Semja um einhver leyndarmál?

Þriðji og lengsti fundur stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort og hvernig hægt væri að ná samstöðu um nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga var haldinn í dag, án þess að nokkuð kæmi út úr honum.

Það einkennilega er, að stjórnin pukrast með við hverja hún hefur verið í sambandi og hvað hafi verið rætt.  Hvernig heldur stjórnin að hægt sé að ná einhverri samstöðu um leyndarmál, sem hún eiin veit?

Það er algert óráð, hvort sem er, að ætla að taka upp einhverjar viðræður við fjárkúgarana, fyrr en eftir að þjóðin hefur sýnt þeim, í þjóðaratkvæðagreiðslunni, hver hugur hennar er til þjóða, sem reyna að troða hana í svaðið með yfirgangi.  Fái stjórnarandstaðan engar upplýsingar á þessum fundum, er vandséð til hvers hún er að eyða tíma í svona sýndarfundi.

Stjórnin er eingöngu að draga stjórnarandstöðuna á asnaeyrunum og ætlar á endanum að kenna henni um, að ekki hafi tekist að mynda þverpólitíska samstöðu um nýja samninga.

Þannig heldur stjórnin, að hún geti unnið lögunum eitthvert fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þegar að því kemur, verður svar kjósenda stórt NEI.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég þykist vita hvað er í gangi Axel. Icesave-stjórnin er að hlera stjórnarandstöðuna, en fyrir hverja ? Auðvitað eru Svika-Móri og Jóke-hanna að njósna fyrir herra sína Breta og Hollendinga. Verið er að kanna hvað hægt sé að bjóða stjórnarandstöðunni í Icesave-samningi 3.

 

Eins og þú bendir á, þá eru viðræður við þetta lið tímasóun fyrir stjórnarandstöðuna. Alla áherðslu verður að leggja á undirbúning þjóðaratkvæðisins, þar sem hafna verður svikasamningni 2 með miklum meirihluta. Draga verður öll samtöl við nýlenduþjóðirnar sem mest, því að tíminn vinnur með okkur. Þeir sem ekki greina þessa staðreynd hljóta að vera blindir, eða í vinnu hjá andskotum okkar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Ursus

Big Ben og Sigmundur Golíat redda þessu, vitandi af ábyrgð flokka sinna. Skárra væri það nú!

Ursus, 18.1.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er erfitt að greina hvor er ámátlegri í síendurteknum leiðindunum, með sömu slitnu frasanna: síðuhafi eða sá sem á hér fyrsta komment.

Maður hreinlega eldist hraðar við að lesa önnur eins andlaus leiðindi.

hilmar jónsson, 18.1.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Ursus

Hvað ertu gamall Hilmar? Haltu í æskuna og lestu bara skemmtilegt!

Ursus, 18.1.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, það eru alveg ósköp áð sjá og heyra, hvað þú ert orðinn elliær, ekki eldri að árum en þú ert.

Það má þó hugga sig við það, að þú reynir þó að halda úti grínsíðunni þinni, sem að vísu er sjaldnast fyndin, en alltaf drephlægileg.

Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband