Hriktir í öfgasinnuðum andstæðingum D-listans

Nú þegar prófkjör D-listans fer fram, hriktir illilega í nokkrum öfgafullum andstæðingum hans hér á blogginu.  Það verður að teljast merkilegt að slíkir nöldrarar skuli ekki geta setið á sér og látið í friði prófkjör flokka, sem þeir styðja greinilega ekki.

Þetta er álíka fáráðlegt, eins og Sjálfstæðismenn færu að ryðjast fram á ritvöllinn, til þess að reyna að hafa áhrif á forval VG, eða agnúast út í fólk, sem tekur þátt í því.

Fólk getur verið og er auðvitað, andrsæðra skoðana í stjórnmálum og á að rökræða þær, og verk stjórnmálamanna, fram og aftur, án þess að þurfa að vera með endalausar persónulegar svívirðingar um andstæðinga sína, hvað þá að vera sífellt að kalla þá glæpahyski og þaðan af verra.

Ef ekki er hægt að finna eitthvað ámælisvert við andstæðinginn persónulega, þá eru ýmsir óþreytandi í að ljúga upp á hann ótrúlegurstu kjatfasögum og svívirðingum, sem sjaldnast er nokkur einasti fótur fyrir.

Þessir öfgamenn afla sínum flokkum lítils stuðnings, heldur þvert á móti hrekja þeir heiðarlegt fólk til annarra og betri flokka.


mbl.is Borgarstjóri búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um hvað ert þú eiginlega að tala? Getur þú nefnt eitthvað dæmi um að verið sé að ljúga kjaftasögum og fara með svívirðingar í garð frambjóðenda þessa prófkjörs?

Góðfúslega færðu rök fyrir máli þínu eða haltu kjafti!

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf jafn málefnalegur, Mambó.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mambó, þú verður að lesa, áður en þú setur inn athugasemdir.  Þarna er verið að tala almennt um ýmsa öfgamenn og hvernig þeir leyfa sér að stunda sína stjórnmálabaráttu, ef stjórnmálabaráttu skyldi kalla.

Hins vegar eru nokkrir bloggarar að fara á límingunni vegna þessa prófkjörs D-listans, eins og sjá hefur mátt á blogginu undanfarið.

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef ekki séð mikið fúkyrðaflaumi, en mér líst bara vel á Hönnu Birnu, en annars stendur mér alveg á sama um þessi prófkjör og gildir einu hvað flokk er um að ræða.

Finnur Bárðarson, 23.1.2010 kl. 18:16

5 identicon

Ef einhver er að fara á límingunum er það líklega þú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur marga fjöruna og tæpast getur nokkur gert athugasemdir þótt fólk sem á um sárt að binda vegna mistaka Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir á prófkjörinu. Prófessorinn hefur samt ekki séð neina meinbægni af því tagi sem þú heldur fram sem er í raun aðdáunarvert.

Að fólk hér á blogginu sé með svívirðingar í garð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins er því helbert kjaftæði og rugl enda getur þú ekki nefnt eitt einasta dæmi um slíkt og ættir að skammast þím.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mambó, lestu upphaflegu færsluna.  Skilurðu alls ekki texta, sem skrifaður er á venjulegri íslensku.  Og svo kallarðu þig prófessor.  Þvílíkt öfugmæli.

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 18:29

7 identicon

Ég kalla mig ekki Prófessor - ég er prófessor. Þú ert hins vegar kjáni!

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 19:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta síðasta er dæmigert fyrir það, sem fjallað var um í upphaflegu færslunni.  Þegar rökin þrýtur, byrja persónulega skítkastið og andstæðingurinn er í vægustu útgáfunni kallaður kjáni, svo fífl, hálfviti o.s.frv.

Í hverju ertu annar prófessor?  Barnaskap?

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 19:38

9 identicon

Heill og sæll; Axel Jóhann - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Sviksemi; og gjörræði flokks nefnu ykkar, við íslenzka þjóð, árin 1991 - 2008, afsanna tilverurétt hans, með öllu.

Finnist heiðarlegt; sem ærlegt fólk, í ykkar röðum, eins og sægarpurinn Jóhann Páll Símonarson, ætti ykkur ekkert að vera að vanbúnaði, að endurreisa gamla íslenzka Íhaldsflokkinn - og afmá þar með; vonda stimpla, sem hneigðir,úr ykkar ranni, Axel Jóhann.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:53

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða sviksemi og gjörræði sýndi flokksnefnan mín þjóðinni á þessum árum.  Þetta voru mestu uppgangsár þjóðarinnar, ekki bara frá lýðveldisstofnun, heldur frá landnámi.

Það var ekki flokknum að kenna, að glæpamenn næðu tökum á efnahagslífi landsins, dyggilega studdir af stjórnarandstöðunni á þeim tíma og almenningsálitinu, að ekki sé talað um aðstoð forsetans. 

Sjálfstæðismenn upp til hópa geta litið til baka með góðri samvisku og stolti.

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 21:03

11 identicon

Sæl; á ný !

Jú; Axel Jóhann !

Áður kyrrlátu - sem sjálfbjarga þjóðfélagi; þó hnökralaust væri ei, var splundrað, af glýjuglópum Alþjóða hyggjunnar, með forgöngu Davíðs Oddssonar, með hans hjálpar tilberum; Halldóri Ásgrímssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni.

Reyn þú ekki; Axel Jóhann, að andæfa sögulegum staðreyndum - með einhverjum orðhengilshætti; hvar, ég hygg þig skynsamari mann en svo, til orðræðu allrar.

Hafi kenningin brugðist; má alltaf endurskoða - með opnum huga, og án alls trúarlegs, eða þá hugmyndafræðilegs ofstækis, ágæti drengur.

Núna; í seinni tíð, til dæmis, sé ég mínum grundvelli betur borgið - innan vébanda Rétttrúnaðar kirkjunnar - fremur en, innan hinnar Lúthersku Þjóðkirkju, til hverrar fæddur var.

Er nokkur minnkun að; að endurskoða grundvöll sinn, af eindrægni og skynsemi - stjórnmálalega eða þá trúarlega, Axel Jóhann ?

Fyrir nú utan; hversu bræðraþel mitt, til Grikkja  - Rússa og Serba, er yfirsterkara, því Norræna, þó; hið Keltneska láti ég liggja millum hluta,  í seinni tíð, ágæti drengur. 

Með hinum beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:25

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, ég þakka tilskrifið og hlý orð í minn garð.

Sjálfstæðismenn taka allri málefnalegri gagnrýni með opnum hug og auðmýkt í hjarta.  Allt sem aflaga kann að hafa farið í fortíð, veður bætt í framtíð.

Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram kjölfestan í íslenskum stjórnmálum, hvort sem er í borginni eða landsstjórninni.

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 21:42

13 identicon

Sæl; enn sem fyrr !

Axel Jóhann !

Þakka þér; jafnframt, kurteislega orðræðu - þó beinskeytt hafi verið.

Tillaga mín; um endurreisn Íhaldsflokksins gamla, var/ og er, einungis vel meint - og án allrar kerskni, af minni hálfu.

Með kveðjum góðum - sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:48

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel: Takk fyrir þessa gamansemi. Við höfum öll þörf fyrir að hlægja öðru hvoru..

hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 01:38

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tek heilshugaru undir Orð Hilmars jónssonar.

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2010 kl. 07:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar og Brynjar, við ykkur segi ég nú bara:  Lítið gleður vesælan.

Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband