28.9.2009 | 22:55
Stokkhólmsheilkennið
Það er þekkt, að fórnarlömb, t.d. mannráns, fara að samsama sig kvalara sínum og taka hans málsstað í einu og öllu og er það kallað að fórnarlambið sé haldið Stokkhólmsheilkenni. Þekkt dæmi um þetta er þegar Patty Hearst, fjölmiðlakóngsdótur, var rænt og haldið fanginni í langan tíma, fór að stunda bankarán með mannræningjanum og varð ástfangin af honum, áður en verðir laganna handtóku þau.
Nú er komið í ljós, að Steingrímur J. og reyndar öll ríkisstjórnin er þjökuð af Stokkhólmheilkenninu, því hún er farin að vinna gegn þjóð sinni, en vinnur í þágu kvalara þjóðarinnar og berjast fyrir málstað þeirra með kjafti og klóm.
Þetta sannast nú síðast á því, að í stað þess að Steingrímur J. segi í erlendum fjölmiðlum, að Icesafe málið sé endanlega afgreitt, með lögum frá Alþingi um fyrirvarana við Icesafe þrælasamninginn, þá gefur hann þrælahöldurunum undir fótinn, opinberlega, með að ef þeim líki ekki við lögin, þá verði þeim bara breytt. Slíkur undirlægjuháttur af hálfu ráðherra er þjóðarskömm. Auðvitað á hann ekki að hvika frá afgreiðslu Alþingis og á að berjast fyrir landið og þjóðina, en ekki þá sem hafa hveppt hana í ánauð.
Ríkisstjórn Íslands mun lenda sem efni í sálfræðikennslu háskóla heimsins, með Patty Hearst og öðrum frægum fórnarlömbum Stokkhólmsheilkennisins.
![]() |
Vonast eftir Icesave niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.9.2009 | 16:32
Hálfkák í sparnaði
Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur til sparnaðar og hagræðingar í verkefnum ráðuneyta og stofnana. Ein breytingin felur í sér að mögulegt verður að reka Jón Bjarnason úr ráðherrastóli, enda maðurinn Samfylkingunni óþægur í ESB málum. Aðrar tillögur eru magrar aðeins til að sýnast og munu ekki skila miklum raunsparnaði.
Tillögur eru settar fram til endurskipulagningar verkefna og stofnana á sviði vinnu og velferðar í félags- og tryggingamálaráðuneytinu og virðast þær helst snúast um að koma verkefnum, t.d. málefnum fatlaðra, yfir á sveitarfélögin. Þó það þýði "lækkun" á kostnaði Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, eykst kostnaðurinn að sama skapi hjá blönkum sveitarfélögum. Ekki felst neinn raunsparnaður í opinberri þjónustu með því að færa verkefni á milli ráðuneyta eða frá ráðuneytum til sveitarfélaga.
Um 70-75% rekstrarkostnaðar hins opinbera er launakostnaður, en ekki á að fækka opinberum starfsmönnum við þessar breytingar, eða eins og segir í tilkynningunni: "Þetta mun hafa í för með sér breytingar á núverandi vinnuaðferðum og fjölda og samsetningu starfsfólks á ákveðnum sviðum ríkisrekstrar. Því er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að allir þeir sem nú vinna hjá ríkinu sinni sömu eða sams konar störfum eftir að endurskipulagning hefur farið fram.
Í hverju skyldi hinn mikli sparnaður vera fólginn, við allar þessar tilfæringar?
![]() |
Viðamiklar breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2009 | 14:39
Óskiljanleg rök seðlabankans fyrir stýrivöxtum
Seðlabankinn kynnti í síðustu viku, þá ákvörðun sína, að stýrivextir yrðu óbreyttir, 12%, og verðbólga væri 11% og því væri ekki um að ræða nema 1% raunstýrivexti. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti, sem hugtakið raunstýrivextir er notað og ótrúlegt að útreikningurinn sé kominn frá seðlabankanum, sem hefur innan sinna vébanda ótal hagfræðinga og nýjan maxista í bankastjórastól, sem er með álíka margar háskólagráður og Georg Bjarnfreðarson.
Það er rétt hjá seðlabankanum, að verðbólga mæld tólf mánuði aftur í tímann var tæp 11%, en núveandi verðbólguhraði er allt annar, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,1% verðbólgu á ári (8,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis)."
Háir stýrivextir í fortíðinni voru réttlættir með því, að þeir ættu að draga úr þenslu í framtíðinni, enda tæki nokkra mánuði að ná fram áhrifum stýrivaxtabreytinga. Nú þegar verðbólguhraðinn er 6,1% á ári og engin þensla í þjóðfélaginu, er hrein aðför að atvinnulífinu, að halda stýrivöxtum í 12%.
Bankarnir voru uppfullir af alls kyns fræðingum fyrir hrunið, svo sem viðskipta- hag og lögfræðingum ásamt þjóðhagfræðingum, viðskiptaverkfræðingum og endurskoðendum, en ekki var nú samt meiri skilningur á efnahagsmálum þar innanborðs en svo, að fræðingunum tókst í samvinnu við útrásarmógúlana, sem einnig höfðu sambærilega sérfræðinga á sínum snærum, að rústa efnahafskerfi landsins á undra skömmum tíma.
Skilningsleysi menntamannanna í seðlabankanum er á góðri leið með að keyra íslenskt efnahagslíf í aðra kollsteypu og ríkisstjórnin stendur aðgerða- og ráðalaus hjá og lýsir bara vonbrigðum með að ástandið lagist ekki.
Hvað er með svona seðlabanka og ríkisstjórn að gera?
![]() |
Verðbólgan nú 10,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 10:10
Aumkunnarverður félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er á harðahlaupum undan eigin aðgerðarleysi við vanda skuldugra heimila, en hann hefur ávallt lagt þunga áherslu á, að alls ekki sé mögulegt að fara út í almennar aðgerðir vegna skuldavandans, heldur verði að meta hvert tilfelli fyrir sig og aðeins eigi að leysa vanda þeirra, sem nánast séu gjaldþrota.
Framsóknarmenn lögðu fram tillögur um það strax í Febrúar s.l., að farið yrði í almenna skuldaleiðréttingu um 20% og síðar kom Tryggvi Þór Herbertsson fram með svipaða tillögu. Þetta hefur Árni Páll og ríkisstjórnin allaf sagt að sé óframkvæmanlegt og alls ekki viljað ræða nokkra einustu útfærslu á þvílíkum hugmyndum.
Nú, eftir mikinn þrýsting Hagsmunasamtaka heimilanna og fleiri aðila, er Árni Páll skyndilega dottin niður á þá lausn, að lækka allar skuldir um 25% og virðist sjálfur halda, að hann hafi fundið upp þessa aðferð til skuldaleiðréttingar. Eins og venjulega, þegar eitthvað heyrist frá ríkisstjórninni, þá er málið um það bil að leysast, en það á auðvitað eftir að útfæra hvernig á að framkvæma hlutinn.
Frakvæmdakvíði, hugmyndaleysi og tafastefna ríkisstjórnarinnar í öllum málum, er við það að koma af stað nýrri kollsteypu í efnahagslífinu.
Allar aðgerðir koma fram seint og illa og þær, sem helst þyrfti til að komast út úr kreppunni, koma alls ekki.
![]() |
25% lækkun höfuðstóls lánanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.9.2009 | 09:15
Sagan endurskrifuð
Breska blaðið Guardian heldur því fram, að þau orð Davíðs Oddssonar í Kastljósi, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum, hafi orðið til þess að Bretar beyttu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi. Ef þetta væri rétt, hefðu Bretar þurft að þýða þessi ummæli sama kvöld og þau voru sögð, ræsa út allt stjórnkerfið um nóttina og senda breska fjármálaeftirlitið af stað fyrir allar aldir morguninn eftir.
Hryðjuverkalögunum var beitt af hálfu Breta fyrir opnun banka daginn eftir þennan Kastljósþátt og fyrr hefur því aldrei verið haldið fram í Bretlandi, að þessi orð hafi verið ástæðan, þvert á móti komst bresk þingnefnd að þeirri niðurstöðu, að samskipti Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Matthíasen, fjármálaráðherra Íslands, hafi verið ástæðan fyrir upphlaupi Darlings. Ekki nóg með það, heldur nánast ávítti nefndin Darling fyrir að hafa misskilið og rangtúlkað orð Árna.
Skammtíma minni margra manna er slíkt, að þeir hlaup nú upp til handa og fóta og grípa þessa eftiráskýringu Guardian, sem heilagan sannleika, og upplagt tækifæri til þess að ráðast á nýráðinn ritstjóra Moggans.
Þó ekki sé nema ár liðið frá þessum atburðum og ennþá styttra síðan skýrsla rannsóknarnefndar breska þingsins leit dagsins ljós, er þegar byrjað að endurskrifa söguna.
![]() |
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)