Nýbygging fornminja

Það er áleitin spurning, hvenær réttlætanlegt er að eyða tugum, eða hundruðum, milljóna til endurbyggingar á gömlum húsum, sem byggð voru t.d. í miðborg Reykjavíkur, af litlum efnum fyrir jafnvel ekki meira en hundrað árum.

Réttlætingin felst oftast í því, að götumyndin verði að haldast, en ef hús, sem eitt sinn er búið að byggja á ákveðnum stað, má ekki hreyfa, eða rífa, um aldur og ævi, þá er eins gott að framsýnir menn og konur teikni og skipuleggi hús og umhverfi, þannig að þau þjóni einhverju hlutverki, nánast til eilifðar. 

Álitamál er, hvort a.m.k. sum þeirra húsa, sem endurbyggð hafa verið, eða eiga að endurbyggjast, séu virkilega þess virði, að varðveitast, enda verða þetta ekki "gömul" hús, þegar búið verður að endurbyggja þau frá grunni.

Ekki síst á þetta við um hús, sem brenna til grunna, eins og húsin á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu.  Þar skáru þessi gömlu hús í augu á milli þeirra stórhýsa sem búið var að byggja allt í kring og greinilegt af eldra skipulagi, að reiknað hafði verið með að þessi hús hyrfu úr þessu samhengi.

Verða þau hús, sem þarna verða reist í staðinn nokkuð annað en ný timburhús, byggð eftir gamalli fyrirmynd, sem þjónaði sínum tíma, en eiga ekkert erindi í nútímanum?


mbl.is Saga í hverju horni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skelfing, vægast sagt grátlegt, mér verður hugsað til íbúa þessarar borgar sem búa við ömurlegar aðstæður, fólk sem hjálpa mætti fyrir þennan pening. 

Sú menning sem snýst um fólk er meiri en sú sem snýst um minjar.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband