Hvað segir Jóhanna?

Þær fregnir berast úr hollenska fjármálaráðuneytinu, að engar viðræður séu í gangi við íslensk stjórnvöld um Icesaveskuldir Landsbankans, en Hollendingar bíði og sjái til, hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, og önnur ráðherralíki hafa legið í símanum undanfarna daga og rætt við ráðherra í nágrannalöndunum, t.d. segist Össur, grínari, hafa talað við alla utanríkisráðherra, sem nennt hafa að svara í símann og nú mun Jóhanna vera búin að spjalla við alla forsætisráðherra norðurlandanna, auk Bretlands og Hollands.

Eins og mbl.is orðar erindið:  "Jóhanna óskaði eftir skilningi landanna á því aukna svigrúmi sem Ísland þyrfti til að tryggja farsælar lyktir Icesave-málsins."

Hvað skyldi það vera nákvæmlega, sem Jóhanna kallar farsælar lyktir Icesave-málsins? 

Eru það farsælar lyktir fyrir Íslendinga, eða Breta og Hollendinga? 

Hingað til hefur hún talað máli þrælapískaranna við íslenskan almenning, þannig að afar ólíklegt er að hún tali máli íslenskra skattgreiðenda, þegar hún skiptir yfir í erlent tungumál.

Það væri afar fróðlegt, ef einhverjum fjölmiðlamanni dytti í hug, að spyrja um hvað sé rætt í þessum símatímum.

Afgerandi samstaða þjóðarinnar gegn lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eru skilaboð, sem óþarfi verður að þýða yfir á erlend tungumál. 

Risastórt NEI í atkvæðagreiðslunni eru auðskilin skilaboð.


mbl.is Engar viðræður um nýtt Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilaboðin sem við fáum til baka þegar búið verður að loka á öll bankaviðskipti okkar erlendis eru jafn auðskilin

Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona hug- og dugleysi skilar engum árangri, hvorki í baráttu við kúgunaröfl, né í lífinu sjálfu.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband