Foringi samsærismanna hlaupinn í felur

Ekki hefur verið hægt að hafa uppi á Jóni Ásgeiri, foringja samsærismannanna sem rændu Glitni innanfrá, eins og skilanefnd Glitnis nefnir gerðir þeirra, fer nú huldu höfði einhversstaðar erlendis og reynir þannig að komast undan réttvísinni, en fróðlegt verður að fylgjast með því hvort hrokagikkurinn mætir fyrir dóm í Bretlandi þann 28. maí, eins og dómari þari í landi hefur boðað hann til. 

Jón Ásgeir var í viðtali við Bloomberg fréttaveituna og hélt sér við þann gamla frasa sinn að allt væri þetta mál af pólitískum toga og stjórnað af Davíð Oddssyni og öðrum pólitískum óvildarmönnum.  Væri ekki um þennan siðblinda samsærisforingja að ræða, liggur við að hægt væri að vorkenna manninum fyrir svona barnalegar yfirlýsingar, sem orðnar eru að athlægi hér á landi fyrir mörgum árum. 

Aðspurður af Bloomberg, neitaði kappinn að gefa upp hvar í heiminum hann sé nú niðurkominn og einungis er hægt að geta sér til um það, hvernig hann mun nýta tímann fram að kyrrsetningu eignanna, en ekki kæmi á óvart að nú sé unnið hörðum höndum við að koma öllu undan, sem mögulegt er að fela, á stöðum sem erfitt er að finna fjármunina.

Varla getur þessi fyrrum ástmögur þjóðarinnar falið sig endalaust, því Interpol hlýtur að lýsa eftir honum á heimsvísu, skili hann sér ekki í réttarsalinn í Bretlandi í endaðan maí.

Eftirfarandi, sem kemur fram í frásögninni af viðtali hans við Bloomberg lýsir nokkuð vel inn í hans sjúka hugarheim:

"Jón Ásgeir segir í viðtalinu, að ásakanir slitastjórnar Glitnis um að klíka kaupsýslumanna undir hans stjórn hafi rænt bankann innanfrá til að styrkja stöðu eigin fyrirtækja séu „bara pólitík."  

„Ég hef sannanir fyrir því, að við vorum að endurgreiða lán sem áttu að falla í gjalddtaga 20-40 dögum síðar. Þetta snérist aðeins um að endurfjármagna eldri lán.""

Þarna kemur fram að hann heldur því fram, eins og hann hefur alltaf gert, að hann sé blásaklaust fórnarlamb óvinveittra pólitíkusa og í seinni málsgreininni sést hvernig hann leit á skuldir.  Honum datt aldrei á sínum ferli í hug að endurgreiða lán og lækka þannig skuldir.  Allt snerist um að taka ný og hærri lán, til að endurfjármagna eldri lán.  Á venjulegu mannamáli heitir það að framlengja lán og það var það sem þessir kappar kölluðu að greiða lán.  Þegar venjulegt fólk og venjuleg fyrirtæki greiða lán, þá er greitt með peningum til að lækka höfuðstól lánsins.  Ef lánið er framlengt, kallast það ekki endurgreiðsla, þetta skilja allir nema siðblindir samsærismenn sem soga fjármagn út úr bönkum til eigin þarfa og setja með því bankann á hausinn.

Sigurður Einarsson og "starfsbróðir" hans, Jón Ásgeir, geta varla falið sig endalaust fyrir réttvísinni.

  Kannski sitja þeir saman einhvrsstaðar og skoða lista yfir góða lýtalækna.

 


mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þurfti að lesa tilvitnunina þrisvar sinnum til að fá einhvern botn í þetta. Það tókst ekki. Þetta er óráðshjal.

Finnur Bárðarson, 12.5.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Polli

Þegar Jóhannes í Bónus var spurður hvað honum fyndist um málsóknina gegn syninum sagðist hann ekki hafa fylgst með fréttunum í dag. Sumir ljúga bara þegar nauðsynlega þarf. Aðrir ljúga alltaf og finnst það bara fínt!

Polli, 12.5.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það liggur á borðinu - Slitastjórnin starfar skv. fyrirmælum Davíðs Oddssonar - það vita það allir - aðrar slitastjórnir gera það líka -

þær voru skipaðar á þeim árum þegar Davíð gagnrýndi m.a. starfssemi Baugs - olíufélaganna - tryggingarfélaganna o.sv.frv. þá skipaði hann þessar nefndir til vonar og vara.

Dómsniðurstaðan hefur legið fyrir í mörg ár - Davíð á bara eftir að birta niðurstöður í máli Jóns Ásgeirs og reyndar allra hinna líka.Hann er með þetta í skúffu hjá sér.

Í alvöru ------------

Er enginn að verða þreyttur á þessu Davíðshatri og röfli.? Maðurinn hefði ekki gert neitt annað frá 2 ára aldri en að búa til allan þennan pakka gegn Jóni og hinum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.5.2010 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband