Dæmigert útrásarrugl

Nýjir eigendur að knattspyrnuliðinu West Ham, segja að skuldir félagsins nemi um 110 milljónum punda, eða tæpum 23 milljörðum króna, en CB Holding og Straumur hafi sagt þær vera 38 milljónir punda, eða "aðeins" um átta milljarðar króna.

Ekki kemur fram skýring á þessum mismun, en hann bendir auðvitað til þess, sem raunar var vitað, að banka- og útrásarangurgapar, vissu aldrei skulda sinna tal og höfðu enn minna vit á rekstri.

Það sannast eftirminnilega, með þessum orðum annars nýju eigendanna, David's Sullivan, sem hann lét falla á blaðamannafundi:  "Það er engin innkoma, fyrri eigendur tóku lán út á ársmiðasölu næstu tveggja ára og styrktaraðilar hafa þegar greitt 70 prósent af sínum hlut fyrir næstu þrjú árin. Fyrir utan þetta er svo starfslokasamningurinn við Alan Curbishley þannig að í heildina gerir þetta um 110 milljónir punda."

Sennilega er þetta sú lýsing, sem kemst næst því að vera dæmigerð fyrir útrásarsukkið.


mbl.is Sullivan: West Ham skuldar yfir 100 milljónir punda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins ein skýring

Wouters Bos, fjármálaráðherra Hollands, segir að engin formleg ósk hafi komið frá íslenskum yfirvöldum um nýjar viðræður um Icesave og Hollendingar muni ekki hafa frumkæði að þeim.  Hann segist verða að bíða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Íslandi, án þess að fram komi, hvað hann ætli að gera, eftir að lögin verða felld þar, með afgerandi meirihluta.

Íslensk stjórnvöld virðast ekkert vera að gera, eða ætla að gera, til þess að leiða íslensku þjóðina út úr þeirri ánauð, sem hún er búin að semja um að hneppa skattgreiðendur í, og vekur það upp spurningu um hvers vegna það geti verið.

Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, hefur skýrt frá því, að hann hafi í störfum sínum fyrir ríkisstjórnina, séð "hliðarsamninga" við sjálfan Icesave samninginn, sem ekki hafi verið birtir og því gat hann ekki tjáð sig um innihald þeirra. 

Í þessum "hliðarsamningum" hlýtur skýringin að liggja og það eina, sem skýrt getur hörku Breta og Hollendinga í málinu og undirlægjuhátt ríkisstjórnar Íslands, er að þessi leyniskjöl innihaldi samning um að ESB muni yfirtaka Icesave samninginn, eftir að Íslendingar hafi samþykkt inngöngu í bandalagið.  Önnur skýring getur einfaldlega ekki komið til greina, því svo brjálæðislegar klyfjar samþykkir engin ríkisstjórn, fyrir hönd sinnar þjóðar, en að sama skapi eru þetta smáaurar fyrir ESB að yfirtaka.

Sé þetta raunin, verður skiljanlegt, hvers vegna ríkisstjórnin berst svo hatrammlega fyrir þessum samningi, sem allir eru sammála um, að er Íslendingum ofviða.

Það er verðugt rannsóknarefni fyrir alvöru fjölmiðlamenn, að grafast fyrir um það, um hvað þessir "hliðarsamningar" fjalla og upplýsa almenning um það, úr því að ríkisstjórnin sér ekki sóma sinn í að leggja öll spil á borðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.


mbl.is Engar viðræðuóskir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útflutningurinn er ljósið, en ríkisstjórnin myrkrið

Í nýrri skýrslu Nordea, þar sem lítillega er fjallað um íslensk efnahagsmál, segir að útflutningurinn sé ljósið í efnahagslegu rökkri Íslendinga.  Það sem sé að koma landinu til bjargar á erfiðum tímum, sé sjávarútvegurinn og álið, vegna hækkandi verðs erlendis á hvoru tveggja.  Við þetta má bæta ferðamannaiðnaðinum, sem skilar vaxandi tekjum í þjóðarbúið, vegna lækkunar krónunnar.

Fljótlegasta ráðið til að lýsa betur upp þann myrkraklefa, sem ríkisstjórnin er föst í, er að efla þessar atvinnugreinar, t.d. með því að drífa áfram framkvæmdir við netþjónabú, orkuver, álver o.fl, en stjórnin er að gera þveröfugt, með því að þvælast fyrir og tefja allar þær framkvæmdir á þessum sviðum, sem áhugi er fyrir að ráðast í.

Ofan á þann þvergirðingshátt, er stjórnin að hringla og þvæla um sjávarútveginn, með ómarkvissum og tvísaga yfirlýsingum um framtíð kvótakerfisins, í stað þess að skapa ró í þeim efnum og stuðla að enn meiri útflutningi sjávarafla, t.d. með viðbótarkvóta.

Vonandi tekst ríkisstjórninni ekki að slökkva öll ljós í landinu og draga þjóðina inn í myrkraklefann til sín.


mbl.is Útflutningur ljósið í myrkrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndaður þér það, Steingrímur

Steingrímur J., blaðafulltrúi Breta og Hollendinga í Icesavemálum, lætur gamminn geysa í NPR í Bandaríkjunum og stendur sig þar í stykkinu, eins og venjulega, sem fulltrúi kúgunaraflanna.

Hann lætur í ljós mikil vonbrigði með þá stórhættu, að íslenskir kjósendur segi skoðun sína á samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða eins og segir við fréttamanninn:  "Ímyndaðu þér hver niðurstaðan yrði í Bandaríkjunum ef skattgreiðendur hefðu möguleika á að greiða atkvæði um lögin. Ímyndaðu þér það," segir Steingrímur í viðtali við NPR. Hann segir það ekki auðvelt að sannfæra kjósendur um að samþykkja auknar skattgreiðslur og frekari efnahagslegar byrðar vegna óábyrgrar hegðunar bankamannanna."

Það er alvega rétt ályktað hjá Steingrími J., að íslenskir skattgreiðendur eru ekkert ánægðir, að láta kúga sig til ánauðar fyrir erlenda þrælahöfðingja vegna skulda, sem þjóðin ber enga ábyrgð á.

Steingrímur J. ætti að ímynda sér hvaða önnur ríkisstjórn, en sú íslenska, myndi samþykkja slíkt.  Getur hann, eða nokkur annar, ímyndað sér ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands eða nokkurs annars ríkis, leggja slíkar ólöglegar byrðar á sína þegna.

Þegar Steingrímur J. verður búinn að hugleiða þetta, mun hann sjálfur áreiðanlega segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og taka þannig afstöðu með sinni eigin þjóð.


mbl.is NPR fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband