Norðurlönd hafa svift Ísland fullveldi sínu

Æ betur er að koma í ljós, að það eru stjórnir norðurlandanna, en ekki íslenska ríkisstjórnin, sem ráða ferðinni í sambandi við ánauðarsamninginn við Breta og Hollendinga.  Engin skýring hefur komið frá íslenskum stjórnvöldum á því, hvenær eða hversvegna norðurlöndin sviptu Ísland í raun fullveldi sínu.

Moritz Kreamer hjá Standard og Poors, lánshæfismatsfyrirtækinu, uppljóstrar þetta, sem alla var farið að gruna, í samtali við Bloomberg, en þar er haft eftir honum:  "Kraemer bendir ennfremur á að lánasamningar Íslands og Norðurlanda séu ekki hefðbundnir tvíhliða samningar heldur velti lánafyrirgreiðslan á því að samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld náist."

Síðan er hnykk á með þessu:  "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."

Semsag, ef íslensk lög um ríkisábyrgð standast ekki skilyrði norðurlandanna, þá þarf að semja við AGS á ný um útfærslu mála.  Þar með hefur fullveldið í raun verið tekið af Íslendingum og norðulöndin hafa tekið efnahagslega stjórn landsins í sínar hendur.

Þar með er deilan um skuldir Landsbankans orðin að baráttu fyrir endurheimt fullveldis íslensku þjóðarinnar og í þeirri baráttu má enginn láta sitt eftir liggja.

Fyrsta skrefið er að segja risastórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Lánshæfishorfur ríkisins versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru Íslendingar sjálfir sem sviftu sig fullveldinu með því að setja landið á hausinn og rýja það öllu trausti. Hættum að kenna öðrum um eigin afglöp!

Sigurður (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver fól norðurlöndunum umboð til að stýra íslenska fullveldinu?

Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Hver fól norðurlöndunum umboð til að stýra íslenska fullveldinu?"

Svíar!

Eggert Sigurbergsson, 18.1.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband