Þvílíkt lið - Þvílíkur leikur

Æsispennandi leik Íslendinga og Króata var að ljúka og spenningurinn var slíkur, að jöfnuður er ekki kominn á sálartetrið ennþá.

Baráttan var ótrúleg á báða bóga og bæði lið stóðu sig stórkostlega í þessum ótrúlega baráttuleik, sem því miður fyrir Ísland, endaði með jafntefli.

Síðustu tíu mínútur leiksins virtust tékknesku dómararnir dæma Króötunum einum of oft í vil og ekki alveg útilokað að dómgæslan hafi kostað Íslendinga sigurinn.

Ekki þýðir þó að gráta það, næsti leikur verður við Rússa og sá leikur mun og verður að vinnast.

Strákunum okkar er vel treystandi til þess, eins og liðið er stemmt þessa dagana.


mbl.is Jafntefli gegn Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvernig væri að stytta handboltaleiki um ca. 5 mínútur svo að Ísland eigi séns á að vinna þar sem liðið virðist bara hafa úthald í 55 mínútur en ekki 60?

corvus corax, 25.1.2010 kl. 16:53

2 identicon

Íslendingar voru betra liðið .Þetta var bara skammarlegt " peningaspil " Króata .Tékkum örugglega mútað .Dómurunum .....

Kristín (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:00

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta var fáránleg dómgæsla og fáheyrt að annað liðið fái á sig 6 brottvísanir og hitt liðið aðeins eina brottvísun(sami aðilinn útaf 3svar og fékk rautt) og Ivano Balic fékk að komast upp með fáránlegustu brot, er vægt tekið á honum vegna þess að hann hefur 2svar verið valinn bestihandknattleiksmaður heims ? óþolandi ! hann tók 5 skref og fékk dæmt aukakast sem dæmi, þeir fengu að hanga á boltanum en góðu hófi gegnir undir lokin, hvaða andskotans rugl dómgæsla er þetta !.

Sævar Einarsson, 25.1.2010 kl. 17:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður varð hálf smeykur, strax fyrir leik, þegar það var tilkynnt, að tékkneskir dómarar myndu dæma leikinn. 

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband