Stokkhólmsheilkennið

Það er þekkt, að fórnarlömb, t.d. mannráns, fara að samsama sig kvalara sínum og taka hans málsstað í einu og öllu og er það kallað að fórnarlambið sé haldið Stokkhólmsheilkenni.  Þekkt dæmi um þetta er þegar Patty Hearst, fjölmiðlakóngsdótur, var rænt og haldið fanginni í langan tíma, fór að stunda bankarán með mannræningjanum og varð ástfangin af honum, áður en verðir laganna handtóku þau.

Nú er komið í ljós, að Steingrímur J. og reyndar öll ríkisstjórnin er þjökuð af Stokkhólmheilkenninu, því hún er farin að vinna gegn þjóð sinni, en vinnur í þágu kvalara þjóðarinnar og berjast fyrir málstað þeirra með kjafti og klóm.

Þetta sannast nú síðast á því, að í stað þess að Steingrímur J. segi í erlendum fjölmiðlum, að Icesafe málið sé endanlega afgreitt, með lögum frá Alþingi um fyrirvarana við Icesafe þrælasamninginn, þá gefur hann þrælahöldurunum undir fótinn, opinberlega, með að ef þeim líki ekki við lögin, þá verði þeim bara breytt.  Slíkur undirlægjuháttur af hálfu ráðherra er þjóðarskömm.  Auðvitað á hann ekki að hvika frá afgreiðslu Alþingis og á að berjast fyrir landið og þjóðina, en ekki þá sem hafa hveppt hana í ánauð.

Ríkisstjórn Íslands mun lenda sem efni í sálfræðikennslu háskóla heimsins, með Patty Hearst og öðrum frægum fórnarlömbum Stokkhólmsheilkennisins.


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Geir Haarde og Árni Matt voru búnir að gera samning sem að var með hærri vöxtum og hraðari greiðslum. Þeir hljóta að hafa verið haldnir sækni í kvalalosta?

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var ekki búið að gera neinn samning, hinsvegar hafði verið skrifað undir minnisblað um að gengið skyldi til samninga á ákveðnum forsendum.  Þar vor m.a. svonefnd Brusselviðmið, sem þrælasalarnir Steingrímur J., Indriði H., og Svavar Gestsson létu lönd og leið og tóku ekkert tillit til við gerða þrælasölusamningsins.

Rifjaðu upp það sem Steingrímur J. sagði um Icesafe málið á meðan hann var í ríkisstjórn og svo væri rétt að líta á það sem Ingibjörg Sólrún gortaði sig af, varðandi Brussel viðmiðin.

Með slíkri upprifjum gætir þú jafnvel öðlast vilja til að losna úr þrælafjötrunum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona átti setningin auðvitað að vera:  Rifjaðu upp það sem Steingrímur J. sagði um Icesafe málið á meðan hann var í stjórnarandstöðu og svo væri rétt að líta á það sem Ingibjörg Sólrún gortaði sig af, varðandi Brussel viðmiðin.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Andspilling

Merkilegt hvað síðueigandi er blindur á sitt egið Stokkhólmsheilkenni, og neitar svo að horfast í augu við þá staðreynd að Samninganefndin hans Svavars var að vinna með leifa af samningunum sem Geir var búinn að skrifa undir og stympla. En staðreyndir hafa aldrei verið pólitískum viðrinum mikilvægar, bara segja afneita þeim og halda áfarm að klappa spillingunni á bakið!

Andspilling, 28.9.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andspilling er eitthvert mesta grínnafn, sem pólitískt viðrini getur fundið sér.  Að þora ekki að koma fram undir nafni, en ausa svívirðingum yfir þá sem því þora, er svo mikill heigulsháttur, að slíkir aular eru ekki svaraverðir.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Frábær skilgreining. Stokkhólmsheilkennið. Algjörlega sammála.

Guðmundur St Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 00:14

7 identicon

Mikil skelfing er nú að sjá að Samspillingarliðarnir kyrja ennþá sama lygasönginn um að Árni Matt & Co hafi gengið frá samning og þess vegna er málið dautt og ekkert hægt að gera annað en að byrja að borga Icesave ofbeldisreikning sem ENGIN lög finnast sem segja að svo eigi að gera.

Það er þetta með að endurtaka stóra lygi nógu oft að hún fer að verða að sannleikanum, sem svo sorglega vill til að menn hika ekki við að reyna að nýta sér vondum hug og málstað til handa.

Gaman væri að fá nánari skýringar einhvers úr lygagenginu, af hverju var fjárlaganefnd þingsins í rúma 2 mánuði að lemja saman frumvarp til laga um ábyrgð tryggingarsjóðs með fyrirvara, ef að lög segja að ábyrgðin er til staðar.

Endilega svara....... (O:

Langar að benda á ritdeilu Sigurðs Líndals lagapróferssors og Samfylkingarálitsgjafan þar sem hann rassskellir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrir þennan sama lygaþvætting og kemur fram hér í svörum sumra.  Allar lygarnar eru hraktar og meira til. og eru þessi skrif hans skyldulesning þeirra sem vilja vita sannleikann í Icesave ofbeldinu.

 Sigurður segir ma:

"Aldrei var það ætlun mín að blanda mér í umræður um Icesave-málið, enda aðrir betur fallnir til þess, en mér ofbuðu svo skrif Jóns Baldvins í Morgunblaðinu 7. júlí 2009 – og raunar fleira sem hann hefur skrifað um málið – að ég gat ekki orða bundizt.

Ýmislegt hefur verið sagt um orsakir efnahagshrunsins á Íslandi og þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar. Meðal sökudólga hafa fjölmiðlar verið nefndir og látið að því liggja að auðmenn og útrásarvíkingar hafi haft helzt til mikil áhrif á gagnrýnislaus skrif þeirra. Þetta mætti vissulega kanna nánar en gert hefur verið, en jafnframt ætti að skoða þá stjórnmálaumræðu sem fram fer í landinu.

Hver skyldi vera þáttur hennar? Hér að framan hefur verið brugðið upp mynd af því hvernig fyrrverandi flokksformaður, utanríkisráðherra og síðast sendiherra stendur að verki. Er líklegt að almenningur í landinu nái áttum og auðsynlegt aðhald verði tryggt, þegar umræða af þessu tagi dynur í eyrum manna alla tíð?"

Einnig:

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?

Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.

En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

Einnig: 

"Engu af þessu gefur Jón Baldvin minnsta gaum í ákefð sinni að velta allri ábyrgð yfir á íslenzka ríkið og allan almenning í landinu eins og sjá má í textanum sem vitnað var til í upphafi 8. kafla. Og þetta sækir hann af slíku kappi að hann sinnir hvorki augljósum sannindum né réttum rökum eins og hér hefur verið sýnt fram á.

Og málstaður Íslands er nú ekki verri en svo, að þær raddir heyrast æ oftar í brezkum fjölmiðlum, meðal annars í ritstjórnargrein Financial Times að fleira hafi brugðizt en íslenzk stjórnvöld – hvorki brezk né hollenzk stjórnvöld hafi haldið vöku sinni og í því samhengi hefur blaðið hvatt til þess að þjóðirnar deili byrðum sínum jafnar en gert sé með Icesave-samningunum. Svipaðar raddir heyrast frá Hollandi, meðal annars í ritstjórnargrein blaðsins Volkskrant. Reyndar þyrfti að greina meira frá skrifum erlendra blaða um þessi efni en gert er.

En Jón Baldvin hefur kosið að taka sér stöðu með harsvíruðustu öflum í Bretlandi, með Brown forsætisráðherra og Darling fjármálaráðherra í fremstu röð, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslenzku þjóðina. Og þetta gerir hann af slíkum ákafa að hann skirrist ekki við að styðja mál sitt við uppspuna og ósannindi málstað þeirra til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að maðurinn er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og sendiherra sem hafði þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuna Íslands. "

  (Feitletrun undirritaðs.)

Afsaka lengd innleggsins, en manni blöskara svo sóðaskapur Samspillingaflokkana beggja í áróðursstríðinu, sem ráðherrar og þingmenn hika ekki við að beita, eins og að ásaka fyrrum ráðherra og embættismenn um Sjórnarskrábrot sem varða sennilegast við hegningarlög um landráð.

Að endingu, þá er hér að grein Sigurðar Líndals lagaprófessor, sem n.b. hafði fram að henni sagst hræddur um að þjóðin yrði að greiða Icesave nauðungarreikninginn.

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér sýnist Guðmundur ætla að segja eitthvað af viti en tungutak hans um lygar og uppnefni spilla því að maður hafi áhuga á að vera á hans plani.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 12:50

9 identicon

Gunnlaugur.  Einfaldleg leggja fram heimildir og sannanir fyrir máli þínu, á sama hátt og við Icesave andstæðingar gerum, og hættu þessu væli.  Annað en "AFÐÍBARA" rök oh hræðsluáróður byggðum ekki á neinu.  Þar til er lítið á þér og þinum skrifum að byggja. Slík skrif kallast lygar og rógur, sem þú virðist ansi sleipur í.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband