Dæmigert útrásarrugl

Nýjir eigendur að knattspyrnuliðinu West Ham, segja að skuldir félagsins nemi um 110 milljónum punda, eða tæpum 23 milljörðum króna, en CB Holding og Straumur hafi sagt þær vera 38 milljónir punda, eða "aðeins" um átta milljarðar króna.

Ekki kemur fram skýring á þessum mismun, en hann bendir auðvitað til þess, sem raunar var vitað, að banka- og útrásarangurgapar, vissu aldrei skulda sinna tal og höfðu enn minna vit á rekstri.

Það sannast eftirminnilega, með þessum orðum annars nýju eigendanna, David's Sullivan, sem hann lét falla á blaðamannafundi:  "Það er engin innkoma, fyrri eigendur tóku lán út á ársmiðasölu næstu tveggja ára og styrktaraðilar hafa þegar greitt 70 prósent af sínum hlut fyrir næstu þrjú árin. Fyrir utan þetta er svo starfslokasamningurinn við Alan Curbishley þannig að í heildina gerir þetta um 110 milljónir punda."

Sennilega er þetta sú lýsing, sem kemst næst því að vera dæmigerð fyrir útrásarsukkið.


mbl.is Sullivan: West Ham skuldar yfir 100 milljónir punda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband