Njóta trausts eftir ţúsund milljarđa tap

Stjórnendur Arion banka segja ađ Hagar séu ekki til sölu, ţví veriđ sé ađ leita lausna međ núverandi "eigendum" Haga, vegna ţess ađ ţeir njóti svo mikils trausts og ţá vćntanlega meira trausts en nokkur annar.

Ţetta kemur fram í frásögn Brynjars Níelssonar, hćstaréttarlögmanns, sem fór á fund stjórenda bankans í dag, fyrir hönd Ţjóđarhags og kynnti vilja hans til ađ kaupa Haga.  Í fréttinni segir:  "Ţegar Brynjar spurđi hvers vegna hluturinn hefđi ekki veriđ bođinn hćstbjóđanda vísuđu stjórnendur bankans í verklagsreglur, ţar sem segir ađ ađ áframhaldandi ţátttaka eigenda og stjórnenda byggist á ţví ađ ţeir njóti trausts og ţyki mikilvćgir fyrir framtíđ fyrirtćkisins."

Baugsfeđgar eiga í raun ekki nokkurn skapađan hlut í Högum, ţví ţeir fengu ţrjátíumilljarđa lánađa frá Kaupţingi/Arion til ađ "kaupa" fyrirtćkiđ og ţađ án ţess ađ leggja fram eina krónu sjálfir.  Međ ţví ađstođađi bankinn feđgana viđ ađ koma Högum undan gjaldţroti Baugs og ţar ađ auki bjargađi bankinn feđgunum úr snörunni međ ţví ađ gefa ţeim kost á ađ selja Baugi sjálfum ţau hlutabréf, sem ţeir áttu í ţví fyrirtćki.  Ţannig kom bankinn ţeim hjá ţví ađ tapa fimmtán milljörđum persónulega á gjaldţroti Baugs.

Hjá hvejum njóta Baugsfeđgar alls ţessa trausts.

Ţađ getur ekki veriđ annarsstađar en hjá stjórnendum Arions banka.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúlegur árangur Nígeríusvindlara

Reglulega berast fréttir af svokölluđum Nígeríusvindlurum, ţó ekki séu ţeir allir frá Nígeríu, sem tekst ótrúlega vel upp í svindli sínu á auđtrúa sakleysingjum.  Oft hafa ţeir ótrúlegar upphćđir upp úr svindlstarfsemi sinni og gefa íslenskum útrásarskúrkum lítiđ eftir, svona hlutfallslega.

Nýjasta fréttin er af guđhrćddum svindlara, sem gaf kirkjunni sinni í Lagos tíund af svindlafrakstri sínum, sem nam samtals um tólf milljónum króna.  Í ţessu tilfelli virđist trúrćknin hafa orđiđ manninum ađ falli og verđur vćntanlega ađ iđka sína trú, staurblankur, í tugthúsinu á nćstunni.

Trúrćkni hans varđ honum ađ falli, eins og trúgirni fórnarlamba hans varđ ţeim ađ falli.

Alveg er međ ólíkindum, hve margir falla fyrir ţessum svindlurum á netinu, ţví nánast í hvert skipti tekst svindlurunum ađ hafa eitthvađ upp úr krafsi sínu og oft ţora fórnarlömbin ekki ađ kćra, ţví ţau skammast sín fyrir heimsku sína og trúgirni.

Nígeríusvindl mun halda áfram, svo lengi sem trúgjarnar sálir finnast í veröldinni, enda fylgir oftast grćđgi og gróđavon međ trúgirninni, ţví oftast er lofađ gulli og grćnum skógum fyrir svör og ađstođ viđ einhverskonar peningaflutninga frá Nígeríu eđa öđrum löndum.

Grćđgin verđur mörgum ađ falli, ţađ hefur sannast eftirminnilega hérlendis undanfarin ár.

 


mbl.is Nígeríusvindlari gaf kirkjunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Engin iđrun sparisjóđanna

Á ađalfundi Sambands íslenskra sparisjóđa virđist ekki koma fram mikil iđrun vegna ţátttöku sparisjóđanna í fjármálaruglinu á síđustu árum, en á ţeim tíma tókst stjórendum nánast allra sparisjóđanna ađ leggja fjárhag ţeirra í rúst međ stórveldisdraumum sínum og sukki.

Í ályktun ađalfundarins kemur m.a. fram ţetta:  "Ţá skorar fundurinn á stjórnvöld ađ koma í veg fyrir ađ viđskiptasiđferđi síđustu ára nái aftur fótfestu."

Vćri ekki nćr, ađ ţessir fjármálarugludallar litu sér nćr?

Viđskiptasiđferđi verđur til í höfđi ţeirra, sem stunda viđskipti.

Ţađ verđur ekki bćtt međ lagasetningu.


mbl.is Sparisjóđir vilja bćta fyrir sinn ţátt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband