Ætli Steingrímur J. telji þeim ekki hughvarf?

Sósialíski vinstriflokkurinn í Noregi er nú að komast á þá skoðun, að ekki ætti að tengja lán Noregs og hinna norðurlandanna til Íslands við lausn Icesave deilunnar og hyggst taka upp baráttu þess efnir á norska þinginu.

Steingrímur J. er nú farinn til Kaupmannahafnar til fundar við félaga sína á norðurlöndunum, þ.e. formenn systurflokka VG, en þeir munu ætla að samræma málflutning sinn í ýmsum málum, sem vinstrinu er hugleikið um þessar mundir.

Harðasti baráttumaður, hérlendis, fyrir málstað Breta og Hollendinga, er Steingrímur J. Sigfússon og hefur hann verið sofinn og vakinn í andstöðu sinni við hagsmuni Íslands í málinu og hvergi verið haggað, þrátt fyrir eindrenginn baráttuvilja þjóðarinnar gegn þrældómi fyrir kúgarana.

Því vaknar sú spurning, hvort Steingrímur J. muni ekki halda baráttu sinni gegn íslenskum hagsmunum áfram í Kaupmannahöfn og reyni að telja kjark í félaga sína í Kaupmannahöfn, þannig að þeir missi nú ekki móðinn og fari að taka afstöðu með Íslendingum.

Íslenska ríkisstjórnin vill ekki þyrla upp neinu ryki, sem gæti styggt Breta og Hollendinga.


mbl.is Munu krefjast lægri greiðslna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband