16.6.2009 | 17:12
Jöklabréfin breyta aðeins um form
Afar villandi er segja að heildarvirði jöklabréfanna fari minnkandi, þar sem þau eru innilokuð í landinu vegna gjaldeyrishaftanna og hafa því ekki getað farið neitt. Það eina, sem hefur gerst, er að ein tegund skuldabréfa er innleyst og önnur keypt í staðinn, þannig að í raun eru nýju skuldabréfin einskonar jöklabréf áfram.
Það er alveg sama í hvers konar skuldabréfum, eða innlánsreikningum, þessir fjármunir liggja, því eigendur þeirra bíða, misþolinmóðir, eftir því að skipta þeim í erlendan gjaldeyri og fara með þá úr landi. Þegar þar að kemur, mun þetta skapa gífurlegan þrýsing á gengi krónunnar og hún mun veikjast til mikilla muna, frá því sem nú er.
Gjaldeyrishöftin gagnvart þessum fjármagnseigendum geta ekki gilt til eilífðar og því einungis spurning hvenær krónan fær þennan skell, en ekki hvort hún muni fá hann.
Gjaldeyrishöftin eru, eins og allt annað nú um stundir, einungis til að fresta vandanum á meðan ráðaleysisstjórnin bíður eftir því að "allt reddist einhvernveginn".
![]() |
Heildarvirði jöklabréfa minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2009 | 16:11
Hver trúir þessari vitleysu?
Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, segir að það muni verða vandasamt fyrir þingmenn að fjalla um samninginn um ríkisábyrgðina á Icesave, ef þeir fái engar upplýsingar um innihald hans. Það mun ekki verða vandasamt fyrir þá, heldur ómögulegt. Hvernig á nokkur einasti maður að reyna að ræða mál á Alþingi, ef hann veit ekker um hvað málið snýst?
Í morgun sagði Jóhanna, ríkisverkstjóri, að hún treysti á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bjarga ríkisvinnuflokknum frá falli, vegna þess að útlit væri fyrir það, að Vinstri grænir myndu ekki samþykkja samninginn, sem er þó gerður í nafni fjármálajarðfræðingsins. Um þá vitleysu var fjallað í morgun í þessu bloggi.
Getur það verið rétt, að samningamenn Íslands hafi skrifað undir slíkan risasamning um fjárhagsskuldbindingu Íslendinga inn í framtíðina, án þess að nokkur maður á Íslandi mætti vita hvað stendur í þessu plaggi. Að það skuli þurfa að skrifa bréf til Hollendinga og Breta til þess að fá náðasamlegt leyfi til að sýna, þó ekki væri nema nokkrum útvöldum þingmönnum, samninginn er svo ótrúlegt, að menn setur hljóða og trúa ekki sínum eigin augum og eyrum.
Samningurinn var undirritaður um miðja nótt.
Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið?
![]() |
Enn leynd yfir Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 13:24
Allt eftir bókinni
Jóhanna, ríkisverkstjóri, og Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, höfðu þær einu fréttir að færa eftir ríkisstjórnarfund í morgun, að skattar yrðu stórhækkaðir. Ekki eitt orð um aðgerðir til þess að efla atvinnulífið og fjölga störfum, þannig að hægt væri að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Nei, þvert á móti var boðuð stórhækkun á tryggingargjaldi, án þess að segja þó hve hækkunin verði mikil, en tryggingargjald er í raun launaskattur, sem lagður er á alla launagreiðendur. Ekki verður slík skattahækkun til að greiða fyrir kauphækkunum til verkafólks, sem margt hefur nú þegar orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu, að ekki sé talað um þá, sem hafa misst vinnuna alfarið.
Fjármagnstekjur hafa dregist verulega saman í þjóðfélaginu, en skattinn af þeim skal hækka um 50% og ekki hvetur það til aukins sparnaðar eða aðhalds í peningamálum. Svo er látið að því liggja, að óvíst sé um bumbuskattinn, þ.e. skatt á gosdrykki og sælgæti. Ekki þarf að efast um að skattur á slíkar vörur og annann "óþarfa" koma mjög fljótlega, sennileg fyrir mánaðamótin.
Vinstri stjórnir bregðast aldrei væntingum í skattaálögum. Annað hugmyndaflug er hverfandi.
Þetta er allt eftir gömlu góðu bókinni.
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 10:04
Á að verja meirihlutastjórn falli?
Þegar Smáflokkafylkingin missti kjarkinn í janúar s.l. og hljóp með skottið á milli lappanna úr ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum, lýstu Framsóknarmenn því yfir að þeir myndu verja minnihlutastjórn Smáflokkafylkingarinnar og Vinstri grænna falli, fram að kosningum, sem fram skyldu fara 25 maí, sem gekk svo eftir.
Eftir kosningarnar fengu Smáflokkafylkingin og VG hreinan meirihluta á Alþingi og mynduðu nýja ríkisstjórn í kjölfarið, eftir langar og strangar stjórnarmyndunarviðræður. Fljótt kom þó í ljós, að engin samstaða hafði náðst með flokkunum um stóru málin, þ.e. efnahagsmálin, umsóknaraðild að ESB og alls ekki um niðurstöðu í Icesave deilunni.
Þegar þessir brestir koma í ljós í stjórnarsamstarfinu, leyfir ríkisvinnuflokkurinn sér að vísa ágreiningsmálum sínum til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar og ásakar hana um ábyrgðarleysi, ef hún dirfist að krefjast upplýsinga og umræðna um þessi mál.
Nú bregður svo við að Jóhanna, ríkisverkstjóri, kallar eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn verji meirihlutastjórn hennar falli, eða eins og segir í fréttinni: "Fari svo að hluti af þingflokki VG leggist gegn ríkisábyrgðum eins og margt bendir til standa öll spjót á sjálfstæðismönnum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á föstudag ekki trúa öðru en því að þeir samþykktu ábyrgðirnar."
Getur nokkur meirihlutastjórn lagst lægra í aumingjaskapnum?
![]() |
Sjálfstæðismenn ráða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 09:09
Eða öllum peningum sem hægt er að eyða
Alveg er merkilegt að sjá, að ráðuneytin og ríkisstofnanir geta ekki hafið undirbúning sparnaðar, fyrr en þau eru búin að fá útgjaldaramma fyrir ráðuneytin. Eyðslan í ríkisstofnunum fer sem sagt ekki eftir nauðsynlegustu þörfum stofnananna, heldur eingöngu því fjármagni, sem þau fá til eyðslu og þá er ákveðið í hvað peningarnir eiga að fara.
Samkvæmt fréttinni, er fjárlagavinna nánast stopp, eða eins og þar segir: "Rekstrarstjórar ráðuneytanna hafa sameinast um að þrýsta á stjórnvöld að flýta ákvörðun um útgjaldaramma ráðuneyta á árinu 2010. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að undirbúningur sparnaðaraðgerða getur ekki hafist fyrir alvöru fyrr en útgjaldaramminn liggur fyrir."
Öll fyrirtæki og heimili í landinu þurfa nú að skera niður allan óþarfa kostnað og spara á öllum sviðum, en ríkisfyrirtæknin geta ekki lagt fram neinar áætlanir, fyrr en þau eru búin að fá uppgefið hve miklu þau mega eyða, ekki hve miklu þau þurfa að eyða.
Þetta getur orðið erfitt, því ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um þetta, frekar en annað.
![]() |
Undirbúningi fjárlaga 2010 verði hraðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)