Útflutningurinn er ljósið, en ríkisstjórnin myrkrið

Í nýrri skýrslu Nordea, þar sem lítillega er fjallað um íslensk efnahagsmál, segir að útflutningurinn sé ljósið í efnahagslegu rökkri Íslendinga.  Það sem sé að koma landinu til bjargar á erfiðum tímum, sé sjávarútvegurinn og álið, vegna hækkandi verðs erlendis á hvoru tveggja.  Við þetta má bæta ferðamannaiðnaðinum, sem skilar vaxandi tekjum í þjóðarbúið, vegna lækkunar krónunnar.

Fljótlegasta ráðið til að lýsa betur upp þann myrkraklefa, sem ríkisstjórnin er föst í, er að efla þessar atvinnugreinar, t.d. með því að drífa áfram framkvæmdir við netþjónabú, orkuver, álver o.fl, en stjórnin er að gera þveröfugt, með því að þvælast fyrir og tefja allar þær framkvæmdir á þessum sviðum, sem áhugi er fyrir að ráðast í.

Ofan á þann þvergirðingshátt, er stjórnin að hringla og þvæla um sjávarútveginn, með ómarkvissum og tvísaga yfirlýsingum um framtíð kvótakerfisins, í stað þess að skapa ró í þeim efnum og stuðla að enn meiri útflutningi sjávarafla, t.d. með viðbótarkvóta.

Vonandi tekst ríkisstjórninni ekki að slökkva öll ljós í landinu og draga þjóðina inn í myrkraklefann til sín.


mbl.is Útflutningur ljósið í myrkrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband