Kreppan í ESB og samanburðurinn við Ísland

Á Íslandi hrundi 95% af bankakerfinu í október s.l. og í kjölfarið eru Íslendingar að upplifa eina af dýpri kreppum, sem yfir efnahagslífið hafa dunið.  Landsframleiðsla hefur dregist saman um 3,6 að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 og er talið að hún gæti dregist saman um allt að 10% á árinu öllu.

Það stórmerkilega er, að í fréttinni segir:  "Samdrátturinn í íslenska hagkerfinu er ívið meiri eða svipaður og mældist á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.  Í Þýskalandi mældist samdráttur 3,8% og 4% í Japan á fyrsta ársfjórðungi miðað við ársfjórðunginn á undan."

Smáflokkafylkingin er haldin þeirri þráhyggju, að með aðildarumsókn að ESB einni saman, muni efnahagsvandræði Íslands lagast nánast að sjálfu sér.  Þar sem efnahagskreppan á Íslandi er ein sú mesta í manna minnum vegna bankahrunsins, hvernig skyldi þá standa á því að samdrátturinn er jafn mikill að meðaltali innan ESB?  Í forysturíkinu, Þýskalandi, er hann janfvel heldur meiri en hér á landi.

Er ekki kominn tími til, að snúa sér að því að leysa efnahagsvandann innanlands og hætta að ljúga því að þjóðinni, að ástandið batni við inngögnu í ESB.

Enn brýnna er að hætta þeirri haugalygi, að eitthvað breytist við að senda umsóknina til Brussel.

 

 

 


mbl.is 3,6% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér. Efnahagsvandi Íslands er eitthvað sem þarf að leysa innanlands en leysist ekki með því að fá ESB plástur á báttið enda er þar svöðusár undir.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband