Hver trúir þessari vitleysu?

Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, segir að það muni verða vandasamt fyrir þingmenn að fjalla um samninginn um ríkisábyrgðina á Icesave, ef þeir fái engar upplýsingar um innihald hans.  Það mun ekki verða vandasamt fyrir þá, heldur ómögulegt.  Hvernig á nokkur einasti maður að reyna að ræða mál á Alþingi, ef hann veit ekker um hvað málið snýst? 

Í morgun sagði Jóhanna, ríkisverkstjóri, að hún treysti á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bjarga ríkisvinnuflokknum frá falli, vegna þess að útlit væri fyrir það, að Vinstri grænir myndu ekki samþykkja samninginn, sem er þó gerður í nafni fjármálajarðfræðingsins.  Um þá vitleysu var fjallað í morgun í þessu bloggi.

Getur það verið rétt, að samningamenn Íslands hafi skrifað undir slíkan risasamning um fjárhagsskuldbindingu Íslendinga inn í framtíðina, án þess að nokkur maður á Íslandi mætti vita hvað stendur í þessu plaggi.  Að það skuli þurfa að skrifa bréf til Hollendinga og Breta til þess að fá náðasamlegt leyfi til að sýna, þó ekki væri nema nokkrum útvöldum þingmönnum, samninginn er svo ótrúlegt, að menn setur hljóða og trúa ekki sínum eigin augum og eyrum.

Samningurinn var undirritaður um miðja nótt.

Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið?

 


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

get ekki orðabundist lengur

erum við ekki greiðendur að þessum lánasamningi og á að fela hann fyrir okkur

hahahah

þetta er enn vitlausara lið en maður átti von á

elisabet maack (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:15

2 identicon

Axel,

Ég get ekki stillt mig um að taka undir með þér. Framkoma okkar Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í þessu Icesavemáli er með slíkum ólíkindum að mig skortir orð. Lágkúran og aulaskapurinn er svo dæmalaus að ég skammast mín fyrir að kalla mig Íslending. Mig sundlar við  hugsuninni hvað Bretar of Hollendingar hugsa með sér hvers konar löður og lítilmenni þeir eru að "semja" við.

Að skrifa bréf til að spyrja hvort við megum sína samninginn Alþingismönnum, kjörnum fulltrúum vestrænnar lýðræðisþjóðar, sem eiga að samþykkja ríkisábyrgð er ekki bara skammarlegt heldur bölvanlegt.

Hver skrifaði þetta bréf? Hvar fannst maður með slíka vöntun á sjálfsvirðingu að geta sett blýant á blað til að hripa þetta niður? Rifust "fjármálajarðfræðingurinn" og "ríkiverkstjórinn" kannski um verkið?

Kæmi mér ekki á óvart.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband