Segir Steingrímur J. aldrei satt?

Steingrímur J. fullyrti í fjölmiðlum í gær, að í sjálfu sér væri ekkert nýtt að frétta af Icesave-málinu og í raun ekkert nýtt að gerast, en haldið væri áfram með undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar, eins og lög standa til og ekki gert ráð fyrir öðru, en hún færi fram á tilsettum tíma.

Nú upplýsir Lilja Mósesdóttir, að Steingrímur J. hafi skýrt frá því á fundi VG á miðvikudaginn var, að erlent ríki hefði tekið að sér einhverskonar sáttasemjarahlutverk milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar.  Ekki hefði þeim VG liðum, eða stjórnarandstöðu, verið sagt frá því hvaða ríki þetta sé, eða hverjir á þess vegum væru í þessum viðræðum.

Í anda opinnar stjórnsýslu og að hafa "allt uppi á borðum" heldur Steingrímur J. áfram að blekkja þjóðina og afvegaleiða á allann mögulegan máta.

Maðurinn virðist ekki einu sinni geta sagt satt orð, óvart.


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband