15.1.2010 | 20:42
Beiskur drykkur og baneitraður
Steingrímur J. upplýsti félaga sína í VG á flokkstjórnarfundi, að ofríki Breta og Hollendinga byggðist ekki á lagalegum grunni, væri óréttlátt og hrein kúgun, en betra væri að drekka þann drykk, en deyja úr þorsta.
Drykkurinn er vissulega beyskur, en það sem er verra, er að hann er eitraður og leiðir til dauða á skömmum tíma. Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé eins gott að deyja strax úr þorsta, frekar en kveljast af eitrinu og þola langvarandi og kvalafullan dauðdaga.
Stæðu menn frammi fyrir þeim afarkostum að láta hengja sig, eða kvelja til dauða, myndu flestir velja henginuna.
![]() |
Betra en að deyja úr þorsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.1.2010 | 15:35
Hvernig hljóðar skipunarbréfið?
Það er gott og blessað, að hafa tilbúna þverpólitíska samninganefnd, sem hefði það hlutverk að ganga frá Icesave málinu, eftir að búið verður að fella núgildandi lög úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mikið óráð er hinsvegar, að fara af stað í samningaviðræður fyrir atkvæðagreiðsluna, því samningsstaðan verður því betri, eftir því sem lögin verða felld með glæsilegri hætti.
Aðalatriðið í málinu er, að skipunarbréf og markmið nefndarinnar verði skilgreint á vandaðan hátt, strax í upphafi, því Svavarsnefndin fór með tiltölulega opið umboð til samningaviðræðna við Breta og Hollendinga og fékk útreið, frá andstæðingunum eftir því. Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson létu þrælahöfðingjana komast upp með hreina fjárkúgun, enda nenntu þeir ekki að standa í neinu þrasi um málið, eins og Svavar hefur sjálfur sagt.
Markmið nefndarinnar getur aldrei orðið annað, en að fá fulla viðurkenningu á því að "alþjóðlegar skuldbindingar" íslenskra skattgreiðenda séu engar, enda er það í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB.
Til þess að sýna baráttuvilja þjóðarinnar fyrir réttindum sínum, verður útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni að vera eitt stórt NEI.
![]() |
Þverpólitísk nefnd um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2010 | 13:35
Þess vegna verður að segja NEI
Steingrímur J., kemur blaðskellandi af ríkisstjórnarfundi og tilkynnir að: Það er mat lögfræðinga að það séu vandkvæði á framkvæmd ágústlaganna [fyrri laganna um Icesave] okkar sjálfra vegna, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar féllust á allt sem að þeim snýr, einfaldlega vegna þess að það getur verið vandkvæði fyrir tryggingasjóðinn að takast á við skuldbindinguna og það geta verið vandkvæði á því fyrir fjármálaráðherra að veita ábyrgðina."
Eins og venjulega eru vísurnar hálfkveðnar, því ekkert er útskýrt í hverju þessi vandkvæði eru fólgin og ekki virðist blaðamaðurinn haft rænu á því, að fá nánari skýringar á þessu, en það er frekar regla, en undantekning, að fréttamenn láti mata sig á einhverri dellu og hafi hvorki rænu eða vit, til að krefjast nánari útskýringa.
Hitt er annað mál, að það er einmitt albesta launsin og sú eina rétta, að eldri lögin taki alls ekki gildi, þegar lagabreytingin hefur verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Bretar og Hollendingar neituðu að samþykkja fyrirvarana við ríkisábyrgðinni og þar með hafa þau lög aldrei tekið gildi og munu ekki taka gildi.
Þar með verður hægt að taka málið upp, algerlega frá byrjunarreit og í þetta sinn með íslensk lög og tilskipanir ESB í forgrunni.
Verði samið á þeim grundvelli, þá mun ríkissjóður og íslenskir skattgreiðendur ekki þurfa að greiða eina einustu krónu, vegna þessara skulda Landsbankans.
![]() |
Vandkvæði á gildistöku fyrri Icesave-laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2010 | 10:56
Joly og Jóhanna
Ekki virðast þær eiga einn einasta mannkost sameiginlegan, Eva Joly og Jóhanna Sigurðardóttir.
Eva Joly er eindreginn stuðningsmaður málstaðar Íslands í baráttunni fyrir réttindum Íslendinga í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga, en Jóhanna ötull boðberi málstaðar kúgaranna.
Joly skrifar greinar og fer í viðtöl og lætur erlendu þrælahöfðingjana heyra það óþvegið, en Jóhanna knékrýpur fyrir hinu erlenda valdi og grátbiður um örlítið léttari svipuhögg.
Joly útskýrir fyrir erlendum þjóðum, um hvað Icesave málið snýst, en Jóhanna tönglast stöðugt á "alþjóðlegum skuldbindingum" Íslendinga, án þess að útskýra nokkurn tíma í hverju þær skuldbindingar séu fólgnar.
Joly er ráðgjafi íslenskra yfirvalda í rannsókn flóknustu sakamála í sögu landsins og þó víðar væri leitað, en Jóhanna skilur ekki einföldustu tilskipanir ESB varðandi tryggingasjóði innistæðueigenda.
Það er einkennilegt að Eva Joly er erlend, en Jóhanna Sigurðardóttir íslensk.
Ofan á alla aðra ógæfu, er Jóhanna forsætisráðherra, en Joly ekki.
![]() |
Joly: Norðmönnum ber að aðstoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2010 | 09:52
Ekki eftir neinu að bíða
Ef rétt er skilið, virðist endanlega búið að tryggja fjármögnun gagnavers Verne Holdings á Suðurnesjum, með aðkomu góðgerðarsjóðsins Wellcome Trust, sem mun fjármagna fyrsta áfanga versins að öllu leyti.
Þá er ekki eftir neinu að bíða með að Iðnaðarráðuneytið gangi frá fjármögnunarsamningi við félagið, svo framkvæmdir komist á fullan skrið að nýju. Í því ástandi, sem nú ríkir í atvinnumálum þjóðarinnar, er hver dagur afar dýr, sem svona framkvæmdir dragast.
Eftir að búið verður að koma framkvæmdum við gagnaverið í gang, verður að leggja þunga í að koma af stað virkjunum og vinnu við álverið á Suðurnesjum og svo í beinu framhaldi virkjunum og álveri við Húsavík.
Ef þessar framkvæmdir komast á fullan skrið, myndi það auka bjartsýni manna, á að rofa færi til í atvinnumálum þjóðarinnar.
Það er brýnasta verkefnið, næst á eftir því að fella nauðungarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
![]() |
Góðgerðarsjóður fjármagnar gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2010 | 08:42
Enga samninga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
Jóhanna Sigurðardóttir segir að skynsamlegra sé, að semja að nýju við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess, að ef lögin verði felld í atkvæðagreiðslunni, muni það veikja samningsstöðu Íslendinga.
Þetta eru alger öfugmæli, því ef lögin yrðu felld úr gildi með afgerandi mun og Bretum og Hollendingum þannig sýndur hugur þjóðarinnar til þrælasamningsins, yrði samningsstaðan miklu sterkari, en ekki veikari.
Þegar búið verður að fella lögin með afgerandi mun, þá munu gömlu lögin um ríkisábyrgðina ekki verða virk, vegna þess að Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, sem sú lagasetning byggði á og þá kemst málið á byrjunarreit að nýju.
Þannig verður hægt að taka málið upp á algerlega nýjan hátt og standa vörð um íslenska hagsmuni, en þeir felast auðvitað í því, að Íslendingar eru ekki háðir neinum "alþjóðlegum skuldbindingum" í málinu, enda eru þær ekki til, aðeins tilbúningur Breta og Hollendinga, sem íslenska stjórnin lepur upp eftir þeim, í stað þess að standa vörð um hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.
Þvi er krafan sú, að engir samningar verði gerðir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, því ekki verður trúað fyrr en séð verður, að nokkur einasti Íslendingur kjósi þá með hagsmunum kúgaranna og gegn sínum eigin.
Stöndum saman og segjum NEI.
![]() |
Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)