12.5.2010 | 19:31
Ófriðarseggirnir óvirða stjórnskipunina
Óeirðaseggir sem réðust inn í Alþingi og slösuðu þar starfsfólk í desember 2008 og slógust við þingverði og lögreglu, mættu fyrir rétt í dag, þar sem einn hinna ákærðu átti eftir að tjá sig um ákæruna á hendur sér.
Eins og í fyrra réttarhaldi yfir óeirðaseggjunum mætti stór hópur ólátabelgja í dómshúsið og lét þar öllum illum látum til að trufla framgang réttvísinnar með öskrum og öðrum óhljóðum ásamt því að stympast við lögregluna, en það eru ær og kýr þessa liðs og svo ásakar það lögregluna ávallt fyrir ofbeldi, þó allt sé gert til að óhlýðnast fyrirmælum hennar.
Þetta lið þykist vera að mótmæla einhverju óskilgreindu, en vanvirðið stjórnskipun landsins algerlega, fyrst með því að ráðast inn í aðsetur löggjafarvaldsins og síðan er dómsvaldið vanvirt, með svívirðilegum hætti.
Framferði svona ófriðarseggja verður að stöðva með öllum ráðum, áður en virkilega illa fer.
![]() |
Átök í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.5.2010 | 16:59
Foringi samsærismanna hlaupinn í felur
Ekki hefur verið hægt að hafa uppi á Jóni Ásgeiri, foringja samsærismannanna sem rændu Glitni innanfrá, eins og skilanefnd Glitnis nefnir gerðir þeirra, fer nú huldu höfði einhversstaðar erlendis og reynir þannig að komast undan réttvísinni, en fróðlegt verður að fylgjast með því hvort hrokagikkurinn mætir fyrir dóm í Bretlandi þann 28. maí, eins og dómari þari í landi hefur boðað hann til.
Jón Ásgeir var í viðtali við Bloomberg fréttaveituna og hélt sér við þann gamla frasa sinn að allt væri þetta mál af pólitískum toga og stjórnað af Davíð Oddssyni og öðrum pólitískum óvildarmönnum. Væri ekki um þennan siðblinda samsærisforingja að ræða, liggur við að hægt væri að vorkenna manninum fyrir svona barnalegar yfirlýsingar, sem orðnar eru að athlægi hér á landi fyrir mörgum árum.
Aðspurður af Bloomberg, neitaði kappinn að gefa upp hvar í heiminum hann sé nú niðurkominn og einungis er hægt að geta sér til um það, hvernig hann mun nýta tímann fram að kyrrsetningu eignanna, en ekki kæmi á óvart að nú sé unnið hörðum höndum við að koma öllu undan, sem mögulegt er að fela, á stöðum sem erfitt er að finna fjármunina.
Varla getur þessi fyrrum ástmögur þjóðarinnar falið sig endalaust, því Interpol hlýtur að lýsa eftir honum á heimsvísu, skili hann sér ekki í réttarsalinn í Bretlandi í endaðan maí.
Eftirfarandi, sem kemur fram í frásögninni af viðtali hans við Bloomberg lýsir nokkuð vel inn í hans sjúka hugarheim:
"Jón Ásgeir segir í viðtalinu, að ásakanir slitastjórnar Glitnis um að klíka kaupsýslumanna undir hans stjórn hafi rænt bankann innanfrá til að styrkja stöðu eigin fyrirtækja séu bara pólitík."
Ég hef sannanir fyrir því, að við vorum að endurgreiða lán sem áttu að falla í gjalddtaga 20-40 dögum síðar. Þetta snérist aðeins um að endurfjármagna eldri lán.""
Þarna kemur fram að hann heldur því fram, eins og hann hefur alltaf gert, að hann sé blásaklaust fórnarlamb óvinveittra pólitíkusa og í seinni málsgreininni sést hvernig hann leit á skuldir. Honum datt aldrei á sínum ferli í hug að endurgreiða lán og lækka þannig skuldir. Allt snerist um að taka ný og hærri lán, til að endurfjármagna eldri lán. Á venjulegu mannamáli heitir það að framlengja lán og það var það sem þessir kappar kölluðu að greiða lán. Þegar venjulegt fólk og venjuleg fyrirtæki greiða lán, þá er greitt með peningum til að lækka höfuðstól lánsins. Ef lánið er framlengt, kallast það ekki endurgreiðsla, þetta skilja allir nema siðblindir samsærismenn sem soga fjármagn út úr bönkum til eigin þarfa og setja með því bankann á hausinn.
Sigurður Einarsson og "starfsbróðir" hans, Jón Ásgeir, geta varla falið sig endalaust fyrir réttvísinni.
Kannski sitja þeir saman einhvrsstaðar og skoða lista yfir góða lýtalækna.
![]() |
Ætlar ekki að taka til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2010 | 15:41
Stærstur, mestur og hrokafyllstur
Krafist hefur verið kyrrsetningar á eigum Jóns Ásgeirs í Bónusi um allan heim og hefur dómur þar um verið kveðinn upp í Bretlandi og hefur hann einungis tvo sólarhringa til að leggja tæmandi skrá yfir allar eigur sínar, hvar sem þær er að finna, fyrir bresk yfirvöld innan tveggja sólarhringa.
Í frétt af blaðamannafundi skilanefndar Glitnis segir m.a:
"Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður skilastjórnar Glitnis, segir að þetta mál eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi og sé það stærsta sem komið hafi upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.
Samkvæmt kyrrsetningarúrskurðinum í Bretlandi er Jóni Ásgeiri óheimilt að eiga viðskipti með eignir hvar sem er í heiminum að fjárhæð allt að sex milljörðum króna. Ef hann brýtur gegn því á hann á hættu að verða fangelsaður af breskum yfirvöldum. Samkvæmt úrskurðinum ber honum að leggja fram lista um eignir sínar innan tveggja sólarhringa. Ef hann gerir það ekki gætu bresk yfirvöld fangelsað hann."
Jón Ásgeir bregst við þessari stærstu skaðabótastefnu í Íslandssögunni með því að hóta Steinunni Guðbjartsdóttur allt að tíu ára fangelsi fyrir að "misnota réttarkerfið vestanhafs", eins og hann orðaði það á sinn hrokafulla hátt í viðtali við Pressuna.
Þessi meinti forystusauður klíku viðskiptamanna og samsærismanna, sem skilanefndin hefur krafið skaðabóta fyrir að svíkja fé út úr bankanum, að upphæð um 260 milljarðar króna, virðist halda að hann geti skipað öllum að sitja og standa, eins og hann gerði sem stjórnarformaður Glitnis og meira að segja Lárus Welding kvartaði undan og sagði Jón koma fram við sig eins og útibússtjóra en ekki forstjóra.
Þrátt fyrir að greinilegt sé, að maðurinn þjáist af siðblindu af alvarlegustu gerð, verður að leyfa sér að vona að hann snúi nú við blaðinu, iðrist og hjálpi til við að gera upp skuld sína við þjóðfélagið.
![]() |
Óskað eftir kyrrsetningu hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 13:34
Jón Ásgeir í Bónusi er hrokinn uppmálaður
Siðblinda Jóns Ásgeirs í Bónusi ríður ekki við einteyming og hroki mannsis svo endalaus, að hann svarar öllum ásökunum á sig með því að um tilefnislausar ofsóknir á hendur sér sé að ræða og hótar málssóknum og stefnum hverjum þeim, sem dirfist að halla orði í hans garð.
Nýlega skrifaði hann pistil á Pressuna, þar sem hópur leigupenna hans eru fastamenn, og svaraði skrifum Agnesar Bragadóttur í Moggann um hans mál, með því að segja að hún væri fyllibytta, sem ekkert mark væri á takandi, ásamt með því að gefa ýmislegt í skyn, með því að "þakka henni fyrir síðast" og svo fylgdu ýmsar dylgjur um annað fólk, sem ekki féll lengur í hans náð, um að vera ótíndir þorparar og skattsvikarar. Enga sök fann hann hins vegar í eigin ranni, frekar en aðrir siðblindingjar.
Nú lætur hann hafa við sig viðtal á Pressunni og segir þar að stefna skilanefndar Glitnis sé slúðurstefna og til þess eins gerð að ófrægja sig, störf sín og samsærismanna sinna, ekki síst ásökunina um að hafa rænt Glitni innanfrá. Þá hótar hann Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis með tíu ára fangelsi fyrir "misnotkun dómstóla vestanhafs".
Kroll, sem er eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims á sviði fjármálabrota, segir Jón Ásgeir að hafi tekið yfir íslenskt réttarfar í félagi við slitastjórn Glitnis, þó erfitt sé að skilja þá fullyrðingu hans, því slitastjórnin er að stefna honum og samsærismönnum hans til endurgreiðslu á fjármunum sem hafðir voru á ólöglegan hátt út úr Glitni. Það er venjuleg leið fyrir dómstólum, að sá sem telur sig hafa orðið fyrir svikum, stefnir þeim sem sveik, til endurheimtu á því sem tekið var á óréttmætan hátt.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Jón Ásgeir í Bónusi eru að opinbera endanlega sitt innra eðli og siðblindu á síðustu dögum. Pálmi í Iceland Express tekur fullan þátt í þeirri sýningu, enda einn úr samsærishópnum, sem kærður hefur verið.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, er þegar kominn fram á ritvöllinn til stuðnings sínum manni og varla verður langt að bíða næstu varnarskrifa þjóðartrúðsins, Bubba Mortens.
![]() |
Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2010 | 11:12
Náðu lögbrotin inn í skilanefnd, eftir fall Kaupþings?
Kaupþingsmenn eru sakaðir um kerfisbundin, skipulögð og mög umsvifamikil lögbrot nánast allan tímann sem bankinn var í rekstri og urðu brotin því meiri og upphæðirnar sem þau snerust um náðu sífellt stærri upphæðum og urðu víðtækari.
Eitt sem verkur sérstaka athygli af því sem kemur fram í beiðni Sérstaks saksóknara um gæsluvarðahaldsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyn, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemborg, er eftirfarandi:
"Um var að ræða framvirka samninga og talið að tilgangur viðskiptanna hafi verið að flytja áhættuna af fallandi verðgildi skuldabréfa af Marple Holdings SA og lykilstarfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg yfir á Kaupþing banka á Íslandi.
Gögn bendi sterklega til þess að skjöl vegna viðskiptanna hafi verið útbúin og undirrituð eftir fall bankans og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kaupþings og þá skilanefndarmaður Kaupþings, hafi haft milligöngu um frágang skjalanna, en þau virðast fölsuð bæði hvað varðar efni og dagsetningar."
Sé einhver minnsti fótur fyrir því, að starfsmaður skilanefndarinnar hafi í raun unnið að fölsun skjala fyrir fyrrum eigendur og stjórnendur Kaupþings, krefst það rannsóknar á öllum störfum skilanefndarinnar á fyrstu mánuðunum eftir hrun, í það minnsta þessa viðkomandi starfsmanns.
Alltaf eru að koma fram nýjar og nýjar hliðar á þessum ótrúlegu og víðtæku meintu svikamálum.
![]() |
Kerfisbundið og skipulagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2010 | 08:36
Skipulagt samsæri gegn íslensku þjóðarbúi
Nú er hart sótt að Jóni Ásgeiri í Bónusi og samstarfsfólki hans á öllum vígstöðvum vegna, að því er virðist, ótrúlega stórtækri og vel skipulagðri aðför að Glitni til þess að sölsa undir sig fjármuni bankans til eigin nota og í fyrirtæki eigenda og stjórnenda bankans.
Þegar hefur verið krafist kyrrsetningar eigna Jóns Ásgeirs hvar sem þær er að finna í veröldinni fyrir dómstóli í London og slitastjórn bankans hefur einnig höfðað mál í New York vegna meintra fjársvika að upphæð tæplega 260 milljarða króna. Þetta er talið hafa verið gert með skipulögðum hætti og í glæpsamlegum tilgangi til þess að sölsa eignir bankans undir "viðskiptaveldi" Jóns Ásgeirs, sem samkvæmt stefnunum virðist hreinlega hafa verið byggt á skipulagðri glæpastarfsemi, sem teygt hefur anga sína víða um lönd.
Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn Glitnis, er málið byggt m.a. á eftirfarandi málsástæðum:
"Hvernig klíka fésýslumanna, undir forystu Jóns Ásgeirs, tók sig saman um að hafa með skipulegum hætti fé af Glitni til að styðja við sín eigin fyrirtæki þegar þau riðuðu til falls. Hvernig Jón Ásgeir og samsærismenn hans brutust til valda í Glitni, losuðu sig við reynda starfsmenn bankans eða settu þá til hliðar og misnotuðu þessa valdastöðu til að tefla fjárhag bankans í bráðan voða.
Hvernig Jón Ásgeir, Lárus Welding og aðrir, sem stefnt er í málinu, sköpuðu sér aðstöðu til að ná fé út úr bankanum og halda gerðum sínum leyndum með því að taka völdin af fjárhagslegri áhættustýringu Glitnis, brjóta gegn íslenskum lögum um bankarekstur og setja á svið aragrúa flókinna viðskipta.
Hvernig hin stefndu höfðu, með hlutdeild PricewaterhouseCoopers, aflað milljarðs dala frá fjárfestum í New York án þess að láta hið sanna koma í ljós um hvílíkar áhættu bankinn hafði tekið á sig gagnvart Jóni Ásgeiri og samsærismönnum hans. Hvernig viðskipti hinna stefndu ollu Glitni meira en tveggja milljarða dala tjóni og áttu drjúgan þátt í falli bankans."
Þetta eru gífurlega alvarlegar ásakanir og athygli vekur að PricewaterhouseCoopers skuli ásakað um fulla þátttöku í þessum svikum og er gífurlegur álitshnekkir fyrir endurskoðunarfyrirtækið.
Meint svik Jóns Ásgeirs og félaga eru talin hafa valdið gjaldþroti Glitnis, sem síðan dró allt íslenska bankakerfið með sér í fallinu, enda hinir bankarnir ekki reknir á eðlilegan eða löglegan hátt, eftir því sem æ betur er að koma í ljós þessa dagana.
![]() |
Óska kyrrsetningar eigna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)