30.1.2010 | 22:48
Á brattann að sækja fyrir Samfylkinguna
Degi B. Eggertssyni er hér með óskað til hamingju með góða kosningu í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem og öðrum, sem röðuðust í sætin þar fyrir aftan.
Í þrem efstu sætunum eru sitjandi borgarfulltrúar, þannig að miðað við frammistöðu Samfylkingarinnar í borgarmálum á þessu kjörtímabili, er ekki hægt að gera ráð fyrir að listinn nái neitt sérstaklega miklum árangri í kosningunum í vor. Ekki hjálpar frammistaða flokksins í landsmálunum heldur til, þvert á móti mun hún verða borgarstjórnarlistanum til mikilla trafala.
Það vekur einngi athygli, að aðeins 2.656 atkvæði skyldu skila sér í prófkjörinu, en það er innan við helmingur þess fjölda, sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.
Það gefur sterklega til kynna, að Samfylkingin eigi verulega á brattann að sækja um þessar mundir.
![]() |
Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.1.2010 | 13:45
Óhugnanleg spenna
Íslendingar standa gjörsamlega á öndinni yfir leiknum gegn Frökkum, sem eru bæði Ólimpíu- og heimsmeistarar og ætla sér að bæta Evrópumeistaratitlinum við núna.
Íslenska liðið hefur sannarlega staðið sig eins og hetjur í jöfnum leik og þó staðan sé 16-14 í hálfleik, þá hefur lengst af verið jafnt á öllum tölum og allt getur skeð í seinni hálfleik.
Tapist leikurinn, er það a.m.k. ekki vegna baráttuleysis, því íslenska liðið hefur svo sannarlega sýnt, að það getur unnið hvaða lið sem er, hvort sem það eru heimsmeistarar, eða aðrir.
Annað, stórkostlegt, sem hefur komið út úr þessu móti er, að nú er fædd ný alheimsstjarna í handbolta, Aron, sem hefur staðið sig stjórkostlega og á eftir að verða mesti og besti handboltamaður í heimi.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 11:43
Skuldir erlendra ríkissjóða er helsti vandi Íslendinga
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. þreytast aldrei á að hóta þjóðinni því, að verði kúgunarlögin vegna Icesave ekki verða staðfest hið bráðasta, muni verða erfitt fyrir Íslendinga að fá lán erlendis til uppbygingar hérlendis og framlenginar þeirra gríðarlegu skuldabyrði, sem þega hvílir á ríkissjóði og einkaaðilum.
Þetta er alger fölsun staðreynda, því hvort sem þrælalögin verða samþykkt, eða ekki, mun Íslendingum reynast nánast ómögulegt að fá erlend lán, á viðunandi kjörum, næsta áratuginn. Það kemur Icesave ekkert við, heldur þeirri staðreynd, að festir ríkissjóðir, a.m.k. á vesturlöndum, eru svo skuldum hlaðnir, eftir bankahrunið, að samkeppnin um lánsfé verður gríðarleg og í þeirri samkeppni munu Íslendingar ekki verða framarlega á viðskiptamannalistum þeirra fjármálafyrirtækja, sem yfirleitt geta lánað eitthvert fé.
Hins vegar munu íslenskir ráðamenn halda áfram að kenna Icesave um eigið getu- og framtaksleysi á öllum sviðum.
![]() |
Skuldir ríkja stærsti vandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 09:48
Að koma fram eins og menn en ekki gólftuskur
Algerlega er ótrúlegt að fylgjast með því, hvernig ráðmenn þjóðarinnar ræða um framkomu Breta og Hollendinga í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Smjaður og undirlægjuháttur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J., fær fólk til að roðna af skömm, en Ólafur Ragnar segir þeim nákvæmlega hvað almenningur hugsar.
Hámark ræfildómsins í Jöhönnu var, þegar hún sagði við CNN að tafirnar vegna neitunar á staðfestingu laganna gæti tafið fyrir inngöngu Íslands í ESB og munu þau ummæli hennar ennþá standa inn á vef CNN, henni til skammar og háðungar, enda er íslenska þjóðin algerlega andvíg inngöngu í klúbb, sem hefur Breta, Hollendinga og norðurlöndin innanborðs.
Ólafur Ragnar lætur Brown og Darling heyra það óþvegið í viðtalinu, t.d. með þessu skoti, þegar hann ræddi um viðtal við þá félaga á CNN, þar sem þeir héldu því fram að Ísland væri gjaldþrota: "Sem var fullkomin þvæla og ekkert annað er fjármálaleg hryðjuverkastarfsemi af þeirra hálfu, að sögn forseta Íslands. Þetta hafði þau áhrif að fyrirtæki alls staðar í heiminum sem áttu í samskiptum við Ísland, lokuðu fyrir þau."
Íslendingar væru í allt annarri og betri samningsstöðu við Breta og Hollendinga, ef ráðamenn þjóðarinnar kæmu fram eins og menn, en ekki eins og gólftuskur kúgaranna.
![]() |
Það er verið að kúga okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)