10.2.2010 | 21:07
Indriði H. reynir að fiska í gruggugu vatni
Indriði H. Þorláksson, hægri hönd Svavars Gestssonar í Icesavenefnd Steingríms J., reynir nú að leiða athyglina frá þeim félögum vegna þess lélegasta fjármálagernings í fjármálasögunni, sem þeir undirrituðu, líklega ólesinn, enda saminn einhliða af Bretum og Hollendingum.
Nú hefur hann dregið fram í dagsljósið skjal, sem Bretar og Hollendingar sendu í Fjármálaráðuneytið í desember 2008 og kölluðu samningsdrög. Enginn tók skjalið alvarlega á þeim tíma, eins og kemur fram í þessari frétt af svari Kristrúnar Heimisdóttur við bullinu í Indriða. Hún segir að alls kyns pappírar, sem voru skrifaðir einhliða af kúgurunum hafi borst til ráðuneytisins, en þeir hafi ekki verið teknir alvarlegar en svo, að þeir voru ekki einu sinni sýndir ráðherrunum.
Steingrímur J. sat sjálfur í Utanríkismálanefnd þingsins á þessum tíma og hefur staðfest að nefndinni hafi aldrei verið kynntir neinir pappírar, hvað þá að búið væri að ganga frá einhverjum samningsdrögum. Einnig hefur komið fram, að eldri Icesave nefndin reyndi allt til janúarloka 2009 að semja um málið við þrælahöfðingjana, án árangurs.
Hefðu samningsdrög verið frágengin þegar Steingrímur J. tók við Fjármálaráðuneytinu, til hvers skipaði hann nýja samninganefnd, sem að lokum kynnti niðurstöðu sína, sem glæsilega og besta samning sem Íslendingar gætu hugsanlega fengið um lausn deilunnar?
Lesa má út úr fréttinni að meira að segja Steingrími J. finnist þetta síðasta yfirklór Indriða H., vinar síns, lítils virði, enda segir hann að það komi núverandi stöðu málsins ekkert við.
Enginn vill bera ábyrgð á þeim kumpánum Svavari og Indriða H. lengur. Fyrst afneitar Jóhanna Svavari og nú gerir Steingrímur J. lítið úr Indriða H.
![]() |
Stendur fyrir sínum skrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2010 | 13:31
Til hvers var skipuð ný samninganefnd?
Indriði H. Þorláksson var hægri hönd Svavars Gestssonar í samninganefndínni, sem Steingrímur J., setti í Icesave málið, eftir að hann leysti upp eldri nefndina, vegna þess að taka átti máið upp frá grunni, þar sem Steingrímur þóttist ætla að láta gera nýjan samning, enda væri öll fyrri vinna í raun úr sögunni, eftir samkomulagið um Brusselviðmiðin.
Svavarsnefndin var skipuð í mars 2009 og skilaði af sér undirrituðum "samningi" í endaðan júní 2009 og kynnti hann sem glæsilegan fyrir íslendinga og þann besta, sem mögulegt hefði verið að ná, eftir þessa þriggja mánaða vinnu.
Nú ryðst Indriði H. fram á völlinn og segir að Bretar og Hollendingar hafi verið búnir að senda samningsdrög til undirritunar í desember 2008 og hafi það verið gert að undirlægi Össurar Skarphéðinssonar og Kristrúnar Heimisdóttur, sem hafi farið með málið af hálfu Íslands.
Til hvers var skipuð ný samninganefnd, ef Össur og Kristrún voru búin að samþykkja samningsdrögin, sem Bretar og Hollendingar skrifuðu einhliða og án funda við íslenska samningamenn? Hvað var nýja nefndin að gera í þessa þrjá mánuði, ef hún var ekkert að semja við Breta og Hollendinga?
Er rétt, að Svavar og Indriði hafi alls ekki lesið "samninginn" yfir, áður en þeir spurðu hvar þeir ættu að skrifa undir?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að það hafi verið mistök, að setja þá félaga í samninganefndina og réttara hefði verið að fela málið hæfum einstaklingi, helst erlendum.
Svavari og Indriða H. hefur tekist að sanna þessi orð Jóhönnu síðustu daga, með eigin framgöngu í fjölmiðlum.
![]() |
Icesave-samningar í raun gerðir í desember 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.2.2010 | 11:41
Kúlulánadrottningar og -kóngar
Gylfi Magnússon, háskólakennari og starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, telur að braskið, lánaruglið, krosslántengslin og annað sukk og svínarí hefði orðið minna, en raunin var, ef fleira kvenfólk hefði verið í stjórnum og stjórnarstöðum í bönkum og öðrum fyrirtækjum hrunbarónanna.
Ekki er nú samt annað að sjá, en þær konur, sem í áhrifastöðum voru, hafi tekið fullan þátt í "gróðærinu" með töku stórra kúlulána til hlutabréfakaupa, alveg eins og karlpeningurinn. Heyrst hafa háar tölum um lán sem konur tóku á þessum tíma, til að dansa með í hrunadansinum og sluppu sumar með skrekkinn, vegna þess að þær tóku ekki einu sinni eftir því, að það gleymdist að færa á þær hlutabréfaeign upp á eitt til tvöhundruð milljónir króna.
Aðrar stofnuðu fjárfestingafélög fyrir hagnað sem þær náðu að leysa út, vegna kúlulánaviðskipta sinna með bankahlutabréf, áður en hrunadansinn endaði með ósköpum.
Konur eru yfirleitt ráðdeildarsamari en karlar, en það aftraði þó þeim, sem voru í aðstöðu til þess, samt ekki að taka þátt í sukkinu af fullum krafti.
![]() |
Einsleitnin olli ósköpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2010 | 07:55
Hvað á fjárkúgunin að ganga langt?
Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum á Icesave reikningum miklu hærri upphæðir en lágmarkstrygginguna, sem þeir áttu rétt á, samkvæmt tilskipun ESB og íslenskum lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og píndu svo Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson til að samþykkja, að þessi umframgreiðsla væri rétthá kröfu tryggingasjóðsins í þrotabú Landsbankans. Það þýðir að tryggingasjóðurinn verður helmingi lengur að fá upp í sína kröfu, en íslenskir skattgreiðendur eiga að borga 5,55% vexti af tryggingasjóðshlutanum í helmingi lengri tíma, en annars hefði orðið. Raunar kemur þetta mál íslenskum skattgreiðendum akkúrat ekkert við, enda er hér um hreina fjárkúgun að ræða af hendi Breta og Hollendinga.
Svo bíta Bretar höfuðið af skömminni með því að leggja allt sem innheimtist af eignum Landsbankans í Bretlandi inn á vaxtalausan reikning í Englandsbanka og neita að afhenda peningana inn í þrotabú Landsbankans.
Í auðmýkt hins kúgaða, hafa íslensk stjórnvöld farið þess vinsamlega á leit við Breta, að upphæðin verði flutt á reikninga sem myndu bera einhverja vexti, en eins og fjárkúgara er siður, hlusta Bretar ekki á neitt slíkt væl.
Bretar liggja nú þegar með 200 milljarða króna á þessum vaxtalausa reikningi, en á sama tíma eru vextirnir, sem Bretar ætla skattgreiðendum hér á landi að borga komnir upp í a.m.k. 60 milljarða króna.
Hvað á að láta þessa fjárkúgara ganga langt og á aumingjaskapur íslenskra ráðamanna sér engin takmörk?
![]() |
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2010 | 00:36
Draumur um að verða (glæpa-) menn með (glæpa-) mönnum
Nokkrir íslenskir smákrimmar hafa lengi unnið að því hörðum höndum, að verða að alvöruglæpamönnum, sem mark yrði tekið á, heima og erlendis. Þeir þrá það heitast að fá fullgildingu sem fullgildir Vítisenglar, en þau samtök eru hvarvetna í fararbroddi glæpagengja og eru hörð í horn að taka.
Vítisenglar eru þekktir fyrir mikla hörku í bardögum við aðarar ámóta glæpaklíkur eins og Bandidos og fleiri slíkar, sem stunda eiturlyfjasölu, þjófnaði, svik, mansal og annað ámóta uppbyggilegt.
Það er alveg furðulegt, að það skuli vera draumur ungra manna að fá að gerast félagar í svona klúbbum, að því er virðist í þeim eina tilgangi að verða gjaldgengir í alþjóðlegu samstarfi glæpamanna.
Yfirvöld gera það eina rétta með því að berjast af hörku gegn þessum tilburðum smákrimmanna til að breyta mótorhjólaklúbbnum sínum í alþjóðlega glæpaklíku.
![]() |
Norski vítisengillinn hefur komið hingað áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)