Veruleikafirrtur ríkisverkstjóri

Jóhanna, ríkisverkstjóri, er orðin eins og Cato gamli, sem endaði allar sínar ræður með því að leggja til að Karþago yrði lögð í rúst.  Ríkisverkstjórinn endar allar ræður og viðtöl á sama frasanum, um að þegar Íslendingar verði búnir að legga inn umsókn að ESB, þá muni öll efnahagsvandræði Íslands leysast eins og dögg fyrir sólu.

Þetta viðtal við mbl.is endar hún svona:  "Ef það náist að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok sumarþings sé búið að stíga afar stórt skref í því að ná utan um endurreisnarferlið."  Yfirleitt kemst hún upp með þessar yfirlýsingar sínar án þess að fréttamenn biðji hana að útskýra málið nánar. 

Almenningur er orðinn þreyttur á því, að athyglinni skuli alltaf vera beint frá bráðnauðsynlegum aðgerðum í ríkisfjármálum, Icesave málum, skuldamálum heimilanna, vanda atvinnulífsins o.s.frv. með þessu endalausa stagli um að allt leysist og Ísland afli sér svo mikils trausts á alþjóðavettvangi með umsókninni einni saman.

Þessi veruleikafirrti ríkisverkstjóri þyrfti að fara að komast í samband við raunveruleikann.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave breytt í kúlulán

Jóhanna, ríkisverkstjóri, sagði í hádeginu, að loksins væri búið að leysa Icesave deiluna á farsælan hátt og Íslendingar myndu aldrei þurfa að borga nema í mesta lagi frá 0 kr. og í versta falli 65 milljarða.  Það er að vísu himinn og haf á milli 0 og 65 milljarða, en eins og venjulega er ekki verið að segja satt.

Kúlulánið, sem á að taka fyrir Icesave, er upp á 650 milljarða króna og það byrjar ekki að greiðast niður fyrr en eftir sjö ár.  Á hverju ári þangað til verða greiddir 37,5 milljarðar í vexti, eða samtals á þessum sjö árum alls 262,5 milljarða króna. 

Ofan á þessa 262,5 milljarða króna leggst síðan það, sem ekki tekst að fá út úr búi Landsbankans í Englandi, því eins og segir í fréttinni:  "Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina."  Það sem ekki selst á þessum sjö árum, lendir þá á ríkissjóði, samkvæmt þessu.

Hefur Jóhanna, ríkisverkstjóri, ekki skilning á fjármálum, eða er hún að blekkja vísvitandi?


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei sagður allur sannleikurinn

Því hefur alltaf verið haldið fram, að Icesave deilan sé sérstakt viðfangsefni og komi samningum við AGS ekkert við og þrátt fyrir yfirlýsingar Gordons Brown, um að Bretar væru í viðræðum við AGS vegna málsins, hefur íslenski ríkisvinnuflokkurinn ætíð borið slíkt til baka og sagt þessi mál algerlega ótengd.

Nú hefur mbl.is eftir Steingrími Jong Sig., fjármálajarðfræðingi, að:  "Hann vísar því á bug að verið sé að hraða málinu til að greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Málið tengdist frekar öðrum lánum, til að mynda norrænu lánunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

Hér með er hann að viðurkenna það loksins, að allar "vinaþjóðir" okkar á norðulöndunum og AGS setja þetta allt saman í einn pakka.  Íslendingar fá engin lán frá AGS, eða Evrópuþjóðum, nema ganga fyrst frá Icesave.

Því oftar sem ráðamenn neita því, að samningar vegna Icesave, sé skilyrði af hendi Evrópuþjóða og ekki verði einu sinni tekið við aðildarumsókn að ESB, án þessa frágangs, því ótrúverðugri verður sú neitun.

Tími er til kominn að gera þetta mál "opið og gegnsætt" og að hætt verði að ljúga að þjóðinni.


mbl.is Niðurstaða eða ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjafa ríkisstjórn

Ríkisstjórnin, eða ríkisvinnuflokkurinn, virðist vera algerlega getulaus í öllum málum, öðrum en skattamálum, en þar eru hækkunarhugmyndirnar óþrjótandi.

Vinnuflokkurinn gat ekki staðið sameinaður að afgreiðslu tillögunnar um aðild að ESB, heldur var því máli vísað til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar á Alþingi.

Nú gefst vinnuflokkurinn upp á ríkisfjármálunum og vísar þeim til afgreiðslu aðila vinnumarkaðarnins, eða eins og segir í fréttinni:  "Fram hafi komið á fundinum í morgun, að glíman við ríkisfjármálin væri verkefni af þeirri stærðargráðu að það ynnist ekki án aðkomu aðilavinnumarkaðarins. Sú staða setji mikla ábyrgð á hendur þessum aðilum."

Ekki er nema von að Jóhanna, ríkisverkstjóri, sé nánast í felum og Össur,grínari, á flandri um Evrópu, án þess að nokkur hafi í raun tekið eftir því, að hann hafi skroppið frá.


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alíslensk og ótengd króna í forgjöf

Efnahagskerfið í Lettlandi er við það að hrynja, án þess að Lettneskir bankar séu að fara á hausinn, því allir helstu bankar landsins eru erlendir.  Hrun í Lettlandi getur þó hæglega dregið ýmsa erlenda banka með sér í fallinu.

Munurinn á Íslandi og Lettlandi er ekki síst sá, að Latið er bundið við Evru, en Íslendingar hafa sína krónu blessunarlega lausa við allar Evróputengingar, eða eins og segir í lok fréttarinnar:  "Segir Magnussen að veiking íslensku krónunnar hafi komið sér vel fyrir íslenska útflytjendur. Veiking latsins í Lettlandi myndi að sama skapi styrkja útflutninginn þar í landi en koma sér illa fyrir þá sem skulda í erlendum myntum, þar á meðal lettnesku bankana. Þar sé samlíkingin við Ísland síðastliðið haust."

 Til að vera ekki með óþarfa endurtekningar, vísast í þetta  blogg frá því í gær, um sama mál.

 

 


mbl.is Lettland sem hið nýja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af fiskum

Það er alveg magnað, að það skuli þykja frétt, þegar fyrsti fiskur er dreginn á land úr hverri einustu ársprænu á landinu, þar sem einhver síli þrífast á annað borð.  Við þetta fá veiðimennirnir sínar fimmtán mínútur af frægð og eru auðvitað geysilega upp með sér.

Síðan er fréttaflutningurinn stöðugur allt sumarið og allir fjölmiðlar keppast við að birta myndir af mönnum og fiskum, hringinn í kringum landið og aflatölum úr hverri á, dembt yfir landsmenn, nánast daglega. 

Skyldu svona ekkifréttir rata í fjölmiðla, annarsstaðar en á Íslandi?

Af hverju eru ekki birtar fréttir af því hve margar golfkúlur eru slegnar daglega, vikulega eða mánaðarlega á hverjum einasta golfvelli landsins?


mbl.is Fyrsti laxinn úr Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband