Skuldir erlendra ríkissjóða er helsti vandi Íslendinga

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. þreytast aldrei á að hóta þjóðinni því, að verði kúgunarlögin vegna Icesave ekki verða staðfest hið bráðasta, muni verða erfitt fyrir Íslendinga að fá lán erlendis til uppbygingar hérlendis og framlenginar þeirra gríðarlegu skuldabyrði, sem þega hvílir á ríkissjóði og einkaaðilum.

Þetta er alger fölsun staðreynda, því hvort sem þrælalögin verða samþykkt, eða ekki, mun Íslendingum reynast nánast ómögulegt að fá erlend lán, á viðunandi kjörum, næsta áratuginn.  Það kemur Icesave ekkert við, heldur þeirri staðreynd, að festir ríkissjóðir, a.m.k. á vesturlöndum, eru svo skuldum hlaðnir, eftir bankahrunið, að samkeppnin um lánsfé verður gríðarleg og í þeirri samkeppni munu Íslendingar ekki verða framarlega á viðskiptamannalistum þeirra fjármálafyrirtækja, sem yfirleitt geta lánað eitthvert fé.

Hins vegar munu íslenskir ráðamenn halda áfram að kenna Icesave um eigið getu- og framtaksleysi á öllum sviðum.


mbl.is Skuldir ríkja stærsti vandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband