bæta VG um betur á Suðurnesjum og eru að heimta svo mikinn niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að ekki verður hægt að reka stofnunina á fullnægjandi hátt. Ekkert fitulag er á stofnuninni til að skera burt heldur hefur hún árum saman verið með allt að 40% lægri fjárframlög en næst lægsta heilbrigðisstofnunin á landinu miðað við höfðatölu á þjónustusvæði. Svo maður tali ekki um að þarna eru hlutfallslega mest af ungum öryrkjum, eldri borgurum og börnum sem eru jú dýrasta fólkið í heilbrigðisgeiranum. VG hefur staðið fast gegn því að stofnunin fái að leigja út frá sér aðstöðu á skurðstofum til tekjuaukningar og til þess að halda fagfólki á svæðinu til lækningatengdrar ferðaþjónustu. Þannig vill hún hindra atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum enn frekar, hindra innflæði á miklum gjaldeyri og skapa tekjur til niðurgreiðslna í heilbrigðiskerfinu. Svei!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Adda, ætli þetta sé ekki hefnd fyrir þreytuna, sem Keflavíkurgöngurnar ollu þessu fólki í "den"?

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2010 kl. 18:13

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mikið hlýtur hatrið til Suðurnesjamanna að vera mikið. Fótasárin ættu að vera gróin en veit ekki með sálina.

Hægt hefði verið að halda starfsemi skurðstofunnar á Suðurnesjum áfram með því að stofnunin fengi að drýgja tekjur sínar og fullnýta aðstöðuna. Þetta hefði verið til mikilla hagsbóta fyrir íbúana sem hefðu haldið fleiri læknum og öðru starfsfólki á svæðinu. Þannig yrði mannað og unnt að taka neyðartilvik. Nóg vældi þetta vinstri sinnaða fólk yfir því þegar átti að nýta ónýttan tíma á skurðstofum Suðurnesja um að það væri verið að taka þjónustu frá íbúum. Þau eru staðráðin í að draga úr atvinnumöguleikum á Suðurnesjum.

Ég skil engan veginn þessa áráttu vinstri manna að ekki megi skapa tekjur í heilbrigðiskerfinu heldur eingöngu líta á það sem kostnað og ótrúleg sú viska að betra sé að loka frábærum skurðstofum en nýta þær til tekjuaukningar og niðurgreiðslu á annarri starfsemi.

Ég er ansi hrædd um að nú springi Suðurnesjamenn. Svandís og félagar eru greinilega með byggðarlagið sem rauða dulu fyrir þessu heimska nauti.

Er ekki kominn tími á að fara að henda þessu fólki út úr Stjórnarráðinu?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2010 kl. 19:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt sem þú segir, Adda, alveg er með ólíkindum, að neita að leigja út skurðstofurnar, þegar ekki er verið að nota þær í almannaþjónustuna og skapa þannig bæði tekjur fyrir sjúkrahúsið og gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.

Þessi þröngsýni verður til þess, að byggð verða ný sjúkrahús til að sinna erlendu sjúklingunum, en ríkissjúkrahúsin standa lítið notuð, vítt og breitt um landið.

Á Suðurnesjum er góð skurðstofa, sem allt útlit er nú fyrir að verði lítið, sem ekkert notuð, vegna meinloku vinstri manna um hvernig eigi að reka heilbrigðisþjónustu, þ.e með því að skerða hana á öllum sviðum, frekar en að nýta þá tekjumöguleika, sem fyrir hendi eru.

Auðvitað er kominn tími til að losna við þessa ólánsríkisstjórn, sem illu heilli komst til valda með potta- og pönnuglamri.  Síðan hefur hún bara glamrað.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2010 kl. 19:25

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Aðalmálið er að þessi ríkisstjórn getur ekki séð nema aukaatriði. Þau sjá ekki aðalatriðin sem blasa fyrir framan þau.

Þessi ákvörðun ráðherra er áminning til allra þeirra sveitastjórna, sem hafa látið einkaaðila borga fyrir skipulagsvinnu til að koma málefnum sínum í löglegan farveg.  Geta einkaaðilar farið fram á endurgreiðslu á kostnaði sínum vegna skipulagsvinnu sem þeir hafa greitt, og verið skilt að greiða vegna erinda sinna? Hafa sveitafélögin ráð á endurgreiðslum, ef almenn krafa kemur fram? 

Eggert Guðmundsson, 1.2.2010 kl. 20:01

8 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég er svo sammála þér Axel Jóhann og það er með ólíkindum að þessi arfa vitlausa ríkisstjórn geti glamrað áfram.

Það var ekki hægt að koma þessari náttúruverndaráætlun 2009 - 2013 í gegn vegna þess hversu mikil mistök voru gerð hjá nefndinni. Ekki var kallaður til einn hagsmunaraðili fyrir nefndina og eins voru ekki Náttúrustofur Íslands hafðar með í ráðum...

Það er auðvitað búið að malla inn í frumvarpið kommúnískri eignarupptöku að hætti þessarar ríkisstjórnar og með ólíkindum hvað þetta fær að viðgangast.

Svo var ekki hægt að slá þessari umræðu á frest til þess að hleypa að umræðu um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja? Ríkisstjórnin hefur bara komið með tillögur þess til ætlaðar að hleypa skuldurum í þrot á lengri tíma en hafa gjaldþrotið gulltryggt..

Ríkisstjórnin er vond..

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 1.2.2010 kl. 23:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir í þessari frétt frá því, að búið var að endurgreiða Landsvirkjun kostnaðinn við skipulagið, þannig að rök Svandísar fyrir synjuninni standast ekki á nokkurn hátt.

Eins og sagt er um aðra síbrotamenn, þá lýsir þetta mjög staðföstum brotavilja Svandísar.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 00:30

10 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það er gaman af því hvað þið teljið þetta vera góð vinnubrögð Flóahrepps láta álóða hrunamenn í Landsvirkjun bera á sig. Gallinn er hinsvegar hrunaflokkarnir keyrðu orkufyrirækin okkar í út í skurð. HS er í eigu útlendinga, OR gæti mögulega fylgt enda stórskuldugt eftir óráðsíu hrunaflokkana.

Landsvirkjun þarf endurfjármagna 130 milljarða á næstu árum annars gjaldfellur það. Þar með hljóta menn halda aftur af Stalínismanum og einbeita sér endurfjármögnun enda skuldar LV 380 milljarða og eigið ekki nema 50 milljarðar. Þessi fimm ára áætlun álversuppbyggingar Samorku er alvitlausasta sem opinber fyritæki hafa lagst í.

Við getum ekki haldið áfram skuldsettningu orkufyritækjana enda ótækt vera með 600 milljarða skuldir vegna þeirra þegar. Einnig verður það ekki mögulegt fyrir þau fleiri lán. Því kostnaðurinn lyggur á 500 milljörðum vegna fyrirhugaðra álvera.

Þessi undarlega blanda hrunaflokkana af nýfrjálshyggju og Stalínisma leiddi til hrunsins og ef við höldum áfram slíkum vinnubrögðum þá missum við orkufyrirtækin og okkar líkt sjallar gerðu á suðurnesjum.

Andrés Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 03:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fimmtíu milljarða eigið fé Landsvirkjunar getur vel talist viðunandi og skuldir upp á 380 milljarða segja ekki alla söguna, ef sölusamningar til langs tíma standa vel undir þeim.  Skuldir vegna Búrfellsvirkjunar eru löngu uppgreiddar af sölutekjum til álversins í Straumsvík einum saman.  Yfirleitt standa samningar á móti skuldum Landsvirkjunar, þannig að ekki er ástæða til að reikna með að þessar skuldir séu vel viðráðanlegar.

Í flestum, eða öllum tilfellum er ekki ráðist í virkjanir, nema orkusölusamningar liggji fyrir, þannig að áhættan af virkjunum er lítil.

Svona blint ofstæki, sem lýsir sér í skrifum Andrésar, segir ekkert um orkunýtingu, stjórnmálaflokka, eða kosti og ókosti þess, að erlendir aðilar séu komnir inn í HS.  Það er erfitt að standa í orðaskaki við ofsatrúarmenn, á hvaða sviði sem er.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 08:40

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona átti setningin auðvitað að vera:  "Yfirleitt standa samningar á móti skuldum Landsvirkjunar, þannig að ástæða er til að reikna með, að þessar skuldir séu vel viðráðanlegar."

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband