8.6.2009 | 15:49
Mótmæli án aðkomu Vinstri grænna
Mesta furða er að nást skuli saman nokkur hundruð manns til mótmæla á virkum degi við Alþingi. Mótmælin nún snúast um að sýna andstöðu við samkomulag við Breta og Hollendinga um útgreiðslu innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveim.
Eini skipulagði hópurinn í landinu, sem hefur áratuga reynslu af mótmælum, eru Vinstri grænir, sem hafa á að skipa þrautþjálfuðu liði, sem hægt er að kalla út með stuttum fyrirvara, þegar forysta VG gefur merki þar um.
Ólíklegt er að um veruleg fjöldamótmæli verði að ræða á næstunni, án aðkomu "hers" VG.
![]() |
Berja í búsháhöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2009 | 13:56
"Lítillátur" þáttastjórnandi
Ráðstefna á vegum International Press Institute um norræna módelið var handin í Helsinki í gær og stýrðu ýmsir mætir menn pallborðsumræðum á ráðstefnunni.
Egill Helgason, þáttastjórnandi, var á meðal þeirra sem stýrðu pallborðsumræðunum og að hans sögn voru þarna ýmis stórmenni úr fjölmiðlaheiminum, eða eins og hann segir sjálfur í fréttinni: "Fyrir utan Jim Clancy, sem hefur tekið viðtöl við alla sem máli skipta í heiminum, er þarna einnig maður að nafni Nicolay Muratov sem er ritstjóri Novaya Gazeta sem er eina stjórnarandstöðublaðið í Rússlandi, maður sem er í stöðugri lífshættu. Þá er þarna Hamid Mirr frá Pakistan, eini blaðamaðurinn sem hefur tekið viðtal við Osama bin Laden eftir árásina á tvíburaturnana í New York."
Jim Clancy sem er heimsþekktur fréttamaður og hefur starfað í áratugi á CNN fréttastöðinni, stýrði næstu umræðum á eftir Agli.
Af alkunnu lítillæti sínu og hógværð segir Egill um sjálfan sig og sína frammistöðu: "Ég held að ég hafi alveg staðist samanburðinn."
Einhverjir aðrir en Egill, hefðu látið aðra dæma um frammistöðuna.
![]() |
Norræna velferðarkerfið stenst kreppur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2009 | 11:15
Ótrúleg fréttamennska um kosningar til ESB
Kosnignar til Evrópuþingsins fóru fram um helgina og var kosningaþátttaka sú minnsta frá upphafi, eða aðeins rúm 43% að meðaltali í ESB löndunum. Áhuginn á Evrópuþinginu er sáralítill, enda Evrópuþingið máttlaus stofnun í regluverki ESB.
Það ótrúlega gerist hér á mbl.is, sem er einlægur aðdáandi ESB, að litlar sem engar fréttir eru fluttar af þessari eindæma lélegu kosningaþátttöku, hvað þá að fjallað sé um ástæðurnar fyrir henni. Þess í stað er slegið upp frétt af því að lítil þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu um breytingar á ríkiserfðum í Danmörku.
Kosningarnar um ríkiserfðirnar í Danmörku fóru fram samhliða kosningum til ESB þingsins og var þáttakan í Danmörku 58,7%, sem er miklu betri þátttaka en að meðaltali í ESB ríkjunum. Þetta verður auðvitað ekki skilið öðruvísi en að mikill áhugi á konungsfjölskyldunni hafi laðað að miklu fleiri kjósendur en ella hefði orðið.
ESB aðdáandi getur varla lagst lægra í fréttaflutningi.
![]() |
Lítil þátttaka í atkvæðagreiðslu um ríkiserfðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 09:37
Kreppan í ESB og samanburðurinn við Ísland
Á Íslandi hrundi 95% af bankakerfinu í október s.l. og í kjölfarið eru Íslendingar að upplifa eina af dýpri kreppum, sem yfir efnahagslífið hafa dunið. Landsframleiðsla hefur dregist saman um 3,6 að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 og er talið að hún gæti dregist saman um allt að 10% á árinu öllu.
Það stórmerkilega er, að í fréttinni segir: "Samdrátturinn í íslenska hagkerfinu er ívið meiri eða svipaður og mældist á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Í Þýskalandi mældist samdráttur 3,8% og 4% í Japan á fyrsta ársfjórðungi miðað við ársfjórðunginn á undan."
Smáflokkafylkingin er haldin þeirri þráhyggju, að með aðildarumsókn að ESB einni saman, muni efnahagsvandræði Íslands lagast nánast að sjálfu sér. Þar sem efnahagskreppan á Íslandi er ein sú mesta í manna minnum vegna bankahrunsins, hvernig skyldi þá standa á því að samdrátturinn er jafn mikill að meðaltali innan ESB? Í forysturíkinu, Þýskalandi, er hann janfvel heldur meiri en hér á landi.
Er ekki kominn tími til, að snúa sér að því að leysa efnahagsvandann innanlands og hætta að ljúga því að þjóðinni, að ástandið batni við inngögnu í ESB.
Enn brýnna er að hætta þeirri haugalygi, að eitthvað breytist við að senda umsóknina til Brussel.
![]() |
3,6% samdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)