Óhugnanleg spenna

Íslendingar standa gjörsamlega á öndinni yfir leiknum gegn Frökkum, sem eru bæði Ólimpíu- og heimsmeistarar og ætla sér að bæta Evrópumeistaratitlinum við núna.

Íslenska liðið hefur sannarlega staðið sig eins og hetjur í jöfnum leik og þó staðan sé 16-14 í hálfleik, þá hefur lengst af verið jafnt á öllum tölum og allt getur skeð í seinni hálfleik.

Tapist leikurinn, er það a.m.k. ekki vegna baráttuleysis, því íslenska liðið hefur svo sannarlega sýnt, að það getur unnið hvaða lið sem er, hvort sem það eru heimsmeistarar, eða aðrir.

Annað, stórkostlegt, sem hefur komið út úr þessu móti er, að nú er fædd ný alheimsstjarna í handbolta, Aron, sem hefur staðið sig stjórkostlega og á eftir að verða mesti og besti handboltamaður í heimi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband