24.4.2009 | 16:08
Sjálfstæðismenn standi saman
Á morgun rennur upp sú stóra stund, að fram fer raunveruleg skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í landinu. Útlit er fyrir að nokkur hluti Sjálfstæðismanna ætli að sitja heima, eða, svo ótrúlegt sem það er, hugsi sér að kjósa VG, til að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir það sem aflaga hefur farið í þjóðfélaginu. Jafnt vilja menn refsa flokknum fyrir það sem hann hefði getað gert betur og ekki síður fyrir það, sem hann gat alls ekki haft stjórn á. Sjállfstæðisflokkurinn hafði ekki stjórn á þeim fjárglæframönnum í bönkunum og "útrásinni" sem með afglöpum, jafnvel glæpum, sínum settu þjóðina í þá stöðu, sem hún nú er í.
Í féttinni segir m.a:
"Einar Mar segir að þótt það sé vinstri sveifla bendi ennfremur margt til þess að kjósendur séu einfaldlega að refsa Sjálfstæðisflokknum. Hann hafi lent í ólgusjó vegna skandala en þar beri hæst styrkjamálið, orka flokksforystunnar hafi farið í að svara fyrir það og hún hafi því haft minna svigrúm til að kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar."
Sjálfstæðismenn, látum ekki gremju í garð flokksins verða til þess að VG hrósi stórum sigri í þessum kosningum. Sjálfstæðismenn geta ekki látið henda sig að gera þann öfgaflokk, sem VG er, framlengja kreppuna í landinu um langan tíma, með andstöðu sinni við alla nýja uppbyggingu atvinnulífsins og ríkisvæðingu stórs hluta þess sem ennþá er í rekstri.
Sigur vinstri flokkanna í þessum kosningum væri slíkt slys fyrir þjóðina, að Sjálfstæðismenn geta ekki , samvisku sinnar vegna, stuðlað að slíku.
![]() |
Sögulegar kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.4.2009 | 14:51
ESB OG SMF
Smáflokkafylkingin (SMF) boðar að allar þrautir íslensku þjóðarinnar muni linast, eins og hendi væri veifað, með því einu að sækja um aðild að ESB. Aldrei er reynt að útskýra hvernig það myndi leysa erfiðleika þjóðarbúsins, aðeins sagt að þannig myndi þjóðin eiga auðveldara með að afla lánsfjár á meginlandinu. Framvegis verður ekki spurt um aðild að ESB, við mat á lánshæfi þjóða, heldur verður tekið mið af getunni til að endurgreiða lánin, því fjárglæfraruglið í liðnum "lánærum" heyrir sögunni til og mun ekki endurtaka sig næstu áratugina.
Ekki hrundi allt bankakerfið á Spáni í fjármálakreppunni og þeir eru aðilar að ESB. Svona líta nýjustu fréttir út þaðan:
"Spánverjar fóru að finna verulega fyrir kreppunni í lok árs 2008 og er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem hagkerfi þeirra skreppur svo mikið saman. Atvinnuleysi á Spáni hefur nú náð 17% og hefur þannig næstum tvöfaldast á síðastliðnu ári svo fjórar milljónir Spánverja hafa nú enga vinnu."
Samskonar fréttir birtast daglega frá öðrum ESB löndum, t.d. Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Ungverjalandi, Póllandi, Lettlandi o.s.frv., o.s.frv. Á þessar staðreyndir er aldrei bent í áróðri Smáflokkafylkingarinnar fyrir inngöngu í bandalagið. Er ekki kominn tími til að fara að segja þjóðinni satt?
Hér á landi er Sjálfstæðisflokknum kennt um allt sem miður hefur farið.
Varla hefur hann haft svona gríðarlega mikil áhrif í ESB, að þar sé allt að fara á hvolf líka.
![]() |
Spánn veitir 14 milljarða til smáfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2009 | 13:15
Siv og trúnaðurinn
Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, kemur út af fundi utanríkismálanefndar og segir að sér hafi verið sögð leyndarmál, afar spennandi, en hún hafi lofað að segja engum frá þeim, eða eins og segir í fréttinni:
"Nefndarmenn mega ekki tjá sig um gögnin. Atburðarrásin sé ævintýralegri en hún hafi nokkurn tímann ímyndað sér og hún sé slegin yfir þeim upplýsingum sem hafi komið fram. Málið hafi þó ekki skýrst mikið."
Þetta er allt nokkuð undarlegt, hún má ekki segja frá því að atburðarrásin hafi verið ævintýraleg, en segir það samt. Svo tekur hún fram að málið hafi þó ekki skýrst mikið. Er hægt að segja meira, án þess að segja nokkuð? Er hægt að vera lágkúrulegri í málflutningi, en þetta? Annað hvort segir hún frá því sem hún veit og þá alla söguna, eða hún segir bara alls ekki neitt. Hún á ekki að segja að hún viti nú ýmislegt, sem aðrir vita ekki hvort er gott eða slæmt, án þess að útskýra málið nánar.
Árni Þór Sigurðsson, formaður Utanríkisnefndar, segir í sömu frétt að gögnin verði "sjálfsagt" birt í haust.
Sennileg á þetta að vera dæmi um opna og gagnsæja stjórnsýslu, sem boðuð var af núverandi ríkisstjórn.
![]() |
Siv segir atburði ævintýralega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 10:56
Vaxtaokur
Seðlabankinn hefur birt nýja tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Í henni er tilkynnt að frá 1. maí n.k. verði dráttarvextir 22,5%, af óverðtryggðum lánum 18,0% og af verðtryggðum lánum 5,9%.
Vísitala neysluverðs var 227,9 stig fyrir janúarmánuð, en hefur verið reiknuð 327,9 stig fyrir maí. Þetta er 2% hækkun frá áramótum, sem jafngildir c.a. 4,8% ársverðbólgu, reiknað til næstu áramóta. Af þessu má sjá hvílíkir okurvextir gilda hér á landi, meira að segja á óverðtryggðum lánum, að ekki sé talað um óverðtryggð lán, hvað þá dráttarvextina. Það er ekkert sem getur réttlætt svona okur, enda er það allt að drepa, bæði heimili og atvinnulíf.
Á sama tíma eru birtar áróðursfréttir um að þjóðin myndi "græða" 228 milljarða króna á ári, ef hún fengi 3% vaxtalækkun með inngöngu í ESB. Það mætti halda að þessu háa vaxtastigi sé haldið uppi hér á landi, eingöngu í pólitískum tilgangi, til þess að geta logið til um "vaxtagróðann" af inngöngu í ESB.
Ef bankar geta lækkað vextina niður úr öllu valdi með inngöngu í ESB, geta þeir allt eins lækkað þá til samræmis við ESB löndin, án aðildar. Reyndar eru engir samræmdir vextir í ESB, ekki einu sinni ríkissjóðir ESB landanna njóta samræmdra vaxtakjara fyrir sína ríkissjóði, þannig að í raun er hrein blekking að tala um einhverja sérstaka ESB vexti.
Það er Morgunblaðinu til skammar, að taka þátt í að ljúga þjóðina inn í ESB.
Svona fréttaflutningur er eingöngu til að eyðileggja gamla góða slagorðið: "Ekki lýgur Mogginn".
![]() |
Dráttarvextir lækka um 1,5 prósentustig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 09:05
Atvinnuleysi í ESB
Á Íslandsi ríkir ein dýpsta efnahagskreppa, sem yfir landið hefur dunið, með tilheyrandi erfiðleikum heimila og mesta atvinnuleysi í áratugi. Í febrúarmánuði mældist atvinnuleysi hérlendis 8,2% og þykir Íslendingum atvinnuleysi af þessari stæðrðargráðu algerlega óþolandi. Eina ráðið, sem Smáflokkafylkingin sér til bjargar, er að þjóðin gangi í ESB og þá verði atvinnuleysi hér svipað og í öðrum Evrópuríkjum.
Því er haldið fram, að kreppan hér sé miklu meiri en í ESB ríkjunum, enda hafi allir helstu bankar Íslands farið á hausinn, en ekki nema hluti banka í ESB, en öðrum hafi verið bjargað með þúsundum milljarða Evra framlaga úr viðkomandi ríkissjóðum. Í því ljósi, er athyglisvert að atvinnuleysi mældist að meðaltali 7,9% í ríkjum ESB í febrúar, eða nánast það sama og hérlendis, þrátt fyrir kerfishrun. Í einstökum ESB löndum er atvinnuleysið miklu meira, t.d. 10,9% í Póllandi og hvorki meira né minna en 17,36% á Spáni, sem er það mesta frá því mælingar hófust árið 1976.
Ekki hefur langvarandi aðild Spánar að ESB hjálpað mikið í atvinnumálum og ekki heldur í efnahagsmálum almennt, því Spánverjar eru í miklum efnahagslegum erfiðleikum og ekki hjálpar Evran mikið í þeim málum, er reyndar frekar til trafala. Ekki er framtíðin heldur glæst fyrir spænska launþega, því spáð er að atvinnuleysi verði orðið 19,4% á Spáni á næsta ári.
Atvinnuleysi í eðlilegu árferði í ESB löndum hefur alltaf verið margfalt á við það sem hérlendis hefur verið og hér þarf kerfishrun, til að atvinnuleysið verði sambærilegt við ESB.
Inn í slíkt ástand vill Smáflokkafylkingin koma Íslandi varanlega.
![]() |
Atvinnuleysi mælist rúm 17% á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)