Ímyndaður þér það, Steingrímur

Steingrímur J., blaðafulltrúi Breta og Hollendinga í Icesavemálum, lætur gamminn geysa í NPR í Bandaríkjunum og stendur sig þar í stykkinu, eins og venjulega, sem fulltrúi kúgunaraflanna.

Hann lætur í ljós mikil vonbrigði með þá stórhættu, að íslenskir kjósendur segi skoðun sína á samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða eins og segir við fréttamanninn:  "Ímyndaðu þér hver niðurstaðan yrði í Bandaríkjunum ef skattgreiðendur hefðu möguleika á að greiða atkvæði um lögin. Ímyndaðu þér það," segir Steingrímur í viðtali við NPR. Hann segir það ekki auðvelt að sannfæra kjósendur um að samþykkja auknar skattgreiðslur og frekari efnahagslegar byrðar vegna óábyrgrar hegðunar bankamannanna."

Það er alvega rétt ályktað hjá Steingrími J., að íslenskir skattgreiðendur eru ekkert ánægðir, að láta kúga sig til ánauðar fyrir erlenda þrælahöfðingja vegna skulda, sem þjóðin ber enga ábyrgð á.

Steingrímur J. ætti að ímynda sér hvaða önnur ríkisstjórn, en sú íslenska, myndi samþykkja slíkt.  Getur hann, eða nokkur annar, ímyndað sér ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands eða nokkurs annars ríkis, leggja slíkar ólöglegar byrðar á sína þegna.

Þegar Steingrímur J. verður búinn að hugleiða þetta, mun hann sjálfur áreiðanlega segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og taka þannig afstöðu með sinni eigin þjóð.


mbl.is NPR fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband