Nefndin fái þann tíma sem hún þarf

Fram er komið frá Rannsóknarnefnd Alþingis, að hún þurfi lengri tíma til þess að ljúka við skýrslu sína um aðdraganda bankahrunsins og þeirra spillingarmála, sem á borð hennar hafa ratað á rannsóknartímanum.

Ummæli Tryggna Gunnarssonar, nefndarmanns, um að það sem hann hafi kynnst í starfi sínu við rannsóknina sé það versta, sem hann hafi séð á sínum rannsóknaraferli, gefur ýmislegt miður gott til kynna um efnið.  Eftir því sem hann segir sjálfur, þá hafi hann "oft verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“

Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, sagði á blaðamannafundinum í morgun:  "Að þau vandamál sem við erum að kryfja og gera þjóðinni grein fyrir skuli vera stærri og umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi er ekki á ábyrgð nefndarinnar. Þetta er vandamál okkar allra. Ég bið því bæðí þing og þjóð, að sýna okkur biðlund og veita okkur færi á að ganga frá skýrslunni.“ 

Ekki er nema sjálfsagt, að gefa nefndinni allan þann tíma, sem hún þarf, til að ljúka rannsókn sinni og frágangi skýrslunnar, sem mun væntanlega verða um 2.000 blaðsíður, áður en yfir lýkur.

Aðalatriðið er, að rannsóknin verði sem mest tæmandi um þá spillingu sem grasseraði í þjóðfélaginu á þessum tíma og hverjir bera þar ábyrgð.

Það er það, sem máli skiptir, vegna þeirrar hreinsunar, sem fram þarf að fara vegna fortíðarinnar og uppbyggingarinnar í kjölfarið.


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Í lok febrúar þegar nefndin þykist ætla að skila skýrslunni verða komnar nýjar afsakanir fyrir enn frekari töfum. Það stendur hvorki til að ljúka skýrslunni eða birta hana almenningi þar sem upplýsingar hennar koma við of marga gæðinga ríkisins og ættingja þeirra sem þar ráða. Þeir sem trúa öðru eru bara kjánar.

corvus corax, 25.1.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel: það eru bara kokhreysti í þér. Ekki slæmt frá manni sem stutt hefur hrunflokkinn, þar sem upphaf spillingarinnar á sér allar rætur.

hilmar jónsson, 25.1.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða kokhreysti ert þú að tala um, Hilmar?  Upphaf spillingarinnar á ekki rætur að rekja til stjórnmálaflokka, heldur banka- og útrásarglæpamanna.  Vel má vera, að eftirlitsaðilar og stjórnvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu, hvað eftirlit varðaði og þá kemur það vonandi í ljós í skýrslunni.  Ekki skulum við heldur gleyma með hverjum almennigsálitið stóð á þessum tíma, sem gerði stjórnvöldum lífið ekki léttara.  Við skulum ekki heldur gleyma Baugsmálinu fyrsta, en þar sameinuðust nánast öll lögfræðinga- og endurskoðendastétt landsins í vörninni fyrir feðgana, dyggilega studdar af fólkinu í landinu, sem þá elskaði Baugsfeðga.

Í þessum anda hef ég bloggað frá fyrstu tíð, svo endilega bentu mér á kokhreystina, sem þú talar um núna.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það sem kallar á sterk viðbrögð Tryggva Gunnarssonar hefur þegar framkallað hneykslun og reiði meðal annarra borgara þessa lands. Allar frásagnirnar af ofurlaunum, þotum og snekkjum eru þegar komnar upp á yfirborðið.

Tugmilljóna launakröfur í þrotabú bankanna hafa líka komið ónotalega við venjulegt fólk, þar sem þar er gjarnan um að ræða launauppbætur sem menn töldu sig eiga von á fyrir góðan árangur. Ég segi ekki að ég hafi verið gráti nær eins og Tryggvi, en manni er ekki sama.

Ég reikna heldur ekki með að skýrslan verði neinn sérstakur áfellisdómur yfir einum stjórnmálaflokki öðrum fremur. Það er einna helst að núverandi vinstri-grænir forðist það að slá sér á brjóst fyrir aukið viðskiptafrelsi með EES-samningnum og einkavæðingu bankanna. Aukið svigrúm athafnamanna sem af því leiddi skiptir ekki minnstu máli þegar skoða á bakgrunn efnahagsþenslunnar og hrunsins.

Við höfum nú þegar fengið smjörþefinn af því sem nefnt hefur verið græðgivæðing og gjarnan kennd við árið 2007.  Það er því varla nokkuð sem getur komið manni á óvart úr þessu, nema kannski að maður frétti af Steingrími Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni á villisvínaveiðum með Bónusfeðgum í Bratislava

Flosi Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband