29.1.2009 | 17:28
Mótmæli námsmanna
![]() |
Mótmælt við stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 16:18
Kosningavíxill
Fróðlegt verður að sjá kosningavíxilinn sem nýja stjórnin mun leggja fram á morgun. Þar á væntanlega að gera "allt fyrir alla", vitandi það að strax eftir kosningar þarf að ráðast í mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Nú verða samþykktar einhverjar aðgerðir "til bjargar heimilunum" vegna þess að það er líklegt til vinsælda fram yfir kosningar. Annað sem mun hljóma vel verður hátekjuskattur (látum auðmennina borga) og fleira slíkt sem "þjóðin" krefst.
Ég bíð spenntur.
![]() |
Kosið í vor og í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 11:30
Stýrivextir aftur
Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki. Það sýnir hver ræður ferðinni í vaxtaákvörðununum næstu árin. Hvernig ætlar væntanlegur nýr seðlabankastjóri að réttlæta það að geta ekki lækkað vextina jafn hratt og nýja ríkisstjórnin mun þykjast vilja?
Mun "þjóðin" halda útíhátíð á Austurvelli, með varðeldum, dansi og grjótkasti í lögregluna þegar þar að kemur?
![]() |
Vildu lækka vexti en ekki IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 10:14
Hvalveiðar
Svíar dróu lappirnar lengst allra norðulandaþjóðanna að taka afstöðu til þess hvort veita skyldi Íslandi lán vegna kreppunnar og þeir hafa í raun aldrei verið okkur sérstaklega vinveittir. Þess vegna þurfum við ekki að kippa okkur upp við þeirra afstöðu til hvalveiða. Okkur kemur þeirra afstaða hreint ekkert við.
Nú þarf að nýta alla möguleika þjóðarinnar til gjaldeyrisöflunar og þá eru hvalveiðar ekkert undanskildar. Ef markaðurinn í Japan er tryggur, þá eigum við að veiða og selja þeim. Ekki dugar nein tilfinnigavella í þessu máli frekar en öðrum á þessum síðustu og verstu tímum.
Rökin um að ferðamannastraumurinn minnki við þetta hafa sýnt sig að standast ekki. Ferðamönnum fer sífellt fjölgandi og gestum í hvalaskoðun hefur fjölgað stórkostlega á sama tíma og við höfum verðið að veiða hvali.
![]() |
Skýr skilaboð frá Svíum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 09:48
Stýrivextir
Í samningnum við Alþjóðabankann var samþykkt að hækka stýrivextina í 18% úr 12% sem Seðlabankinn var nýbúinn að lækka þá í. Einnig var vitað að stýrivextir yrðu ekki lækkaðir í febrúar.
Ef hægt verður að lækka þá í mars mun ekki standa á þökkunum til nýju ríkisstjórnarinnar og væntanlega nýs seðlabankastjóra. Það mun verða blásið upp sem merki um ný tök á efnahagsmálum og sýni og sanni nauðsynina á að hafa rekið seðlabankastjórana.
![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)