Sefjunarástand

Á blómatíma banka- og útrásarvitleysunnar var nánast allt þjóðfélagið á öðrum endanum í eyðslu- og fjárfestingarsukki og fólk og fyrirtæki tók lán, eins og þeim væri borgað fyrir það, en ekki að þau ættu að borga lánin til baka, þegar kæmi að skuldadögunum.

Yfirvöld og eftirlitsstofnanir vissu með þó nokkrum fyrirvara í hvað stefndi með Matadorspilið, sem banka- og útrásarruglararnir spiluðu, en voru í ákaflega miklum vanda, með viðbrögð, því hefði verið sagt opinberlega, að bankarnir væru að stefna sjálfum sér í þrot, hefðu þeir umsvifalaust farið í þrot, því áhlaup hefði verið gert á þá samdægurs.

Annað, sem hélt voninni í yfirvöldum, voru umsagnir matsfyrirtækjanna, sem gáfu bönkunum einkunina AAA+, alveg fram að hruni og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sagði að efnahagsástandið á Íslandi væri öfundsvert.

Allt gerði þetta að verkum að ekki var brugðist við í tíma og eins og áður sagði, spurning hvernig yfirvöld áttu að bregðast við í því andrúmslofti sefjunar og meðvirkni, sem tröllreið þjóðfélaginu.

Eftirá er auðvelt að vera vitur, enda fyrirfinst varla sá maður núna, sem veit nákvæmlega hvað hefði átt að gera.


mbl.is Talaði ekki um Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn flækist Svandís fyrir atvinnuuppbyggingu

Svandis Svavarsdóttir gerir það ekki endasleppt í hörkulegri baráttu sinni gegn mögulegri atvinnuuppbyggingu í landinu.  Fyrst tafði hún afgreiðsu á málum Suðurstrandarlínu um tíu mánuði, sem varð til að tefja alla uppbyggingu á Suðurnesjum og nú á að beita öllum brögðum til að reyna að koma í veg fyrir virkjun neðri hluta Þjórsár.

Nú er gripið til þess ráðs, að synja staðfestingar allra skipulagsbreytinga, sem snúa að virkjunum í neðri hluta Þjórsár, vegna þess að Landsvirkjun greiddi fyrir skipulagsvinnuna, en ekki sveitarfélögin, sem í hlut eiga.

Þetta er langsótt, því Landsvirkjun hefði auðveldlega getað veitt fjármagni í sveitasjóðina, sem síðan hefðu greitt fyrir skipulagsvinnuna, þannig að þarna er verið að hengja sig í aukaatriði, en ekki aðalatriði.

Atlaga Vinstri grænna að atvinnulífi landsmanna virðist engan enda ætla að taka.


mbl.is Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegir dagar á Alþingi - þingnefnd um einfalt mál

Einn er sá þingmaður, sem öðrum fremur leggur sig eftir að innleiða alls kyns skringilegheit á Alþingi, t.d. hefur hún lagt til að ráðherrar verði ekki titlaðir ráðherrar, ef þeir eru kvenkyns og að hætt verði að klæða smábörn í blátt eða bleikt, eftir því, hvort um stráka eða stelpur sé að ræða, svo eitthvað sé nefnt.

Vegna þess hve rólegt er í þinginu á næstunni, enda engin vandamál í þjóðfélaginu, sem þarf að fjalla um, þá ætlar hún að bera upp tillögu um rannsóknarnefnd Alþingis, sem hefði það hlutverk, að sálgreina Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.  Það er í sjálfu sér verðugt verkefni, en óvíst að þingnefnd sé rétti aðilinn í verkið.

Samkvæmt Valdísi verður þetta verkefnið:  "Nefndinni verður samkvæmt tillögunni gert að fara yfir hvernig ákvörðunin var tekin, af hverjum, hvers vegna og með hvaða hætti." 

Þetta er svo sem ekki flókið verkefni.  Stutta svarið er einfaldlega:  Ákvörðunin var tekin með því að segja já.  Ákvörðunin var tekin af DO og HÁ.  Ákvörðunin var tekin vegna beiðnar frá Bandaríkjamönnum.  Ákvörðunin var tekin með þeim hætti að DO og HÁ sögðu fyrst JÁ upphátt og svo skrifuðu þeir svarið á miða, sem var faxaður til Wasinton.

Það þarf varla heila þingnefnd til þess að finna þetta út.


mbl.is Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmið málatilbúnaðinn

Sjaldan er hægt að lýsa sig sammála Karli Th. Birgissyni, vegna ýmissa einkennilegra skoðana hans á mönnum og málefnum.  Aldrei þessu vant, ratar þó frá honum talsvert sannleikskorn, þegar hann segir að ekki gangi, að talað sé fyrir tveim gjörólíkum stefnum í Icesavemálinu á erlendum vettvangi.

Um það hefur áður verið bloggað hér, að ríkistjórn og forseti samræmi málflutning sinn á opinberum vettvangi og ekki síst í umræðum erlendis og í viðræðum við ráðamenn í öðrum löndum.  Forsetinn hefur verið mjög harðorður, réttilega, í garð Breta og Hollendinga vegna tilraunar þeirra til að hneppa íslenska skattgreiðendur í ánauð til næstu áratuga, en ríkisstjórnin hefur verið óþreytandi í vörn fyrir þrælapískarana.

Þjóðin er nánast einróma og samsíga í andstöðu sinni gegn því að verða skattaþrælar Breta og Hollendinga um áratungaskeið, en sú nauðung er studd af norðurlöndunum og ESB, ásamt íslensku ríkisstjórninni og sumum fylgismönnum hennar.

Því er bráðnauðsynlegt að bæði forsetinn og ríkisstjórnin tali einum rómi um þessa kúgun, þ.e. rödd þjóðarinnar.


mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Steingrímur J. telji þeim ekki hughvarf?

Sósialíski vinstriflokkurinn í Noregi er nú að komast á þá skoðun, að ekki ætti að tengja lán Noregs og hinna norðurlandanna til Íslands við lausn Icesave deilunnar og hyggst taka upp baráttu þess efnir á norska þinginu.

Steingrímur J. er nú farinn til Kaupmannahafnar til fundar við félaga sína á norðurlöndunum, þ.e. formenn systurflokka VG, en þeir munu ætla að samræma málflutning sinn í ýmsum málum, sem vinstrinu er hugleikið um þessar mundir.

Harðasti baráttumaður, hérlendis, fyrir málstað Breta og Hollendinga, er Steingrímur J. Sigfússon og hefur hann verið sofinn og vakinn í andstöðu sinni við hagsmuni Íslands í málinu og hvergi verið haggað, þrátt fyrir eindrenginn baráttuvilja þjóðarinnar gegn þrældómi fyrir kúgarana.

Því vaknar sú spurning, hvort Steingrímur J. muni ekki halda baráttu sinni gegn íslenskum hagsmunum áfram í Kaupmannahöfn og reyni að telja kjark í félaga sína í Kaupmannahöfn, þannig að þeir missi nú ekki móðinn og fari að taka afstöðu með Íslendingum.

Íslenska ríkisstjórnin vill ekki þyrla upp neinu ryki, sem gæti styggt Breta og Hollendinga.


mbl.is Munu krefjast lægri greiðslna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband