Vaxtaokur

Seðlabankinn hefur birt nýja tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.  Í henni er tilkynnt að frá 1. maí n.k. verði dráttarvextir 22,5%, af óverðtryggðum lánum 18,0% og af verðtryggðum lánum 5,9%. 

Vísitala neysluverðs var 227,9 stig fyrir janúarmánuð, en hefur verið reiknuð 327,9 stig fyrir maí.  Þetta er 2% hækkun frá áramótum, sem jafngildir c.a. 4,8% ársverðbólgu, reiknað til næstu áramóta.  Af þessu má sjá hvílíkir okurvextir gilda hér á landi, meira að segja á óverðtryggðum lánum, að ekki sé talað um óverðtryggð lán, hvað þá dráttarvextina.  Það er ekkert sem getur réttlætt svona okur, enda er það allt að drepa, bæði heimili og atvinnulíf.

Á sama tíma eru birtar áróðursfréttir um að þjóðin myndi "græða" 228 milljarða króna á ári, ef hún fengi 3% vaxtalækkun með inngöngu í ESB.  Það mætti halda að þessu háa vaxtastigi sé haldið uppi hér á landi, eingöngu í pólitískum tilgangi, til þess að geta logið til um "vaxtagróðann" af inngöngu í ESB.

Ef bankar geta lækkað vextina niður úr öllu valdi með inngöngu í ESB, geta þeir allt eins lækkað þá til samræmis við ESB löndin, án aðildar.  Reyndar eru engir samræmdir vextir í ESB, ekki einu sinni ríkissjóðir ESB landanna njóta samræmdra vaxtakjara fyrir sína ríkissjóði, þannig að í raun er hrein blekking að tala um einhverja sérstaka ESB vexti. 

Það er Morgunblaðinu til skammar, að taka þátt í að ljúga þjóðina inn í ESB.

Svona fréttaflutningur er eingöngu til að eyðileggja gamla góða slagorðið:  "Ekki lýgur Mogginn".


mbl.is Dráttarvextir lækka um 1,5 prósentustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband