Að koma fram eins og menn en ekki gólftuskur

Algerlega er ótrúlegt að fylgjast með því, hvernig ráðmenn þjóðarinnar ræða um framkomu Breta og Hollendinga í viðtölum við erlenda fjölmiðla.  Smjaður og undirlægjuháttur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J., fær fólk til að roðna af skömm, en Ólafur Ragnar segir þeim nákvæmlega hvað almenningur hugsar.

Hámark ræfildómsins í Jöhönnu var, þegar hún sagði við CNN að tafirnar vegna neitunar á staðfestingu laganna gæti tafið fyrir inngöngu Íslands í ESB og munu þau ummæli hennar ennþá standa inn á vef CNN, henni til skammar og háðungar, enda er íslenska þjóðin algerlega andvíg inngöngu í klúbb, sem hefur Breta, Hollendinga og norðurlöndin innanborðs.

Ólafur Ragnar lætur Brown og Darling heyra það óþvegið í viðtalinu, t.d. með þessu skoti, þegar hann ræddi um viðtal við þá félaga á CNN, þar sem þeir héldu því fram að Ísland væri gjaldþrota:  "Sem var fullkomin þvæla og ekkert annað er fjármálaleg hryðjuverkastarfsemi af þeirra hálfu, að sögn forseta Íslands. „Þetta hafði þau áhrif að fyrirtæki alls staðar í heiminum sem áttu í samskiptum við Ísland, lokuðu fyrir þau."

Íslendingar væru í allt annarri og betri samningsstöðu við Breta og Hollendinga, ef ráðamenn þjóðarinnar kæmu fram eins og menn, en ekki eins og gólftuskur kúgaranna.

 


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

esb hvað ALDREI burt með þessa þvælu.

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:29

2 identicon

Mig undrar líka aumingjaskapur núverandi ríkisstjórnar, en einnig hinnar fyrri!

ÓRG er að gera góða hluti núna.  Hann hefur gert iðrun og fylkir nú með þjóðinni.  Af hverju fylkja flokkarnir ekki allir með forsetanum og þjóðinni?  Hvað veldur? 

Við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Hvers konar þingmenn vilja ganga erinda fjár-glæpamanna, en gegn forseta og þjóðinni?

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn beinlínis ganga gegn forsetanum og þjóðinni?

Við segjum öll NEI

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband