Enga samninga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna

Jóhanna Sigurðardóttir segir að skynsamlegra sé, að semja að nýju við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess, að ef lögin verði felld í atkvæðagreiðslunni, muni það veikja samningsstöðu Íslendinga.

Þetta eru alger öfugmæli, því ef lögin yrðu felld úr gildi með afgerandi mun og Bretum og Hollendingum þannig sýndur hugur þjóðarinnar til þrælasamningsins, yrði samningsstaðan miklu sterkari, en ekki veikari.

Þegar búið verður að fella lögin með afgerandi mun, þá munu gömlu lögin um ríkisábyrgðina ekki verða virk, vegna þess að Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, sem sú lagasetning byggði á og þá kemst málið á byrjunarreit að nýju. 

Þannig verður hægt að taka málið upp á algerlega nýjan hátt og standa vörð um íslenska hagsmuni, en þeir felast auðvitað í því, að Íslendingar eru ekki háðir neinum "alþjóðlegum skuldbindingum" í málinu, enda eru þær ekki til, aðeins tilbúningur Breta og Hollendinga, sem íslenska stjórnin lepur upp eftir þeim, í stað þess að standa vörð um hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.

Þvi er krafan sú, að engir samningar verði gerðir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, því ekki verður trúað fyrr en séð verður, að nokkur einasti Íslendingur kjósi þá með hagsmunum kúgaranna og gegn sínum eigin.

Stöndum saman og segjum NEI.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband