Ákærurnar standa óhaggaðar

Þrátt fyrir þann klaufaskap Valtýs Sigurðssonar, ríkissaksóknara, að víkja ekki sæti stax, sem saksóknari í málinu gegn óþjóðalýðnum, sem réðst inn í Alþingi, með ofbeldi, í október 2008, standa ákærurnar fyrir sínu og málið fer fyrir dóm, þó Valtýr hafi dregið sitt bréf til baka frá Héraðsdómi.

Lára V. Júlíusdóttir hefur verið skipaður saksóknari í málinu og mun vafalaust ákæra að nýju, enda um mjög alvarleg afbrot að ræða, hjá þessum hópi misindisfólks, sem bæði truflaði störf Alþingis og slasaði þingverði og lögregluþjóna.

Ekki er með nokkru móti hægt að láta eins og ekkert sé, þegar svo alvarleg afbrot eru framin og furðulegt af fólki, að tala um að forgangsröðun sé ekki rétt, fyrst ekki sé búið að ákæra og dæma aðra glæpamenn.

Glæpir annarra réttlæta ekki framferði þessa hóps og verður hann að standa reikningsskap gerða sinna, eins og aðrir, sem fremja glæpi í landinu.


mbl.is Lára settur ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

viltu ekki hafa þig hægan væni?

Kynntu þér málið án æsifréttamennsku fjölmiðla, og farðu hægt í að kalla fólk sem þú þekkir ekki, misindisfólk og óþjóðalýð....hvern fjandann hefur þú gert til að reyna að spyrna við fótum, annað en að sitja heima og væla?

Haraldur Davíðsson, 25.1.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væl veldur engum meiðslum eða örkuml.  Þar liggur munurinn, þeir sem væla fá enga dóma, en hinir sem slasa fólk, taka afleiðingum þess.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2010 kl. 18:49

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Klaufaskap?

Sigurður Hrellir, 25.1.2010 kl. 19:17

4 identicon

Elsku besti

Ég veit að þú meinar það ekki en þú hljómar eins og rasisti.

Þér finnst eflaust réttlátt að þetta fólk fái að lágmarki eitt ár í fangelsi eins og þessi lög um árás á alþingi segja til um.

Þú ert vel siðblindur ef þú stendur við það. Það er meiri refsing en gengur og gerist þegar um nauðganir er um að ræða.

Hugsaðu ráð þitt.

Mér bara blöskrar svona tal.

bestu kveðjur

einar

Einar T (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:55

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er búið að afturkalla kærurnar. Nýji saksónarinn verður að meta allt málið að nýju. Líka hvort eða hverjir verða ákærðir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2010 kl. 20:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta einhver nútímatúlkun á rasisma og siðblindu?  Ekki hafa verið kveðnir upp neinir dómar ennþá og allra síst verða þeir kveðnir upp af dómstóli götunnar. 

Það verður hlutvert dómstólanna að ákveða hvort þessi lagagrein á við, eða einhver önnur.  Kannski veruður sýknað vegna árásarinnar á friðhelgi Alþingis, en dæmt vegna líkamsmeiðinganna.  Kannski verður sýknað af öllum ákæruliðum.  Á móti getur líka verið að sakfellt verði að öllu leyti, samkvæmt ákæru.

Um þetta verður ekkert sagt, fyrr en lögspekingar dómstólanna hafa fjallað um málið. 

Það er einkennileg túlkun á rasisma og siðblindu, að fólk skuli vilja að lög séu haldin í landinu og fá úrskurð um, hvort svo hafi verið gert eða ekki.  Að slasa fólk, hefur verið saknæmt hér á landi, fram að þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2010 kl. 20:11

7 identicon

Vonandi verður farið að lögum og þeir sem brutu af sér í þessu máli gjaldi gjörða sinna. Enda frömdu þeir sem kærðir voru í þessu máli alvarleg lögbrot, brot gegn hegningarlögum. Af hverju ætti þetta fólk að fá að sleppa? Af því að það voru aðrir sem frömdu mun alvarlegri verknaði sem varð til þess að efnahagur þessa lands hrundi? Spurning um forgangsröðun? Það er ekki hlutverk Ríkissaksóknara að höfða mál þegar efnahagsbrot eru framin, heldur getur hann höfðað mál þegar ákveðin ákvæði almennra hegningarlaga eru brotin. Lögreglan rannsakar þau mál sem upp koma hverju sinni. Þarna varð fólk sem var einfaldlega að sinna starfi sínu fyrir fólskulegri áras og hlutu sumir örorku! Auðvita eiga þeir sem ruddust þarna inn og sköðuðu starfsfólks þingsins og lögreglu að taka afleiðingum gjörða sinna.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 21:20

8 identicon

Sæll Axel

Það er ljóst á þínu svari að það var rétt að þú meintir ekkert illt með þessari færslu.

Þrískipt vald sér um að svona lagað gerist ekki víðsvegar um evrópu. Nóg eru þó vandræðin þar.

Málið er að dómsmálaráðherrar hafa valið hvern einasta dómara til starfa hér á klakanum og nú hef ég grun um að þeir séu í mikilli vörn fyrir þá sem réðu þá til starfa á sínum tíma. Ég er samt sem áður alls ekki að segja að þetta sé ekki hið besta fólk. Bara mjög litað af því sem hefur viðgengist.

Lögspekingar dómstólanna, eins og þú kallar þá, eru bara ekki hlutlausir... því miður.

Þegar þú talar um að fólk hafi verið slasað... ertu þá að vitna í 8% andlegu örorku mágkonu ríkissaksóknara?

Með kærri kveðjur

einar t 

Einar T (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:21

9 identicon

Sæll aftur... þetta er orðið vandræðalegt.... ég var að rífa kjaft á annari síðu og kona nafni Patricia leiðrétti mig og sagði:

"Það fékk engin metna 8% andlega örörku, heldur 8% varanlega örörku vegna meiðsla á hægra þumli og hægra hné. Það er auk þess ekki mágkona ríkissaknsóknara sem hlaut þessi meiðsl heldur maður að nafni Kristinn Pedersen og hann fer ekki fram á skaðabætur vegna atviksins"

Ég er farinn að vera ansi öfgafullur í þessu öllu saman.... bara svekktur að svona sé réttarkerfið okkar... og fer yfir strikið... það sama mun gerast fyrir fólk þegar þau eru rukkuð fyrir lánin sem þau tóku í góðri trú og á öðrum forsendum en nú kemur á daginn

kveðja

e

Einar T (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dómarar dæma eingöngu eftir bókstaf laganna og engu öðru.  Persónulegar skoðanir þeirra á málum koma þar ekkert inn í.

Andleg örorka er hreint ekkert betri en líkamleg.  Reyndar voru það tveir starfsmenn þingsins, sem slösuðust og tveir lögregluþjónar.

Dómstóllinn mun væntanlega skera úr um alvarleika meiðslanna, eins og annars, sem líklegt er að ákært verði fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2010 kl. 23:38

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað finnst þér þá Axel, um að ekki er hægt að kæra einstaka lögreglumenn fyrir ofbeldisbrot í starfi? Einkennisklæddir án nafns og númers?

Og lögreglu skal kæra til lögreglu.....amk 4 aðilar voru, í janúar-óeirðunum, beinbrotnir, tennur brotnar, limir úr lið.....en ekki einn einasti lögreglumaður hefur verið svo mikið sem ávíttur.

Eitt dæmi stendur uppúr, eldri maður sem stóð einn á Austurvelli var handleggsbrotinn með kylfuhöggi sem beint var að höfði hans...hann reyndi að kæra, en það er ekki hægt!

Hvað finnst þér um réttarkerfið í því samhengi?

Haraldur Davíðsson, 26.1.2010 kl. 15:16

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þegar lögreglan þarf að verja hendur sínar gegn ofbeldisseggjum, þá geta, eðli málsins samkvæmt, einhverjir fengið pústra.  Óróaseggirnir geta í flestum tilfellum sjálfum sér um kennt.  Ekki veit ég um þennan "blásaklausa" eldri mann, en finnst sagan ekki mjög trúleg.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2010 kl. 16:43

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Varst þú á Austurvelli fyrir ári síðan? Varðstu vitni að atburðum þar?

Þú hefur þá væntanlega heldur ekki fylgst með fréttum á þeim tíma?

Þessi ótrúverða saga var nú samt frétt í sjónvarpinu, þar sem rætt var við bæði við þennan BLÁSAKLAUSA eldri mann og son hans. Þessi maður stóð einn aðgerðarlaus, þegar óeirðadeildin lét til skarar skríða, og ég get sagt þér að það sem maður sá til þeirra var þannig að ég fékk sjokk, og kalla ekki allt ömmu mína. Ég hefði líklega ekki trúað því að óreyndu.

Ég horfði á tvo lögreglumenn berja táning í götuna með kylfunum, og höggin dundu jafnt á höfði sem búk....sá var aðeins að reyna að forða sér undan, en var eltur og laminn niður aftan frá....

Lögreglan tók jafnframt höndum unglinga undir lögaldri, 11-16 ára, og geymdu börnin handjárnuð, sitjandi á gólfinu í bílageymslu  Alþingishússins, og sinntu ekki þeirri reglu að láta forráðamenn vita eða barnavernd, og neituðu svo foreldrum að tala við börn sín. Að minnsta kosti eitt barnanna fékk ekki að nota salerni og þurfti því að gera í buxurnar.

Það gerðist margt ljótt þessa daga og nætur, en það er algjörlega fráleitt af þér að ætla að lögreglan eigi aldrei upptökin, eða þverbrjóti allar reglur á almenningi. Þú mátt heldur ekki gleyma að þetta fólk sem hefur haft sig hvað mest í frammi gagnvart yfirvöldum, er sama fólkið og myndaði skjaldborg um lögregluna við Stjórnarráðið, nóttina sem allt ætlaði um koll að keyra. Framganga lögreglu er alltaf opin fyrir gagnrýni, og ég neita að trúa að þú sért ósammála því.

Hér er til dæmis ekkert óháð innra eftirlit, sem er auðvitað fráleit staða, og í ofanálag við það hefur samfélagið okkar ekkert að gera með vitleysu eins og þá, að ekki megi segja frá ofbeldi lögreglu og lögbrotum.

Ég tek skýrt fram, að langflestir stóðu lögreglumenn sig með prýði við erfiðar aðstæður, en þeir sem óðu uppi með ofbeldi og yfirgangi, eru hinum til skammar, og blettur á embætti sem ég og þú eigum, við eigum einnig kröfu á að alltaf sé hvítskúrað fyrir þeirra dyrum.

Dæmin sanna að þeir eru mannlegir eins og aðrir, misstíga sig eins og aðrir, og eiga að sæta ábyrgð gjörða sinna eins og aðrir.

Haraldur Davíðsson, 27.1.2010 kl. 00:13

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ætlarðu bara að kalla mig lygara...en ekki að svara mér?

Varst þú á Austurvelli dagana 19-23 jan í fyrra?

Haraldur Davíðsson, 29.1.2010 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband