Hræddur, fyrir sína hönd og vina sinna

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, leggur mikla áherslu á, að allir sem nefndir eru á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, eigi andmælarétt og sinni nefndin því ekki, teljist niðurstaða nefndarinnar ógild.

Sigurður G. sat í stjórn Glitnis við hrunið,  og er því orðinn hræddur um niðurstöðu nefndarinnar, varðandi sjálfan sig og Baugsliðið, sem var aðaleigandi bankans og raunar fjarstýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, eins og starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar vitnar um, en hann var gerður milli Bjarna og Jóns Ásgeirs, en ekki stjórnar bankans, eins og eðlilegt hefði verið.

Því nær sem dregur útkomu skýrslunnar, því meiri taugaveiklunar gætir hjá ýmsum aðilum, bæði innan banka- og útrásarmafíunnar, stjórnmálamanna og ýmissa embættismanna.  Steingrímur J. ætlar að reyna að nota frestun skýrslunnar til þess að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave þrælalögin um óákveðinn tíma, því úrslit hennar hræðist hann meira en nokkuð annað.  Meira að segja heimsendirinn, sem hann hefur boðað, getur vel beðið í nokkrar vikur, ef mögulegt væri að nota skýrsluna til þess að snúa einhverjum, sem annars ætlar að greiða atkvæði gegn lögunum.

Auðvitað þarf ekki að fresta atkvæðagreiðslunni skýrslunnar vegna, því það liggur ljóst fyrir, um hvað á að kjósa og kemur skýrslunni ekkert við, né hvers vegna þjóðin ætti að taka á sig skattaánauð fyrir Breta og Hollendinga, án nokkurrar lagastoðar.

Ef stjórnvöld eru hrædd um að birting skýrslunnar trufli atkvæðagreiðsluna, þá á einfaldlega að fresta útkomu hennar fram í miðjan mars, ekki síst ef eitthvað skortir á andmælarétt Sigurðar G. og vina hans. 

Svo einfalt er það nú.


mbl.is Allir hafa andmælarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Já Sigurðu G og lakæjar eru einhverjir verstu óvinir þjóðarinnar, hann kemur fram fyrir hönd þeiurra sem tefja og spilla fyrir uppgjöri þessa myrka kafla í sögu þjóðarinnar.

Og virkilega vel gert hjá þér að nota svo tækifærið til að koma skoti á blakmanninn ógæfusama, einn af fáum valdamönnum þjóðarinnar sem ekki tóku virkann þátt í þessari vit/siðleysu.

En sammála get ég verið þér um að það á ekkert að hafa á hrif á frekari tafir þessarar skýrslu hvort kosning í Icesave sé á næsta leyti eða ekki, þó að reyndar geti upplýsingar sem í henni leynast sveiflað fólki til í  skoðanamyndun og jafnvel sannfært þá endemis vitleysingja sem trúa því að við séum ekki að fara að borga eða að fara einhverja dómstólaleið í því annars litla máli þegar á heildarvanda okkar íslendinga er litið.

Nú heyrði ég til dæmis í morgun að vextir sem ríkinu bjóðast til lántöku hafa hækkað um 4% síðan Óli sagði nei(úr 2% í rúm 6%), hvað heldurðu að það þýði fyrir þau gríðarstóru lán sem við þurfum að taka nú í framhaldinu einsog AGS lánin og ekki síst hrikalega stórar afborganir seðlabankans á næsta ári?

En vandamálið sem við stöndum raunverulega í er að hópur klókustu manna landsins vinnur hörðum höndum gegn því að hér verði eitt neitt upplýst, með Sigurð G fremstann meðal jafningja því þar fer einn klókasti og kraftmesti maður landsins því miður.

Og vinir þínir í Hádegismóum fylgja þar fast á eftir, hverra hagur er það sem setur þessa ofuráherslu á Icesave? Það er hagur gömlu valdablokkarinnar í FLokknum sem má ekki til þess hugsa að afglöp þeirra verði staðfest með þessum hætti.  Þetta fjármagna þeir með fé útgerðargarkanna okkar og mæla þeirra tungu gegn þjóðarhag.

Nú síðast orð aFriðriks J. Arngrímssonar, "þegar sjávarútvegurinn gegnur vel gengur þjóðinni vel", sem er SVO rangt sem mest gæti verið þarsem þjóðinni gékk víst rosa vel þegar sjávarútvegurinn gékk að sér nærri dauðum og nú þegar þjóðarbúið er gjaldþrota þá moka menn inn fé í sjávarútvegi.

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála þér Axel.  Ég bloggaði einmitt um þetta í gær.   Þjóðaratkvæðagreiðslunni þarf ekki að fresta vegna þessa máls.  Hins vegar breytir ekki öllu hvort birting skýrslunnar dregst um fáeina daga eða ekki.  Steingrímur Joð er hins vegar logandi hræddur við niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.  Merkilegt er að hann taldi enga ástæðu til frestunar á atkvæðagreiðslu um lögin í þinginu þó að skýrsla rannsóknarnefndarinnar væri ekki komin fram.  Rökin hans eru því í besta falli hlægileg.   Eins er farið að fara um samstarfsflokk Steingríms í ríkisstjórninni varðandi útkomu skýrslunnar, því ráðherrar Samfylkingar munu varla fá góða einkunn þar.

Jón Óskarsson, 27.1.2010 kl. 11:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst Már, skuldatryggingarálagið, sem hefur farið hækkandi undanfarið, hefur ekki áhrif á lánin frá AGS, Norðulöndunum og Póllandi, þar sem kjörin á þeim lánum eru sérstaklega umsamin og ekki háð sveiflum á þessu álagi.  Ef það lækkar ekki fram á næsta ár, þá gæti það hins vegar haft veruleg áhrif á þau lán, sem ríkissjóður og fleiri, þurfa að endurfjármagna.

Auðvitað er Icesave skuldabagginn alvarlegt mál, sem "vinir" mínir í Hádegismóum hafa áhyggjur af, eins og meirihluti þjóðarinnar.

Það er alveg rétt hjá Friðrik Arngrímssyni, að þjóðinni gengur vel, þegar sjávarútveginum gengur vel.  Ekkert er að marka árin frá 2005 - 2007. því á þeim árum lifði þjóðin á gúmmítékkum og erlendum lánum, á meðan sjávarútvegurinn þjáðist.  Nú þjáist þjóðin, en sjávarútvegurinn gengu vel og það mun verða hann, ásamt álinu og ferðaiðnaðinum, sem mun lina þær þjáningar, eftir því sem hægt verður, því ekki höfum við neitt annað til þess, en útflutningsgreinarnar.

Jón, auðvitað eru rök Steingríms J. fyrir frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hlægileg, því hvers vegna ætti þjóðin ekki að geta haft skoðun á málinu, án skýrslunnar, því ekki vafðist fyrir Steingrími sjálfum að mynda sér sína skoðun, strax í fyrravor, þegar nefndin var rétt að komast í gang með sína vinnu og enginn hafði hugmynd um, að hverju hún kæmist.

Steingrímur hefur oft boðað þjóðinni eilífan frostavetur, ef samþykkt ánauðarsamningsins drægist um einhverja daga.  Nú virðist ekki liggja eins mikið á og áður.  Hvers vegna skyldi það vera?

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 12:25

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ætlarðu að komast undan mestu hörmungarárum þjóðveldisins með "ekkert að marka" rökum? Finnst þér það ekkert ódýrt?

Og þó rétt sé að ferðaiðnaðurinn, álið og sjávarútvegurinn séu okkar sterkustu vígi í dag tel ég okkur ekki verða að vera svo einhæf og þröngsýn, auk þess er menningar og listaiðnaðurinn ein vanmetnasta og arðbærasta markaðssetnig þjóðarinnar og tekjulind að auki.

Auk þess hefur nú sannast á síðustu mánuðum og síðast í fyrradag að kvótakóngunum er ekki treystandi svo illa hafa þeir hegðað sér í aflandskrónuviðskiptum og fjársvikum við almenning á örlagatímum, auk þess aðvita greinilega lítið í sinn haus einsog þingmaðurinn Ásbjörn hefur sannað.

Auk þess erum við ekkert að deila um hvort borga skuli eður ei, það er heimska að trúa því, við erum að rífast um þessa vexti, það er allt og sumt. Sem gerir málið svo mikið minna en menn eru að tala um, ekki kannski neitt smámál en afar lítið í samanburði við vandamálin sem ekkert gerist í, að hluta vegna vanhæfni sitjandi ríkisstjórnar og að hluta vegna rykskýs sem markaðsmógúlar virðast hafa þyrlað upp í augu landsmanna og þessir ofurandstæðingar Icesave á hægri væng gömlu blokkar Sjálfstæðisflokksins.

Við höfum margt annað Axel ekki gera lítið úr okkur, þó að staðsetning okkar hafi gert okkur veiðilendur og vatnsfallsorkuparadís auk þess að skapa okkur vinsældir sem áfangastaðr ferðamanna þarsem vaxtarmöguleikarnair eru enn fyrir hendi þá gerum við nú annað og án okkar frábæra listafólks væru nú afar fáir sem vissu eitthvað um þetta litla land í heiminum, nú síðast í gær þarsem heimsþekktur leikar mætti á rauðann dregil með Skjaldarmerkið á húfunni sinni.

Við getum margt, bara ekki að fara með peninga.

En takk fyrir góð svör ávallt og rólyndi, þú ert vænn maður og kurteis þó ekki séum við ávallt sammála.

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, ekki skil ég meininguna í fyrstu setningunni  í þessari síðari athugasemd.

Hvað telur þú að útflutnigstekjur þjóðarinnar af menningar- listiðnaðinum séru miklar í prósentum á móti gjaldeyristekjunum af sjávarútvegi, áli og ferðaiðnaði?  Auðvitað beina frægir listamenn augum margra að landinu, en ef það skilar ferðamönnum hingað, telst það með tekjum af ferðaiðnaði, en ég er að tala um beinharðar gjaldeyristekjur af menningar- og listiðnaði.

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 12:56

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Vextir eru ekki neitt "smámál".   Vextir sem jafngilda heilu "hátæknisjúkrahúsi" á ári og við höfum ekki haft efni á að byggja í fjölda ára eru í mínum huga engin "smátala".  Hvert prósentustig í lækkun vegur þungt.   Það kom fram í vikunni í viðtali við Kristinn H. Gunnarsson,  f.v. þingmann margra flokka, að vaxtaálagið sem Bretar leggja á okkur sé 1,25%.  Ef það tækist að semja þetta álag burt, þá myndu vextirnir á þessari "meintu" skuld okkar lækka um 22,5% og munar um minna.

Jón Óskarsson, 27.1.2010 kl. 13:21

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Vaxtaálag ríkisins núna er rúm 6%.....takk fyrir að benda á það Jón.

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 13:42

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú skorast undan árunum 2005-2007 þarsem ekkert sé að marka þau, það var einmitt þá sem útgerðarkóngarnir fóru mikinn í að rústa hagkerfi þessa lands algjörlega með eign okkar allara að veði.

Það er meiningin með þessari fyrstu setningu.

Hvað útflutningstekju í menningu og listum er það vel spurt því að við því er til eitt og annað loðið svar einsog meistarinn kvað, en landkynning okkar í nafni tónlistar-, kvikmynda- og myndlistamanna er ómetanleg.

Björk ein og sér hefur séð til þess að margfalt fleiri og mikið víðar en fyrr vita hvað og hvar Ísland er og hvað það stendur fyrir, það má til gamans spyrja þig: Hver er mest seldi karlsöngvari Íslandssögunnar?

Sigurrós hefur bætt um betur, Erró er búinn að vera lengi að, Laxnes, Ólafur Elíasson, Ragnar Kjartansson, Barði Jóhannsson og meira að segja Friðrik Þór.

Þú getur svo lagt CCP í púkkið þarsem þeirra "iðnaður" er að mestu borinn uppi af listamenntuðu fólki og afurðin umdeilanlega menningar og listaverk án hráefniskostnaðar með tilheyrandi náttúruröskun í öðrum hráefnis og orkufrekum iðnaði.

Hvernig líst þér á að leggja áherslu á greinar þarsem takmarkanir eru engar af náttúrunnar hendi og hráefnið ekki eign neins(er jafnvel í huga fólks)?

Því miður vita fleiri hver Eiður Smári er en allt handknattleikslandsliðið samanlegt þarsem næstum engin stundar né horfir á handbolta í heiminum sem sést best á tómum höllum á EM í Austurríki.

En jú við öllum þessum spurningum er til eitt og annað loðið svar.   ;)

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 13:55

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björk er vel þekkt um allan heim, en hvað skila sér miklar tekjur af hennar plötusölu í íslenska þjóðarbúið?  Sama má segja um alla aðra íslenska listamenn, sem selja eitthvað á erlendri grund.  Þeir eru yfirleitt gefnir út af erlendum fyrirtækjum og sáralítil af tekjunum skilar sér, sem gjaldeyrir til landsins.  Hráefni sem er einungis í huga fólks, skilar sér yfirleitt ekki í neinu, nema hungri.

Varðandi skilningsleysið á fyrstu setningunni, þá skil ég útskýringuna enn minna.  Hvernig rústuðu útgerðarkóngarnir hagkerfi landsins með kvótanum?  Voru það ekki aðallega banka- og útrásarkaupmenn, sem rústuðu efnahafslífinu og það algerlega kvótalaust?

Sjávarútvegurinn átti nóg með sig á þessum árum og kom lítið við sögu í útrásinni, sem þá var í "tísku".

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 15:03

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Stærstu hluthafar og fjárfestar í bönkunum og í raun hið eina "raunverulega fé" sem þar var áferðinni kom frá mönnum í sjávarútvegi ss. Samherjamenn í Glitni sem eiga einmitt þennan hér miðil í dag.

Veðsettur kvóti var notaður til fjárfestingar í bönkum, einsog sést á yfirheyrslum dagsins.

Nú þekki ég til fólks sem lifir á eigin hugmyndum, og það bara frekar vel, ég aftur á móti er nær þér þarsem ég er kokkur og þarf hráefni til minnar vinnu svo ég skil þig á vissann hátt en þó að okkur hafi ekki tekist þetta eða skiljum það ekki er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt er það? Það væri nú hrokafullt að halda því fram.

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 18:42

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, aldrei hef ég haldið því fram, að fólk geti ekki lifað á eigin hugmyndum og það vel.  Þjóðarbúið sem slíkt lifir hinsvegar ekki á neinu öðru en framleiðslu, annaðhvort vörum til útflutnings, eða vörum sem spara innflutning.  Þjóðin þarf á vörum að halda, ekki bara hugmyndum.

Það er ekki þar með sagt, að allir muni vinna við framleislustörf, það þarf líka að sinna þjónustu á öllum sviðum og svo auðvitað menningu og listum. 

Þeir aðilar, sem tengjast sjávarútvegi og létu glepjast af "nýja hagkerfinu" hafa tapað öllu, sem þeir lögðu í það og eru nú að súpa seiðið af því, eins og aðrir, sem létu þetta rugl gabba sig.  Það voru hins aðrir sem stjórnuðu "nýja hagkerfinu" og settu að lokum þjóðarbúið í þrot.

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 19:25

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú ert flottur Axel, enda með mottu....takk í bili.

Kv Gústi    ;)

Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband