26.8.2009 | 16:26
Guð blessi Ísland
Þegar ríkisstjórnin komst til valda í febrúarbyrjun, lýsti hún því yfir, að styrking krónunnar væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar og fyrsta skrefið í þá átt væri að reka Davíð Oddsson úr bankastjórastóli seðlabankans. Síðan hefur gengið stöðugt farið lækkandi.
Þegar norski förusveinninn var ráðinn seðlabankastjóri til bráðabirgða, sagði hann að sitt forgangsverkefni væri að vinna að styrkingu krónunnar. Eftir það fór gengið lækkandi.
Nýji seðlabankastjórinn, Már Guðmundsson, sem er höfundur núverandi peningamálakerfis í landinu, sagði, þegar hann tók til starfa í bankanum, að forgangsmálið væri að styrkja gengi krónunnar. Síðan hefur það lækkað enn.
Á þessu línuriti má sjá hvernig gengi krónunnar hefur farið stöðugt lækkandi síðan Davíð var rekinn. Brottrekstur hans átti að vera fyrsta skrefið í styrkingu gengisins. Annað skrefið var umsóknin um aðild að ESB. Eingöngu við að sækja um, átti tiltrú á krónuna og efnahagslífið að aukast. Þriðja skrefið var stöðugleikasáttmálinn, en hann átti að vera enn eitt skrefið til að styrkja krónuna. Fjórða skrefið á að vera samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans.
Ef allar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða jafn áhrifaríkar og þær sem hér hafa verið nefndar, er alveg óhætt að segja: "Guð blessi Ísland."
![]() |
Bandaríkjadalur komin í 130 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2009 | 14:29
Maður að meiri - svolítið
Sigmundur Ernir hefur nú beðist velvirðingar á því, að hafa mætt í þingsal, eftir að hafa drukkið rauðvín með matnum, fyrr um kvöldið. Þetta er gott, svo langt sem það nær. Hann á hins vegar eftir að skýra út, hvers vegna hann skrópaði á þingfundi þennan dag og var þess í stað að spila golf og þiggja mat og vín af MP banka. Mitt í umræðu um þann skaða, sem bankar og útrásarmógúlar hafa skapað þjóðinni, er það dómgreindarskortur hjá þingmanni, að þiggja slík boð.
Dómgreindarskortur númer tvö, hjá þingmanninum, var að mæta í þingið eftir veisluna og dómgreindarskortur númer þrjú, var að reyna að þræta fyrir drykkjuna eftirá, þar sem ekki fer framhjá neinum, sem horft hefur á myndbandið af þingfundinum, að þar fór ekki allsgáður maður.
Hefði Sigmundur Ernir strax játað á sig þessi mistök og beðist afsökunar á þeim, hefði þetta aldrei orðið neitt mál og hann orðið maður að meiri. Hann reynir nú að bæta úr og tekst það - svolítið.
Annað, sem er athyglisvert, er að aðrir þingmenn og forseti þingsins skuli ekki hafa bent honum á, að þetta væri ekki viðeigandi í þingsalnum og bent honum á að fara heim að sofa og geyma ræðuna sína til betri tíma, úr því að hann hafði skrópað á þingfundinum allan daginn, hvort sem var.
Svo eru þingmenn undrandi á því, að virðing Alþingis fari þverrandi.
![]() |
Fékk sér léttvín með mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2009 | 13:25
Með hvaða vöxtum?
Íslandsbanki hyggst bjóða skuldurum húsnæðislána einhverja óskilgreinda lækkun á höfuðstól húsnæðislána, gegn því að lánunum verði breytt í óverðtryggð krónulán. Ekki kemur fram í fréttinni á hvaða vaxtakjörum þessi nýju lán verða veitt, né hvort þetta eigi að vera jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum höfuðstóls.
Húsnæðislán hafa fram að þessu verið jafngreiðslulán (annuitet) og því hefur vöxtum verið dreift á afborgunartímann og greiðslur því verið jafnháar í hverjum mánuði, allan lánstímann. Höfuðstóll lánanna hefur því ekki byrjað að lækka að ráði, fyrr en á seinni helmingi lánstímans og eignamyndun því verið lítil fyrri helminginn af tímanum. Verðbætur hafa síðan bæst við höfuðstólinn, sem flestir virðast halda að sé ástæðan fyrir því að lánin lækka lítið, en það er alls ekki raunin, heldur greiðslufyrirkomulagið.
Ef lánunum verður breytt í óverðtryggð lán, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum, munu mánaðargreiðslurnar verða miklu hærri en nú er, framan af lánstímanum, en eignamyndun verður hraðari. Nokkuð víst er, að slík breyting mun ekki verða til að létta greiðslubyrðina, heldur gæti það orðið þvert á móti, þar sem vextir yrðu alltaf miðaðir við að vera hærri en verðbólgan.
Það er ekki allt gull sem glóir. Ekki í þessu tilfelli heldur, því enginn þarf að halda að bankinn ætli að fara að gefa honum stórfé.
![]() |
Höfuðstóll lána verði lækkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2009 | 11:20
Þjóðin fékk þyngsta höggið
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir að Exista hafi tapað mestu í efnahagshruninu, fyrir utan bankana sjálfa. Þetta er mikil rangtúlkun hjá blessuðum stjórnarformanninum, því íslenskur almenningur varð fyrir mesta tapinu og þarf að glíma við það um mörg ókomin ár.
Eins og aðrir útrásarmógúlar kennir Lýður stjórnvöldum og stofnunum þeirra með Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í broddi fylkingar um, hve efnahagskreppan skall á þjóðinni af miklum þunga. Vera má að Fjármálaeftirlitið hefði átt að bregðast harðar við krosseignatengslunum milli banka- og útrásarmógúlanna, en sökin hlýtur samt fyrst og fremst að vera þeirra sjálfra, taumlausrar græðgi og óskiljanlegrar áhættutöku þeirra við skuldsett kaup í ýmsum vonlausum fjárfestingum, sem nú hrynja hver á fætur annarri, innanlands og erlendis.
Exista á nú í deilum við bankana vegna tugmilljarða stöðutöku gegn krónunni og vill í þeirri deilu miða við gengisskráningu evrópska seðlabankans, en ekki þess íslenska, sem þó sér um opinbera gengisskráningu krónunnar. Mismunur vegna þessa eru margir milljarðar króna, sem Exista vill hagnast aukalega á þessu gjaldeyrisbraski og von um hrun krónunnar.
Það er greinilegt að samviskan heldur þessum mógúlum ekki frá góðum svefni.
![]() |
Fengum langmesta höggið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 09:13
Það er uppi á henni typpið
Það var aldeilis uppi á henni typpið, landsliðskonunni sem heimtaði dómara með typpi í búningsklefanum eftir landsleikinn við Frakka í kvennaknattspyrnunni. Hvað hún ætlaði að gera við typpisdómarann eftir að hún var orðin nakin í búningsklefanum fylgdi ekki fréttinni.
Ekki er langt síðan engum datt í hug að taka typpislausa einstaklinga, sem spiluðu knattspyrnu, alvarlega og litu svo á að enginn, sem væri án typpis, ætti að koma nálægt knattspyrnu og allra síst að keppa í þeirri íþrótt. Knattspyrnukonur hafa lagt á sig mikla vinnu og erfiði til að öðlast viðurkenningu sem fullgildir þátttakendur í íþróttinni og eru þær núna að uppskera afrakstur erfiðisins með þátttöku í Evrópumótinu.
Ekki er heldur langt síðan kvenfólk fór að dæma leiki í knattspyrnu og hafa því auðvitað miklu minni reynslu en karlarnir í því starfi. Dómarar gera alls kyns mistök í knattspyrnuleikjum, sérstaklega framan af ferli sínum, en með tímanum ná þeir betri tökum á leiknum, alveg eins og það tekur langan tíma að verða góður knattspyrnumaður.
Ef knattspyrnukonur eru þurfandi fyrir typpi í búningsklefanum, þarf það þá endilega að vera dómaratyppi?
![]() |
EM: Ég vil dómara með typpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)