Verður Reykjavík að athlægi um víða veröld?

Ekki er hægt að segja að mikil lukka hafi fylgt mannlífinu hér á landi undanfarin ár og heimsbyggðin fylgdist með í forundran hvernig bankar, fyrirtæki og almenningur spiluðu Matador með lánsfé, sem fáir virtust hafa nokkrar áhyggjur af, hvernig skyldi endurgreiða. 

Inn í landið var ausið þúsundum milljara lánum frá útlöndum til að spila með í kaupum á öllu sem falt var, hvort sem þar var um að ræða íslensk eða erlend fyrirtæki og almenningur birgði sig upp af fasteignum, bílum, sumarhúsum og ýmsum fullorðinsleikföngum.

Erlendir aðilar, sem fylgdust agndofa með þessum dansi í kringum gullkálfinn, reyndu að vara við þessari hegðan, en voru hrópaðir niður af banka- og útrárargörkunum undir kórsöng almennings, sem dýrkaði þessi goð sín og dáði og allir vildu líkjast.  Þeir sem fylgdust með þessari hegðun utanfrá voru orðnir algerlega sannfærðir um að Íslendingar væru endanelga gengnir af göflunum og hristu höðuðið yfir þessari undarlegu þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun um úrslit borgarstjórnarkosninganna virðast a.m.k. Reykvíkingar ætla að staðfesta endanlega, að þeir séu a.m.k. ekki alveg með sjálfum sér og hvort viðbrögðin erlendis verða undrunar- eða meðaumkunarhlátur, skal ósagt látið.

En hávær hlátur verður það að minnsta kosti.


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsóknin verði dregin til baka þann 17. júní

Það var heldur meiri mannsbragur að Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fulltrúa Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, heldur en hins Samfylkingarfulltrúans, Oddnýjar Sturludóttur, en Stefán Jóhann bar fram tillögu í ráðinu, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir þá móðgun og niðurlægingu gagnvart íslenskri þjóð, sem fælist í því að ESB tæki umsóknarbeiðni Samfylkingarinnar um aðild hennar að ESB til afgreiðslu á þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. 

Oddný greiddi ein sjö fulltrúa ráðsins atkvæði gegn tillögunni og bókaði að sér og ráðinu kæmi ekkert við hvenær ESB héldi sína fundi og fulltrúarnir, sem sjá um og skipuleggja dagskrá hátíðarhaldanna, eigi ekki að skipta sér af því, þó stórhætta sé á að mikil mótmæi brjótist út, láti ESB verða af þessari hótun sinni.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum undanfarna mánuði, eru milli 70-80% þjóðarinnar algerlega andvíg aðild að ESB og vilja að umsóknin verði dregin til baka og hinu margmilljarða króna bjölluati í Brussel verði hætt.

Til þess að engin hætta verði á að ESB misbjóði þjóðarvitund Íslendinga gjörsamlega á grófan og svívirðilegan hátt, verður að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún afturkalli allar viðræður við ESB og því verði lýst yfir í hátíðarræðu forsætisráðherra 17. júni, að umsóknin verði afturkölluð.

Geri Jóhanna það ekki, má alveg eins reikna með að hún verði hrópuð niður í miðri ræðunni.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin komin í kreppu fyrir kreppu?

Áhrif bankahrunsins og kreppunnar gætir því meir, sem lengra líður frá og fleiri og fleiri missa atvinnuna, verða að sætta sig við atvinnuminnkun og aðarar kjaraskerðingar.  Samkvæmt nýlegum tölum frá Vinnumálastofnun hafa tapast 38 þúsund heilsdagsstörf í landinu frá því í október 2008, þrátt fyrir að "aðeins" 17.000 séu á atvinnuleysisskrá, sem skýrist af samdrætti í vinnu hjá miklum fjölda og brottflutningi fólks frá landinu.

Nú birtast tölur frá Hagstofunni, sem sýna að 39% heimila áttu erfitt með að ná saman endum í heimilisbókhaldinu á árinu 2009 og í upphafi þess árs voru höfðu 7,1% heimila lent í vanskilum með húsnæðislán/leigu á undanförnum 12 mánuðum og 10,3% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili.  Þetta sýnir að talsvert stór hópur fólks hefur verið kominn í vandræði með fjármál sín fyrir hrun og ekki hefur ástandið lagast hjá heimilunum eftir því sem lengra líður á kreppuna.

Vandamál hinna skuldugu vefur sífellt upp á sig og sífellt fleiri gefast upp fyrir óviðráðanlegum skuldum sínum, enda komst "skjaldborg heimilanna" aldrei úr hugmyndabankanum, frekar en flestar aðrar boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags-, atvinnu- og fjölskyldumálum.

Mesta vandamál þjóðarinnar nú um stundir er ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem sífellt lofar úrbótum, en berst í raun með kjafti og klóm gegn allri atvinnuuppbyggingu og þar með vonum fólks um bætt kjör og uppbyggingu í landinu.

Fróðlegt, en jafnframt ógnvænlegt verður að sjá niðurstöðu lífskjararannsóknar Hagstofunnar fyrir árin 2010, 2011 og 2012.

Með óbreyttri ríkisstjórn verða þær tölur hreint skelfilegar.


mbl.is Erfið staða hjá 40% heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ESB að lítilvirða þjóðina á 17. júní?

Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands í viðræðum um inngöngu landsins í ESB, vonast til að leiðtogaráð sambandsins samþykki formlega þann 17. júní að hefja formlegar viðræður um uppgjafaskilmála Íslendinga vegna yfirtöku ESB á Íslandi sem hrepps í stórríki Evrópu.

Með yfirtöku ESB á öllum helstu málefnum landsins, yfirráðum yfir auðlindum og lagasetningarvaldi verður Íslendingar á sviðuðu róli með sjálfstæði sitt og þegar þeir lutu erlendu konungsvaldi og munu eftir það verða jafnvel ósjálfstæðari en þeir voru í hernámi stríðsáranna.

Að velja þjóðhátíðardag landsins til að samþykkja viðræður um hreppaflutninginn er hrein móðgun við þjóðina, sögu hennar og baráttu fyrir sjálfstæði.  ESB hefur sýnt þjóðinni hreinan yfirgang og lítilsvirðingu vegna Icesave og nú á að snúa hnífnum í sárinu á þessum helga degi í sögu þóðarinnar.

Þó illa sé komið fyrir Íslendingum efnahagslega um þessar mundir, geta þeir ekki látið þessa svívirðu yfir sig ganga baráttulaust. 

Aðför Samfylkingarinnar gegn eigin þjóð verður að stöðva tafarlaust, svo Íslendingar geti horfst í augu með stolti á þjóðhátíðardögum framtíðarinnar með íslenskan fána í hávegum, en ekki flagg stórríkis ESB.


mbl.is Grænt ljós gefið 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband